Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Gisting AKUREYRI Sumarbústaður til leigu. Sumarbústaður til sölu Orlofshus.is Leó 897-5300 Hljóðfæri Bílar Citroen Berlingo 12/2009. Diesel. Ekinn 53 þús. km. Nýja útlitið. Loftkæling. Handfrjálsbúnaður. ofl. Verð án vsk 1.590.þús. Með vsk 1.990 þús. . www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Smáauglýsingar 569 1100 mbl.is alltaf - allstaðar Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG ODDNÝ ÁRNADÓTTIR frá Eskifirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 15. nóvember, var jarðsungin föstudaginn 21. nóvember í kyrrþey að eigin ósk. . Hjörvar O. Jensson, Nanna Baldursdóttir, Kári Valur Hjörvarsson, Valdís Guðrún Birgisdóttir, Soffía Tinna Hjörvarsd. Jóhann Jökull Ásmundsson, Hekla Xi Káradóttir, Hildur Luo Káradóttir. Lífið er sorglegt, erfitt og óskiljan- legt, en fallegt, allt á sama tíma. Það er svo óraunverulegt að sitja inni í gamla herberginu okkar að skrifa þessi orð til þín. Endalaust margt, hérna og alls staðar, minnir mig á þig. Það er mér eiginlega ómögulegt að komast í gegnum dag án þess að verða hugsað til þín. Minning- arnar eru ýmist erfiðar eða góð- ar, en stundum skella þær á mér Arnór Már Hansson ✝ Arnór MárHansson fædd- ist 11. mars 1989. Hann lést 25. októ- ber 2014. Útför Arnórs fór fram 17. nóvember 2014. eins og risaalda og ég átta mig á því að þú sért farinn. Þótt ég muni aldrei skilja það. Sorgin er svo furðulegt fyrirbæri, eins og einhver vond víma sem maður hefur enga stjórn á og veit ekkert hvenær hellist yfir mann. Ég man varla eftir tíma í mínu lífi þegar þú áttir ekki einhvers konar hlut- verk í því. Við vorum bara krakkar þegar líf okkar flæktust saman. Ég með minn útivistar- tíma laumaðist út um bílskúrs- dyrnar um miðja nótt og þú sóttir mig próflaus á bíl mömmu þinnar. Við höfum alltaf verið svo ótrúlega ólík en gátum samt eytt saman endalausum tíma. Oft var eins og enginn annar væri til í heiminum. Það mótaði mig án efa fyrir lífstíð að deila unglingsárunum með þér. Allt frá menntaskóla til fyrstu íbúð- ar, endalausir áfangar sem við yfirstigum. En maður er svo máttlítill þegar kemur að veik- indum eins og þínum. Þú hefur kennt mér svo margt um lífið, bæði meðvitað og ekki. Margt af því vildi ég stundum að aldrei hefði ég þurft að læra. En ég hef ákveðið að trúa því að allt gerist í einhverj- um tilgangi. Síðan leiðir okkar skildi hef ég vonað að einn daginn myndi ég rekast á þig. Þú værir ham- ingjusamur og á góðum stað í lífinu, búinn að opna þitt eigið veitingahús og eignast börn. Við myndum bara hlæja að því hvernig við höguðum okkur einu sinni. Þú varst ótrúlega góður kokkur og það var oft sem þú eldaðir eitthvað handa okkur um miðjar nætur. Þú hafðir líka ein- stakt lag á því að fá fólk til að hlæja, yfirleitt með því að segja eitthvað fáránlega óviðeigandi. Ég vildi óska þess að þú hefð- ir sjálfur fundið tilganginn þinn í lífinu, séð alla þá góðu eigin- leika sem þú hafðir og nýtt þá betur. Ég vildi líka óska þess að þú hefðir séð ljós við endann á þessum endalausa gangi sem veikindi þín voru fyrir þér. En mest af öllu vildi ég óska að þetta væri allt bara vondur draumur og ég væri ekki í al- vöru að skrifa þessi orð til þín. Þú máttir alveg vita hversu stór partur af mínu lífi þú varst og munt alltaf vera. Ég vona að þú hafir áttað þig á því ef ég hef gleymt að segja þér það. Elsku Arnór, nú er loksins kyrrð yfir sálinni þinni og hún á betri stað. Ég lofa að geyma fal- legu minningarnar okkar og gleyma þeim aldrei. Sofðu rótt. Hrönn B. ✝ ValborgOddný Árna- dóttir fæddist í Laufási á Eskifirði hinn 24. desember árið 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað laugardaginn 15. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Árni Jóns- son, kaupmaður á Eskifirði, f. 1886, d. 1966, og Guðrún Jónína Einarsdóttir, húsmóðir, f. 1887, d. 1971. Val- borg var yngst sex systkina sem voru Jón Þórir, f. 1917, d. 1997, Valgerður Þórsteina, f. 1920, d. 1926, Jónas Málmfreð, f. 1921, d. 1994, Einar Oddgeir, f. 1922, d. 1923 og Anna Guð- rún, f. 1924, sem er vel ern og býr á Seltjarnarnesi. Valborg 1960, börn hennar eru Anna Rún, f. 1976, d. 1989, Garðar, f. 1979, og Saga, f. 1984. Valborg ólst upp hjá for- eldrum sínum í Laufási og bjó hjá þeim í sameiginlegu heim- ilishaldi ásamt syninum á með- an foreldrar hennar lifðu. Hún starfaði á símstöðinni á Eski- firði frá árinu 1949 þar til hún fluttist til Reykjavíkur á árinu 1978. Í Reykjavík vann hún á skrifstofu hjá Landssímanum til starfsloka árið1996 þegar hún sagði upp störfum nokkru fyrir sjötugsafmælið. Hún bjó síðan í Reykjavík, síðast á Sléttuvegi 17, þar til hún treysti sér ekki til að búa ein vegna sjúkleika og fluttist til sonar síns í Neskaupstað í júní árið 2012. En heilsu hennar hrakaði hratt og var hún á sjúkrastofnunum frá miðju sumri 2012, síðustu tvö árin á hjúkrunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað þar sem hún lést. Útför hennar fór fram föstu- daginn 21. nóvember 2014 í kyrrþey að hennar ósk. var einhleyp alla ævi en eignaðist soninn Hjörvar Ol- sen Jensson sem fæddur er 1948, faðir hans er Jens Olsen Ásmundsson frá Neskaupstað en býr nú í Hvera- gerði. Börn Hjörv- ars og fyrrverandi eiginkonu hans Rannveigar Þóru Vilbergsdóttur f. 1951 eru Kári Valur, f. 1970, eiginkona hans er Valdís Guðrún Birgisdóttir, f. 1967 dætur þeirra eru Hekla Xi, f. 2003, og Hildur Luo, f. 2007, Vilberg Ívar, f. 1978, d. 1983, og Soffía Tinna, f. 1984, sambýlismaður hennar er Jó- hann Jökull Ásmundsson, f. 1979. Sambýliskona Hjörvars er Nanna Baldursdóttir, f. Elskuleg móðir mín er látin. Við Nanna erum okkar kæru móður og tengdamóður innilega þakklát fyrir alla hennar um- hyggju, ástúð og væntumþykju á lífsleiðinni. Ég vil þakka Danna frænda mínum og Ásdísi af heilum hug fyrir alla þeirra hjálp og aðstoð við mömmu þegar ég ekki var til staðar fyrir hana. Þau voru henni sannkallaðar hjálparhell- ur og reyndust henni eins og væru þau hennar eigin börn. Fjölskyldan þakkar frábæra umönnun hennar á hjúkrunar- deild og lyflækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaup- stað svo og í Hulduhlíð þar sem hún dvaldi um tíma. Allt þetta frábæra starfsfólk lagði sig fram um að láta henni líða vel og gera henni og fjölskyldunni síðustu ár léttbærari þrátt fyrir mikla van- heilsu hennar. Guð blessi minningu móður minnar og gefi henni frið. Hjörvar O. Jensson. Ég ætla hér í fáeinum kveðju- orðum að minnast föðursystur minnar, Valborgar O. Árnadótt- ur, sem lést hinn 15. nóvember sl. hartnær 88 ára að aldri. Val- borg, eða Valla frænka eins og hún var alltaf kölluð, var yngsta systkini föður míns, úr hópi fjög- urra systkina er komust á legg, en önnur tvö systkina þeirra lét- ust á barnsaldri. Valborg bjó lengst af í for- eldrahúsum. Húsi er nefndist Laufás, hjá föðurömmu minni og afa. Valborg var ætíð einhleyp en eignaðist soninn Hjörvar þegar hún var rúmlega tvítug og bjó hann hjá henni fram á full- orðinsár í Laufási. Í barnæsku á Eskifirði minnist ég þess að ætíð var mikill samgangur á milli æskuheimilis míns og heimils ömmu og afa þar sem Valla bjó. Margar eru minningar frá þess- um tíma enda var ég iðulega með annan fótinn úti í Laufási, sem var eins og mitt annað heimili og þangað var ég ætíð velkominn. Mörg voru heimboðin í Laufás, sérstaklega á stórhátíðum, sem ætíð var gaman að koma í. Þar spilaði Valla stórt hlutverk því amma og afi voru orðin öldruð og kom það því að mestu í hlut Valborgar að sjá um matseld, enda var hún dugleg í matargerð og bakstri, og töfraði einatt fram gómsætar veitingar. Ég tel að það hafi verið gæfa fyrir þau ömmu og afa, að Val- borg bjó hjá þeim og gat annast þau uns þau kvöddu þennan heim. Afi rak litla verslun í kjall- aranum í Laufási fram til dauða- dags í lok árs 1966. Valborg hjálpaði honum við verslunar- reksturinn og rak verslunina eftir hans daga eins og frekast var kostur, milli þess sem hún starfaði hjá Pósti og síma á Eskifirði. Ég minnist Valborgar fyrir að hafa verið örlát á gjafir og góðgjörðir. Þegar ég var barn færði hún mér ætíð gjafir þegar hún kom heim úr fríum, gaf mér aura fyrir bíóferðum, auk þess að sumargjafir frá henni til mín voru fastir liðir sumardaginn fyrsta. Valla var smekkmanneskja og hún var ætíð vel til fara og fín í tauinu. Hún lagði metnað sinn í það að hafa fallegt í kringum sig og átti ýmsa fallega muni. Nýr tími hófst í lífi Völlu þeg- ar hún flutti frá Eskifirði til Reykjavíkur haustið 1978. Þar keypti hún sér íbúð sem hún innréttaði af sinni einstöku smekkvísi. Þangað var gott að heimsækja hana og þiggja hjá henni veitingar og taka spjall við hana, enda var hún fróð um ættartengsl og hverjir væru skyldmenni okkar. Á langri ævi var lífið þó ekki alltaf dans á rósum hjá Val- borgu. Hún glímdi við alvarleg veikindi fyrir tæpum tuttugu ár- um, en fór með sigur í þeim raunum sínum. Fyrir nokkrum árum lenti hún í umferðarslysi, en með æðruleysi sínu náði hún sér furðu fljótt. Þungbærast var henni þó að missa sonarson sinn, Vilberg Ívar, en hann lést eftir tiltölulega stutt en erfið veik- indi, rétt rúmlega 5 ára að aldri. Síðustu tvö árin hefur hún dvalið á hjúkrunarheimili austur á Norðfirði, þar sem hún gat verið návistum við Hjörvar son sinn og fjölskyldu hans. Ég kveð hér með Valborgu frænku með þökkum fyrir gæsku hennar í minn garð. Ég sendi Hjörvari og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur okkar. Örn Jónasson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Valborg Oddný Árnadóttir Unnar Jón Kristjánsson ✝ Unnar JónKristjánsson fæddist 12. maí 1966. Hann lést 9. nóvember 2014. Út- för Unnars var gerð 21. nóvember. inn, einlægt að smíða, laga og bæta. Af honum lærði ég heilmikið um viðhald húsa en líka dálítið um þá iðn að lifa lífinu. Við eignuðumst um svipað leyti hvor sína hæðina í gömlu bárujárns- húsi. Það hafði ver- ið byggt af vanefn- um utan borgarmarkanna á fyrri hluta síðustu aldar þó að í kring- Við Unnar vor- um nágrannar um skeið og síðan hefur mér oft orðið hugs- að til hans. Sérstak- lega þegar hefur þurft að gera við eitthvað. Hann var handlag- um það væri komið gróið hverfi þegar við bjuggum þar. Í þessu húsi var að mörgu að hyggja. Verkefnin eru endalaus í gömlu húsi og það útheimtir stöðuga athygli og umhyggju. Unnar hafði forystu í þessu öllu og allt- af kunni hann til verka, hvað sem þurfti að gera, hvort sem það voru smíðar, pípulagnir, múrverk eða garðyrkja. Ég varð nokkurskonar handlangari og lærlingur. Við fluttum inn í hrör- legan kofa. Smátt og smátt um- breyttist hann þó í snoturt hús, fallegt heimili og bæjarprýði. Við vorum sammála um að eitt hið nauðsynlegasta væri að út- búa sandkassa í garðinum. Það gerðum við eina kvöldstund. Unnar fór sér að engu óðslega en virti fyrir sér efniviðinn og staðinn sem valinn hafði verið. Þegar starfið hófst leyndi sér ekki að hann hafði þegar smíðað sandkassann í huganum, hugsað út í hverja spýtu, enda varð kassinn vönduð smíð sem enn stendur. Þannig gekk hann að hverju verki, stilltur og yfirveg- aður, og fann alltaf leið til að bæta alla hluti. Sandkassinn varð lengi leiksvæði barnanna okkar og margra annarra í hverfinu. Svona er minningin um Unn- ar: Hann var alltaf að bæta eitt- hvað. Það er ekki lítils virði í heimi þar sem alltaf er verið að skemma og eyðileggja. Slíkur maður gerir tilveruna auðugri og maður þakkar fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Skúli Pálsson. Elsku frændi, í dag kveðjum við þig með söknuði en svo innilega þakklátar fyrir þær samveru- stundir sem við áttum. Fyrst voru þær í Sultum þegar við heimsóttum ömmu og afa og þú sagðir okkur sögur af vertíðun- um sem þú varst á í Vestmanna- eyjum og Sandgerði, sögurnar voru fjölbreytilegar og misgáfu- legar. þegar þú fluttir til Húsavíkur eftir andlát afa bjóstu á Torginu hjá mömmu og pabba, samband ykkar var einstakt, gagnkvæm virðing og væntumþykja. Það var gaman að fylgjast með ykkur köllunum, þið nutuð þess að borða allt sem að mamma eldaði handa ykkur og settust svo í sitt- hvorn stólinn, annar tók í nefið, hinn tróð í pípu og svo byrjuðu búkhljóðin frá ykkur. Á þessum árum fengu börnin okkar að kynnast þér betur og alltaf þótti þeim gaman að hitta Inda frænda. Þú hafðir gaman að því að horfa á og tala um fótbolta Indriði Björnsson ✝ Indriði Björns-son fæddist 8. maí 1932. Hann lést 10. nóvember 2014. Indriði var jarð- sunginn 21. nóv- ember 2014. og varst mikill Liv- erpool-aðdáandi. Strákunum okkar þótti virkilega gam- an að spjalla við þig um þetta sameigin- lega áhugamál. Einnig þótti þeim vænt um það þegar þú komst á Húsa- víkurvöll og horfðir á þá spila með Völs- ungi. Síðustu árin bjóst þú á Dval- arheimilinu Hvammi, þar leið þér vel og starfsfólkið sem og vistmenn hafa sagt okkur að þín verði sárt saknað. Þó það hafi ekki farið mikið fyrir þér varstu sterkur persónuleiki með frá- bæran húmor, við sem þekktum þig fengum að njóta þess og fyrir það erum við ævinlega þakklát- ar. Eitt er víst að það verður tóm- legt hjá okkur um jólin en minn- ing þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku Indi frændi. Hljóð var þín gleði, hljóð þín raun. Hljóð eru bestu kynnin. Hljóð var þín för og hljóð þín laun. Hljóð eru vina minnin. (Björn Haraldsson.) Anna og Guðrún Ósk. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.