Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að fá næði í fallegu umhverfi ef þú átt þess kost. Sættu þig við það. Frá- bært að það skuli vera sannfærandi fólk í kringum þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum verður bara að kýla á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kominn. Það eina sem þú þarft að gera er að vera þú sjálf/ur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért þar sem þig langar til að vera. Notaðu daginn og talaðu við foreldri eða mikilvæga manneskju í lífi þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Besta vörnin gegn óvæntum við- brögðum frá öðrum er að segja sem fæst í dag. Sættu þig við ástand mála og kannski fæðist snilldarhugmynd í ruglinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hið óvænta liggur í loftinu. Allt virðist einhvern veginn of erfitt. Ef einhver reynist ekki traustsins verður í dag tekur þú því sem vísbendingu fyrir framtíðina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert upp á kant við allt og alla þessa dagana og þarft að forðast aðstæður sem koma þér í ham. Talaðu aðeins við þann sem þú treystir fullkomlega fyrir þínum mál- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt ekki að hika við að segja þína skoðun, hver sem í hlut á. Fólk þarf á skiln- ingi að halda og það leitar hans hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þegar þú stefnir að því að vinna hjarta einhvers, ná sölu eða fá viðurkenningu hentar ekki alltaf sama aðferð. Ekki ganga of langt þótt þú viljir gjarnan styðja einhvern. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hetjudáðir eru í eðli þínu. Reyndu að sýna þroska og leita leiða til að láta drauma þína rætast á sama tíma og þú sinnir skyldum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það færi best á því að þú héldir þig til hlés um sinn. Viðkomandi verður hugsanlega vinur þinn eða þá að þú lætur heillast um stund, án þess að framhald verði á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Óvæntar aðstæður koma upp í einkalífinu. Vertu kurteis en einnig kulda- legur, burtséð frá því hvers konar tilfinningar þú berð í brjósti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu. Gættu þess bara að halda utan um þína nán- ustu eins og þeir halda utan um þig. Ólafur Stefánsson skrifaðiskemmtilega limru á Leirinn á föstudaginn kl. 11.21: Ýmist með röngu’ eða réttu menn reyna í pólitík fléttu. Það er góðviðri’ í bæ og það gefur á sæ, en mengun á Melrakkasléttu. Stundu síðar birtist „leiðrétting“: Ýmist með röngu’ eða réttu menn reyna í pólitík fléttu. Svo er góðviðri’ í bæ og gæftir á sæ, en mengun á Melrakkasléttu. Það er gaman að bera „leiðrétt- inguna“ saman við upphaflega text- ann, af því að hún lýsir vel hvernig vísur breytast í huga höfundarins þegar hann fer að tauta þær fyrir munni sér og getur þá hvort tveggja gerst, að upphaflegi textinn standi eða standi ekki. Kannski vegna þess að báðir eru jafngóðir eða þar um bil! Ekki fer hjá því að vísnasmiðir spreyti sig af og til á sléttuböndum, sem eru erfiðust rímnahátta. Pétur Stefánsson orti: Vekur hlátur. Aldrei er illgjarn þessi maður. Hrekur grátur. Sjaldan sér sjálfum hossar glaður. „Farinn í aðhald,“ skrifaði Skarp- héðinn Ásbjörnsson í Leirinn og hélt áfram: Orða fallegt, hvergi hér heimsku brallið krota. Borða varla, meina mér munað allan nota. Á föstudaginn orti Pétur Stefáns- son í Leirinn: Mín er förin greið og góð, gleði og sumarblíða. Áfram geng ég ævislóð alveg laus við kvíða. Komin helgi aftur er, eykst þá bros á trýni. Nú er gott að gamna sér og gutla ögn í víni. Nú gat Skírnir Garðarsson ekki setið á sér en sagði: „Súbarúinn er orðinn svo ansi hreint drykkfelldur, ég dreypi eðalvökvum úr Ríkinu bæði á kælikerfi og rúðupissdunk- inn, svínvirkar, en er stressandi. Bíll- inn rásar til beggja hliða fyrir vikið, sérlega til vinstri. Ég er kófsveittur. Bjórinn þambar bifreið mín bregð ég klút að enni. Mungát góða og messuvín í morgun gaf ég henni.“ Halldór Blöndal halldorblonda@simnet.is Vísnahorn Mengun á Sléttu, sléttubönd og helgarkvíði Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI RÍFAST VIÐ MIG. ÉG ER AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÉG SÁ AUGUN HREYFAST.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fyrirgefa meira. JÆJA, ÞAÐ ER MÁNUDAGUR, OG ÞÚ VEIST HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR... EITTHVAÐ SLÆMT MUN GERAST FYRR EÐA... MÁN. MÁN. MÁN. AMLÓÐI ER AÐ VAXA SVO HRATT ÚR GRASI, AÐ HANN VERÐUR ORÐINN AÐ UNGLINGI ÁÐUR EN VIÐ VITUM AF!! ÉG MAN VEL EFTIR MÍNUM TÁNINGSÁRUM... ...VIÐ MUNUM ÖRUGGLEGA VITA AF ÞVÍ!! FÆÐINGARHEIMILI Sé andrúmsloftið í samfélaginuóþvingað skapast frjór jarðvegur og upp úr honum spretta góðar gróð- urnálar. Auðvitað gerist ekkert af sjálfu sér en þegar ræktunarstarfi hafa verið skapaðar bærilegar að- stæður fara góðir hlutir að gerast. Þessu hefur Víkverji kynnst á bæj- arrölti sínu í Reykjavík síðustu helg- ar. Það ber alltaf eitthvað skemmti- legt fyrir augu en fyrst og síðast er nærandi fyrir sálina að fara út á með- al fólks. Spranga um göturnar, hitta mann og annan og tala um veðráttuna og pólitíkina og öðlast viðkynningu af ýmsum menningarstraumum. Já og fregna af ólíkum aðstæðum og kjör- um fólksins sem er, rétt eins og mað- ur sjálfur, niðri í Kvos til að sýna sig og sjá aðra. x x x Um þarsíðustu helgi var í Hörpunnimarkaður þar sem matarfram- leiðendur víða af landinu kynntu af- urðir sínar. Fjölmenni sótti þennan viðburð og fólk gekk út klyfjað með allskonar kruðerí. Þá var sömuleiðis ljómandi ljúft síðastliðinn laugardag að koma við í Ráðhúsinu á svonefndri Bókamessu. Þar voru forleggjarar, höfundar og annað andans fólk að kynna verk sín, það er bækur sem spanna alla breidd tilverunnar. Meist- arakokkur lét malla í pottunum og fylgdi ritúali uppskrifta sinna, kyn- fræðingur var þarna með kver sitt um líf og losta, leikkona las upp úr bernskubók tengdamóður sinnar og höfundur að vestan sagði frá skálmöld á Skarðsströnd. Í hliðarsölum var les- ið úr krakkabókum og þar sást svo sannarlega blik í augum barnanna. x x x Þegar bókagleðinni lauk var fínt aðlíta inn í bakarí í Lækjargötu, fá sér kaffi og rúnnstykki. Og þegar leið- in lá aftur heim í úthverfið var nota- legt að koma við í Laugardalslaug og sulla í heitum pottum. Það er gæða- stund að fara í sund, láta streituna líða úr vöðvunum eftir erilsama daga og taka sína 200 bringusundsmetra og fara ferskur upp úr. Já, svona er nú hægt að gera margt skemmtilegt sér til dægradvalar í Reykjavík, í borg þar sem mannlífið er litríkt og bragurinn með besta móti. víkverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóhannesarguðspjall 1:12)                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.