Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Íslenskur sjávarútvegur á fáa sínalíka í heiminum þegar kemur að hagkvæmni í rekstri og því hvílík undirstaða hann er undir efnahag og velferð íbúa landsins. Sigurður Steinn Einarsson sjávarútvegs- fræðingur fjallaði um álögur á sjáv- arútveg í ýmsum löndum á Sjáv- arútvegsráðstefnunni í liðinni viku og sagði sjaldgæft í heiminum að sjávarútvegurinn greiddi auðlinda- gjald í formi sérstaks veiðigjalds.    Sigurður Steinn benti á að al-mennt nyti greinin ríkis- styrkja, og sagði svo: „Tölur OECD sýna að Ísland er eina landið í OECD þar sem ríkið fær meira út úr greininni en það sem það leggur til hennar.“    Þetta er athyglisvert en einnigþað sem Sigurður Steinn benti á um hafnargjöldin. Hér á landi hefur sjávarútvegurinn að hans sögn greitt tíu milljarða króna í hafnargjöld á undanförnum fáum árum, en færeyskar, grænlenskar og norskar útgerðir greiða engin hafnargjöld.    Umræða um gjaldtöku af sjávar-útveginum hefur verið á mikl- um villigötum um langa hríð hér á landi og vegna fjandskapar síðustu ríkisstjórnar í garð greinarinnar býr hún nú við afar íþyngjandi of- urskatta.    Íslensk sjávarútvegsfyrirtækikeppa við erlend fyrirtæki á al- þjóðlegum markaði og þessi er- lendu fyrirtæki búa við allt aðra og hagstæðari skattlagningu. Þetta er nauðsynlegt að Alþingi hafi í huga við endurskoðun laga um sjávar- útveginn. Ísland sér á báti STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 1 heiðskírt Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 3 súld Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 13 heiðskírt Dublin 7 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 skúrir París 13 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 7 heiðskírt Berlín 7 heiðskírt Vín 6 skýjað Moskva -2 skýjað Algarve 17 skúrir Madríd 16 skýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 16 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal 5 þoka New York 9 léttskýjað Chicago 11 skúrir Orlando 24 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:26 16:04 ÍSAFJÖRÐUR 10:56 15:44 SIGLUFJÖRÐUR 10:39 15:26 DJÚPIVOGUR 10:01 15:28 Kaffiveitingar frá kl. 16:30 Opinn fræðslufundur Erfðir brjóstakrabbameins Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir, Landspítala Þórunn Rafnar, erfðafræðingur, ÍE Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, ÍE Í samráði við Krabbameinsfélag Íslands Erindi flytja: mánudaginn 24. nóvember kl. 17:00 - 18:30 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8 Cornell-háskólinn í Bandaríkjunum veitti á föstudag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta og íslensku þjóðinni, heiðursverðlaun fyrir for- ystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór at- höfnin fram í Íþöku í New York- ríki. Verðlaunin, sem bera heitið The Atkinson Center Award for Global Leadership in Sustainable Develop- ment, eru tengd sérstakri stofnun við Cornell-háskóla, sem einbeitir sér að eflingu endurnýjanlegrar orku, umhverfismálum og sjálf- bærni. Stofnunin hefur starfað frá árinu 2008 en Cornell hefur lengi verið meðal fremstu háskóla í Bandaríkjunum. Í ávarpi sem forseti Íslands flutti við þetta tækifæri þakkaði hann þann heiður sem honum og ís- lensku þjóðinni væri sýndur með þessum verðlaunum. Ljósmynd/forseti.is Viðurkenning Ólafur Ragnar veitir viðurkenningunni móttöku. Þjóðin fékk verðlaun  Í forystuhlutverki Haldinn verður opinn hádeg- isfundur í Norræna húsinu í dag milli klukkan 12 og 13 þar sem fjallað verður um ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku. Verður farið yfir efnahags- og félagslega þróun ríkja Vestur-Afríku og áhrif ebólu á Síerra Leóne. Þá mun Rauði kross- inn einnig fara yfir verkefni sín í Síerra Leóne og skoða samskipti við alþjóðasamfélagið, að því er fram kemur í tilkynningu. Ebóla til umræðu í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.