Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Veraldarsaga mín – Ævisaga hug- mynda er ný bók eftir Pétur Gunnarsson og þar fjallar hann meðal annars um ár sín í Frakk- landi, en þangað fór hann árið 1968 til náms og fékkst einnig við skáldskap. Pétur er fyrst spurður um titil bókarinnar og segir: „Á unglings- árum kom upp í hendurnar á mér bók sem bar heitið Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá. Þar var skagfirskur bóndi að skrifa „sína veraldarsögu“. Mig minnir að mér hafi þótt það fáránlegt í fyrstu, en frábært eftir því sem ég hug- leiddi það lengur. Öll fæðumst við auðvitað inn í veröldina og velkj- umst í henni um hríð, það er okk- ar „veraldarsaga“. Titillinn bjó með mér og kemur kannski upp á yfirborðið núna. En líka má hafa í huga að einhver fyrsta bók sem tekin var saman á íslensku fékk einmitt nafnið Veraldarsaga, sam- in eftir kirkjulegri forskrift að talið er um 1200. Sú saga hefst á brottrekstri Adams og Evu úr Paradís, en þar með var álitið að sjálf mannkynssagan færi í gang. Undirtitill minnar bókar er Ævi- saga hugmynda, en mér finnst oft vanrækt að huga að þessu merki- lega fyrirbæri sem eru hug- myndir okkar um lífið og til- veruna, hvernig þær verða til og þróast. Við höfum hina opinberu sögu sem við göngumst að ein- hverju leyti við og síðan erum við öll með okkar litlu sögu. Litla sagan og stóra sagan eiga samleið og skarast. Ég reyni að gera hug- myndasögunni skil, ekki síður en persónusögunni. Það er engin ættartala íbókinni.“ Hvernig breyttust hugmyndir þínar við að koma til Parísar á umrótstímum árið 1968? „Ég var gjörsamlega áhugalaus um stjórnmál sem krakki og ung- lingur og leit á stjórnmálaflokka svipað og knattspynulið. Sumir héldu með KR, aðrir með Fram og enn aðrir með Val. Stjórnmál voru fjarri mínu áhugasviði en það breyttist þegar ég fór til Frakklands árið 1968. Þá varð þetta eins og hjá Þórbergi sem talar um endurfæðingar sem mað- ur verði fyrir á ævinni. Ég umpól- aðist í alætu á atburðarás og ástríðufullan dagblaðalesanda. Mér fannst ég upplifa atburðarás sem væri í deiglu og hægt væri að hafa áhrif á. Á þessum árum í Frakklandi frá og með 1968 og upp úr voru stöðug mótmæli og aðgerðir í gangi. Ég var náms- maður við franskan háskóla og sogaðist inn í þá framvindu.“ Enn ein endurfæðingin Þú skrifar þó nokkuð um Karl Marx í þessari bók. Hvað er það við Marx sem heillar þig? „Íslenskt samfélag á þessum tíma var svo lokað að það hefðu þótt helgispjöll ef Karl Marx hefði komið fyrir í skólabók á vegum Ríkisútgáfu námsbóka. Viðbrigðin voru því mikil að hafa hann sem hvert annað námsefni á skólabekk. En í stuttu máli þá varð Marx mér enn ein endurfæð- ingin. Ég hef reynt að líkja áhrif- unum við „polaroid“-gleraugun sem ég kynntist þegar ég var unglingur hestasveinn við lax- veiðiá. Með því að setja upp þessi gleraugu brotnaði ljósið með öðr- um hætti þannig að maður gat greint laxinn í strengnum, þar sem áður var bara grátt vatn. Við lestur á Marx birtust manni or- sakir og afleiðingar þar sem áður voru bara ártöl og upptalning á atburðum. Líku gegnir raunar um Freud sem ég kynntist um líkt leyti, báðir opnuðu manni sýn og skilning á sögu og sál. Síðan eru það sporgöngumenn þessara manna sem eiga sviðið í Frakk- landi á mínum námsárum, menn eins og Claude Lévi-Strauss, Rol- and Barthes, Michel Foucault, Louis Althusser, Jacques Lac- an … Þeir voru sumir hverjir eins og poppstjörnur, það var barist um hvert sæti á fyrirlestrum þeirra. Aftur á móti er skáldsagan í öldudal á þessum tíma í Frakk- landi, í henni var fátt nýtt að ger- ast. Það voru fræðimenn sem áttu sviðið, þeir voru með puttann á púlsinum og færðu manni þau skapandi heilabrot sem skáldsög- urnar virtist skorta. Í samanburði virkuðu skáldsögurnar eitthvað svo lítilþægar, staðlaðar og jafn- vel klisjukenndar. En auðvitað komu líka upp í fangið á manni skáldsögur sem hrifu, verk manna á borð við Georges Perec, en frumraun mín sem þýðanda var einmitt skáldsaga hans, Hlutirnir. Fyrsta bók Milans Kundera, Brandarinn, kom út í Frakklandi árið 1968 og vakti mikla lukku. Ég hreifst meira af næstu bók hans, Bókinni um hlátur og gleymsku þar sem áberandi er einmitt leikur með hugmyndir. Þá var On the Road eftir Jack Kero- uac lesin upp til agna og Hundrað ára einsemd eftir Marques kom út árið 1967, fljótlega þýdd yfir á frönsku. Við þann lestur fannst mér eins og hefði opnast alveg ný gátt í skáldsöguskrifum.“ Skáldskapur þinn og annarra kemur mikið við sögu í bókinni. Þú segir frá því hversu veglega umfjöllun fyrsta ljóðabók þín fékk og maður sér eiginlega ekki fyrir sér að ljóðabók fengi í dag jafn- veglegt pláss í fjölmiðlaumfjöllun og þín bók fékk. Það hefur greini- lega margt breyst í þessum efn- um. „Þegar ég var að hefja minn feril voru fáir miðlar um hituna og allt í fastari skorðum en nú er. Alæta á atburðarás  Pétur Gunnarsson sendir frá sér nýja bók sem nefndist Veraldarsaga mín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.