Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Upprennandi veiðimenn Hornsíli og rusl heillaði snáðana í Reykjavíkurtjörn og ferfætlinginn sem fylgdist náið með viðureigninni. Golli New York | Við lifum á tímum sem oft má best sjá í endurvarpi spegils listarinnar. Mikið hefur verið skrifað um síðkomm- únisma í Rússlandi og Kína. En tvær nýlegar myndir, Snertur af synd eftir Jia Zhangke frá 2013 og Levíatan eftir Andrej Zvjag- intesv frá 2014 sýna fé- lagslega og pólitíska landslagið í þessum löndum betur en nokkuð, sem ég hef séð á prenti. Mynd Jias er kaflaskipt, segir fjórar sögur um sérlega ofbeldis- fulla en afmarkaða verknaði, sem að mestu eru fengnar úr blaðafréttum úr samtímanum. Levíatan fjallar um það hvernig borgarstjóri, rússneska rétttrúnaðarkirkjan og spillt dóms- kerfi leggja líf heiðvirðs manns í rúst. Báðar myndir eru sláandi fyrir augað þrátt fyrir eymdina í sög- unum sem þær segja. Dimmur him- inninn yfir ströndinni norður í Rúss- landi í Levíatan er hrífandi og Jia tekst að gera steypu- og gler- frumskóginn í Shenzhen, borgarfer- líkisins milli Guangzhou og Hong Kong, hrífandi. Myndirnar deila einnig hrifningu á fornum sögnum, Jobsbók í Levíatan og austrænum bardagalistum í Snertur af synd. Spilling og valdníðsla Fasteignir leika stórt hlutverk í báðum myndum. Í fyrsta hluta Snerts af synd er foringinn á staðn- um orðinn að millj- arðamæringi, sem á einkaflugvél, eftir að hafa tæmt og selt allar sameignir á svæðinu. Í nýja Kína – þar sem Kínverski komm- únistaflokkurinn er enn við völd, en hug- myndir Karls Marx eru jafn dauðar og í Rússlandi – er allt til sölu, meira að segja umgjörð og tákn hinn- ar maóísku fortíðar. Í einu atriði sjást vændiskonur í næt- urklúbbi kveikja losta í kínverskum kaupsýslumönnum með því að ganga um í kynþokkafullum bún- ingum kínverska alþýðuhersins. Í sögunni um Levíatan beinast sjónir að húsi sem vélvirki að nafni Nikolaj hefur reist sér. Spilltur borgarstjóri rænir hann eign sinni eftir að hafa þegið fé af rétttrún- aðarkirkjunni fyrir leyfi til að reisa nýja kirkju á landi Nikolajs. Nikolaj er afgreiddur með því að skella ranglega á hann skuldinni fyrir að hafa myrt konu sína og draga hann fyrir spilltan dómstól. Mikilvægi fasteigna í myndunum er engin tilviljun. Eignir, fram- kvæmdir og land eru gjaldmiðlar valdsins í mafíusamfélögum – ekk- ert síður í Rússlandi og Kína en á Sikiley. Ein af ástæðunum fyrir því að Kína hefur verið breytt í risa- stóra byggingarlóð þar sem feikn- legar, nýjar borgir spretta upp nán- ast á einni nóttu er að landið er knúið af sjóðheitu og verulega spilltu efnahagslífi undir stjórn af lenínísks flokks, sem hefur breytt pólitísku valdi sínu í peninga með því að hrifsa eignir og ráðast í bygg- ingarframkvæmdir. Samruni kapítalisma og alræðis Það gildir einu þótt flokkur Pút- íns, Sameinað Rússland, geri ekkert tilkall til marxískrar hugmynda- fræði í neinni mynd öfugt við Kín- verska kommúnistaflokkinn. Stjórn- ir beggja landa starfa með mjög áþekkum hætti: flokksforingjar, auðmenn og spilltir embættismenn deila gróðanum og hygla um leið þjóðrembu og „hefðbundnum gild- um“ hvort sem það er rétttrún- aðarkirkjan eða Konfúsíus. Dóm- arar eru keyptir eða ógnað til að tryggja að foringjarnir séu yfir lög- in hafnir. Flokkur Pútíns var kosinn í Rúss- landi rétt eins og Réttlætis- og þró- unarflokkur Receps Tayyips Erdog- ans, forseta í Tyrklandi, Fidesz, flokkur Viktors Orbáns, forsætis- ráðherra Ungverjalands, og herfor- ingjastjórn Abdels Fatahs El-Sisis í Egyptalandi. Kínverski komm- únistaflokkurinn var ekki kosinn. En það skiptir ekki heldur miklu máli. Þessar stjórnir eiga sameig- inlegan samruna kapítalískrar efna- hagsstefnu og pólitísks alræðis. Nú er litið á þetta pólitíska módel sem alvörukeppinaut við opið lýð- ræði að bandarískum hætti og kannski er það rétt. En á tímum kalda stríðsins var alræðiskapítal- ismi, venjulega undir forustu her- foringjastjórna, and-kommúnískur og Bandaríkjunum hliðhollur. Park Chung-hee, leiðtogi Suður-Kóreu og faðir Park Geun-hye, núverandi for- seta landsins, var að mörgu leyti frumkvöðull í mótun þeirrar þjóð- félagsgerðar, sem hefur rutt sér til rúms í Kína og Rússlandi. Svo var einnig um Síle í valdatíð Augustos Pinochets herforingja. Þar sem einræði í þessum ríkjum, sem nutu stuðnings Bandaríkjanna, leið að mestu undir lok um leið og kalda stríðið og við tók opið lýðræði freistuðust margir til að trúa því að opið lýðræði og kapítalismi myndu eðlilega – og jafnvel óhjákvæmilega – renna saman alls staðar. Pólitískt frelsi er gott fyrir viðskipti og öf- ugt. Þessari miklu goðsögn tuttugustu aldarinnar hefur nú verið splundr- að. Orban hélt því fram fyrr á þessu ári að opið lýðræði væri ekki lengur nothæft módel. Hann vísaði til þess að meiri árangur hefði náðst í Kína og Rússlandi, ekki af hug- myndafræðilegum ástæðum, heldur vegna þess að þau væru samkeppn- ishæfari í heimi okkar daga. Vitaskuld eru ástæður til að draga þetta í efa. Hagkerfi Rúss- lands er of háð olíu og öðrum nátt- úrulegum auðlindum og réttmæti einsflokkskerfisins í Kína gæti horf- ið hratt kæmi til efnahagskreppu. Það hvernig lítt frjálslyndar stjórn- ir nota lögin sér í hag mun ekki heldur efla traust fjárfesta – að minnsta kosti ekki til lengri tíma. Þeir sem „koma hlutum í verk“ En engu að síður er það svo að samfélögin, sem fá svo napra útreið í Levíatan og Snertur af synd líta áfram vel út í augum þeirra sem hafa orðið fyrir vonbrigðum út af efnahagslegri stöðnun í Evrópu og pólitískri óskilvirkni í Bandaríkj- unum. Vestrænir kaupsýslumenn, listamenn, arkitektar og aðrir sem þurfa fúlgur fjár í dýr verkefni njóta þess að starfa með alræðisstjórnum, sem „koma hlutum í verk“. Ófrjáls- lyndir hugsuðir til vinstri og hægri líta upp til sterkra manna, sem bjóða Bandaríkjunum birginn. Snertur af synd hefur verið sýnd við mikið lof um allan heim, en ekki í Kína. Levíatan hefur hins vegar verið lögð fram sem opinbert fram- lag Rússlands til Óskarsverð- launanna. Kannski eru leiðtogar Kína ekki jafn öruggir með sig og Pútín. Eða kannski er Pútín örlítið kænni. Ólík- legt er að stuðningsmenn hans í Rússlandi fari að sjá menningarlega mynd, hvað þá láti hana hafa áhrif á sig, og þetta tjáningarfrelsi í mý- flugumynd gæti sannfært útlend- inga um að enn sé frjálslyndi að finna í alræðislýðræði Pútíns – að minnsta kosti þar til þeirri sýn verð- ur líka splundrað. Eftir Ian Buruma » Þessar stjórnir eiga sameiginlegan samruna kapítalískrar efnahagsstefnu og pólitísks alræðis. Ian Buruma Höfundur er prófessor í lýðræði, mannréttindum og fjölmiðlum við Bard College, og er höfundur bók- arinnar Year Zero: A History of 1945. ©Project Syndicate, 2014. www.project-syndicate.org Rússland og Kína afhjúpuð á hvíta tjaldinu Stjórnleysingjar á Al- þingi Íslendinga og fylgi- fiskar þeirra á vinstri vængnum bera mikið lof á menn í trúnaðar- störfum, sem stela gögn- um frá leyniþjónustu BNA og afhenda þau fjölmiðlum til birtingar. Þeir hefja þá til skýjanna og vilja flytja þá til Ís- lands og gera þá að ís- lenskum ríkisborgurum. Að minnsta kosti tveir slíkir menn eru nú land- flótta en hafa ekki mann- dóm til að standa við gjörðir sínar, enda vart við því að búast. Ýmsir fjölmiðlamenn hafa rugl- ast í ríminu og tekið und- ir þennan lofsöng. Á mig leita efasemdir um það siðferði, að lofs- vert sé að taka gögn úr tölvum yfirmanna sinna og afhenda til birtingar í fjölmiðlum. Sú spurning leitar á mig, hvaða hvatir liggi að baki, e.t.v. pen- ingar? Ekki þykir mér merkilegt siðferði manna, sem afhenda til birtingar gögn, sem þeim hefur ver- ið trúað fyrir, hvort sem það er gert af hugsjón eða fyrir peninga. Ekki þykir mér merkilegt siðferði fjölmiðlamanna, sem birta slík gögn í sínum miðlum til að afla sér vinsælda og fjár. Starfsmaður í ráðuneyti hér á landi afhenti fjöl- miðlum trúnaðarupplýsingar um hælisleitanda, sem Útlendingastofnun hafði vísað úr landi m.a. vegna efasemda um fortíð hans. Nú fyllast stjórnleys- ingjar og fjölmiðlamenn hneykslun á afbroti starfs- manns ráðuneytisins og lofsyngja dóm yfir honum og brottrekstur úr starfi. Þeir heimta, að ráðherra segi af sér vegna afbrots undirmanns síns, afbrots, sem er siðferðilega sambærilegt við afbrot, sem þeir hafa lofsungið til þessa. Trúnaðarbrot í starfi hjá leyniþjónustu BNA er lofsvert, trúnaðarbrot í starfi hjá ráðuneyti á Íslandi er ekki lofsvert. Tvöfalt siðferði, Pírata-siðferði, vinstra siðferði? Eftir Axel Kristjánsson »Ekki þykir mér merki- legt siðferði fjölmiðlamanna, sem birta slík gögn í sínum miðlum til að afla sér vin- sælda og fjár. Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. Tvöfalt siðferði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.