Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Eva Lind Ómarsdóttir rekur og er eigandi SporthússinsReykjanesbæ á Ásbrú ásamt eiginmanni sínum Ara Elías-syni og eigendum Sporthússins í Kópavogi. „Við opnuðum 2012 og þetta hefur gengið vonum framar. Við töldum að það vant- aði svona starfsemi á þetta stóra svæði og það er ljóst að þetta var þarft verkefni. Þetta er eins og stórt lýðheilsuverkefni og búið að vera svaka gaman. Ég er ÍAK-einkaþjálfari og hef starfað sem einkaþjálfari í mörg ár, byrjaði upphaflega sem hóptímakennari 17 ára. Svo hef ég keppt mikið í hreysti. Ég varð Evrópumeistari í greininni árið 2011 hjá fé- laginu WBFF, vann mér þá inn atvinnumannsréttindi og keppti úti á heimsmeistaramótinu í Kanada árið eftir og varð í 4. sæti. Svo kem ég beint heim og opna Sporthúsið og hef einbeitt mér að þeim rekstri síðustu tvö ár. Það er stanslaus fjölgun hjá okkur og alltaf meira og meira að gera, við höfum líka verið dugleg að brydda upp á ýmsum nýjungum. Nú erum við að undirbúa okkur fyrir janúar- mánuð því þá fara á landsmenn á fullt í ræktina, en ég mun svo færa mig meira á þjálfaragólfið eftir áramót.“ Þau Ari eiga þrjú börn, Anton Mána 12 ára, Lilju Líf 7 ára og Söndru Sól 6 ára. „Lilja Líf er með Downs-heilkenni og ég læt mál- efni fatlaðra mig varða og fylgist einnig mikið með þeirri umræðu sem á sér stað núna er varðar Downs-heilkenni o.fl. Það er hægt að eiga áhugamál og drauma og láta þá verða að veruleika þrátt fyrir að eiga barn með Downs-heilkenni eða aðra fötlun.“ Eva Lind Ómarsdóttir er 33 ára í dag Morgunblaðið/Eggert Hjónin Eva Lind og Ari á árshátíð Sporthússins í Turninum sl. vor. Rekur Sporthúsið Reykjanesbæ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Erna Kristinsdóttir Kolbeins verður 80 ára á morgun, þriðjudaginn 25. nóvember. Opið hús fyrir fjölskyldu, vini og vandamenn á afmælisdag- inn, í félagsmiðstöðinni Skólabraut 3-5 Seltjarnarnesi eftir klukkan 18. Kaffi og kruðirí. Árnað heilla 80 ára Sigurgeir Óskar Erlendsson fædd- ist á Siglufirði 24. nóvember 1954. Hann nam bakaralistina fyrst í heimabænum en fékk svo nem- astöðu hjá Alberti bakara í Borg- arnesi. Þaðan fór hann aldrei því hann féll fyrir dóttur bakarameist- arans, henni Önnubellu. Eignuðust þau fjögur börn saman og stofnuðu fyrirtæki árið 1988, hið góðkunna Geirabakarí, og hafa rekið það með mikilli sæmd alla daga síðan. 60 ára E yþór fæddist í Reykja- vík 24.11. 1964 og ólst þar upp, í Árbæjar- hverfi til 1976 og síð- an í Vesturbænum. Hann var í Árbæjarskóla og Haga- skóla, stundaði nám við MH og lauk þaðan stúdentsprófi 1984. Eyþór byrjaði að læra á blokk- flautu fimm ára hjá einkakennara, lærði á fiðlu við Tónskóla Sig- ursveins frá sex ára aldri, lærði á trompet frá níu ára aldri, lærði síð- an á selló hjá Gunnari Kvaran frá 16 ára aldri og lauk burtfararprófi í sellóleik 1988 og lokaprófi í tón- smíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1988 en lokaverkefni hans var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eyþór var í lögfræði við HÍ um skeið, lauk MBA-prófi frá HR og hefur stundað nám við stjórnenda- skóla Harvard Business School. Frumlegur tónlistarmaður Eyþór söng með hljómsveitinni Tappa Tíkarass 1978-81 ásamt með Björk Guðmundsdóttur, Eyjólfi Jó- hannssyni og Jakobi Smára Magn- ússyni meðal annars í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, lék með hljóm- sveitinni Todmobile 1989-93 ásamt Þorvaldi B. Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur. Hljómsveitin kom með nýjan tón í innlendri popptónlist þess tíma, var afar vinsæl, kom fram víða um land og sendi frá sér fjórar hljómplötur. Hún kom aftur saman árið 2003, ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Eyþór samdi mörg lög á þessum árum og stjórnaði upptökum á hljómplötum ýmissa listamanna. Eyþór starfaði hjá OZ á árunum 1993-98, var forstjóri Íslandssíma (nú Vodafone) 1998-2002, var fram- kvæmdastjóri hjá Enpocket hér á landi og í Bretlandi 2002-2006 en fé- lagið var svo selt til Nokia. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Strokk Energy frá stofnun þess, 2007. Fyrirtækið hefur staðið að Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Strokks Energy – 50 ára Legoland Þjóðrekur Hrafn, Ari Elías, Jón Starkaður og Guðrún Sigríður spjalla við Legokarlinn í Legolandi. Viðburðarík hálf öld Sótt á brattann Eyþór og Dagmar Una á leiðinni upp á Ingólfsfjall. sturtusett Hitastýrt Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.