Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 100% hreinar Eggjahvítur Þú þekkir okkur á hananum Án allra aukaefna! Gerilsneyddu eggjahvíturnar frá Nesbú eru frábær valkostur í jólabaksturinn. Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbú. Ís le ns k framleiðsla Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Laugavegi 55 • S. 551 1040 • smartboutique.is Sendum frítt um allt land! JÓLATILBOÐ Herratrefill- og leðurhanskar Aðeins 4.950 kr. Refaskott og leðurhanskar Aðeins 12.490 kr. Margir litir í boði Rangt var farið með gerð fyrstu þotu Íslendinga á bls. 10 í Morg- unblaðinu sl. laugardag. Vélin sem um ræðir var af gerðinni Boeing 727 en ekki DC-4 eins og ranglega var farið með. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Fyrsta þota Íslend- inga Boeing 727 Taugar hans stóðust álagiðbetur,“ sagði WisvanathanAnand eftir að elleftu skákheimsmeistaraeinvígisins í Sochi lauk með sigri Magnúsar Carl- sen í 45 leikjum sem þar með hafði hlotið 6½ vinning gegn 4½ og þarf því ekki að tefla 12. skák einvígisins. Þrátt fyrir ósigurinn í gær var An- and afar vel undir þessa skák búinn en í 27. leik lét hann skiptamun af hendi og reyndist það afar misráðin ákvörðun þó að á yfirborðinu liti fórnin vel út. Á því augnabliki skák- arinnar höfðu áhangendur Magn- úsar miklar áhyggjur af stöðu hans en hann greip tækifærið sem Anand rétti honum og tefldi framhaldið óaðfinnanlega og knúði fram sigur með hárnákvæmum leikjum. Hann getur nú andað léttar því að al- þjóðaskáksambandið FIDE gerir ráð fyrir að næsta heimsmeistara- einvígi fari fram eftir tvö ár. Hverf- andi líkur eru taldar á því að Anand verði næsti áskorandi hans en Ind- verjinn svaraði þó spurningum fréttamanna eftir skákina í gær á þá leið að hann væri alls ekki hættur. Athyglin beinist nú að Ítalanum Fabiano Caruano sem fyrir nokkr- um vikum vann öflugt skákmót í Saint Louis í Bandaríkjunum með fáheyrðum yfirburðum. Í samanburði við sum önnur heimsmeistaraeinvígi telst þetta ein- vígi í besta falli miðlungi gott, kannski vegna þess hversu stutt það er. Það er einfaldlega söguleg stað- reynd að þau heimsmeistaraeinvígi sem samanstóðu af 24 skákum að undangengnu skipulögðu ferli svæðamóta, millisvæðamóta og áskorendaeinvígja heppnuðust yf- irleitt afar vel. Keppendur gátu tek- ið meiri áhættu í skákum sínum og svo dæmi sé tekið þá var einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972 sneisafullt af nýjum hug- myndum og afar flóknum stöðum svo ekki sé minnst á óvænta atburði utan skákborðsins. Magnús og An- and virtust hins vegar á stundum vera fastir í viðjum kerfisbundinna byrjana sem gáfu hugmyndafluginu ekki mikið pláss. Engum dylst að Magnús er verð- ugur heimsmeistari þótt hann hafi ekki náð sínu besta fram í einvíginu í Sochi. Og miklar breytingar hafa orðið á högum hans frá því hann kom hingað til Íslands í fyrsta sinn fyrir röskum tíu árum. Þá var hann tiltölulega lítt þekktur í heimalandi sínu en skákir sem hann tefldi við Anatolí Karpov og Garrí Kasparov á Reykjavík rapid-mótinu í mars 2004 breyttu því. Nú er hann þjóðhetja í Noregi og skákir hans eru í beinni útsendingu í sjónvarpi og á net- miðlum. Um það leyti ákváðu for- eldrar hans að leggja niður störf, selja bæði hús og bíl og fjölskyldan ferðaðist síðan víða um lönd til að styðja Magnús á framabraut skák- arinnar. Hann þótti lengi vel feiminn og óframfærinn og var af sumum tal- inn einhverfur en sá orðrómur var úr lausu lofti gripinn. Skákhæfni hans byggist á mögnuðu innsæi, bestu leikirnir virðast „koma til hans“ alveg áreynslulaust og lok ell- eftu skákarinnar í gær eru gott dæmi um það: 11. einvígisskák: Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. h3 Bd7 10. Rc3 h6 11. b3 Kc8 12. Bb2 c5 13. Had1 b6 14. Hfe1 Be6 15. Rd5 Magnús eftir lét Anand að tefla Berlínarvörnina í þriðja sinn í ein- víginu. Sú leið að leika riddaranum til d5 virðist ógnandi en veldur svarti engum sérstökum erf- iðleikum. 15. … g5 16. c4 Kb7 17. Kh2 a5 18. a4 Re7 19. g4 Rg6 20. Kg3 Be7 21. Rd2 Hhd8 22. Re4 Bf8 23. Ref6 b5! Magnaður leikur sem almennt var talinn uppfinning „tölvuheila“. Magnus vék sér undan því að taka þeirri áskorun sem í leiknum fólst, t.d. 24. axb5 a4! með sterkri gagn- sókn. 24. Bc3 bxa4 25. bxa4 Kc6 26. Kf3 Hdb8 Undirbýr að fórna skiptamun. Svartur gat tryggt sér góða stöðu með 26. … Be7 eða 26. … Bg7. 27. Ke4 27. … Hb4? Tapleikurinn. Magnús var greini- lega undir þessa fórn búinn. Betra var 27. … b3 og staðan er í jafnvægi. 28. Bxb4 cxb4 29. Rh5 Kb7 30. f4 gxf4 31. Rhxf4 Rxf4 32. Rxf4! Mun sterkara en 32. Kxf4 c6! 33. Re3 Kb6 og svartur má vel við una. 32. … Bxc4 33. Hd7! Eftir þetta verður stöðu svarts ekki bjargað. 33. … Ha6 34. Rd5 Hc6 35. Hxf7 Bc5 36. Hxc7+! Hxc7 37. Rxc7 Kc6. (Ekki gekk 37. … Kxc7 vegna 39. Hc1! t.d. 39. … b3 40. Hxc4 b3 41. Hxc5+ ásamt 42. Hb5 og vinnur b- peðið. 38. Rb5! Bxb5 39. axb5 Kxb5 40. e6 b3 41. Kd3 Be7 42. h4 a4 43. g5 hxg5 44. hxg5 a3 45. Kc3 – og þetta var síðasti leikur heimsmeistaraeinvígisins. Svörtu peðin komast ekki lengra og Anand gafst upp. Magnús vann lokaskákina og heldur heimsmeistaratitlinum næstu tvö árin Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Heimsmeistari Magnus Carlsen vann lokaskákina og Wisvanathan Anand. Um helgina hlaut Íslandsstofa verðlaun á hátíð The Guardian og Observer sem haldin var í borg- inni Agadir í Marokkó. Ingvar Örn Ingvarsson tók á móti verð- laununum fyrir hönd Íslands- stofu, en þau eru veitt árlega í nokkrum flokkum á grunni les- endakönnunar dagblaðsins The Gu- ardian til þeirra aðila er vinna að markaðssetningu áfangastaða. Síð- ast hlaut Íslandsstofa sambærileg verðlaun blaðsins árið 2012. Um 90 gestir sóttu hátíðina heim að þessu sinni og var það breska sjónvarps- og ævintýrakonan Helen Skelton sem sá um að veita hin eft- irsóttu verðlaun. Ísland var valið sem uppáhaldsáfanga- staður ferðalanga Ingvar Örn Ingvars- son og verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.