Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Það er fundur í fjárlaganefnd í fyrramálið. Þá verða þessar breyt- ingatillögur frá ríkisstjórninni ræddar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, varafor- maður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Áherslan er á að forgangsraða í þágu heilbrigðismála,“ sagði hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar í ræðu sinni á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokks- ins á Höfn í Hornafirði á laugardaginn. Endurreisa heilbrigðiskerfið „Nú í byrjun nýrrar viku munum við sjá að traustari stoðum verður rennt undir fjölmörg mikilvæg verkefni og stofnanir ríkisins. Þannig munu heilbrigðis- og menntastofnanir fá aukin framlög en einnig aðrar grunnstoðir eins og Landhelgisgæslan og mikilvæg verkefni á borð við lýðheilsuátak og byggðamál,“ sagði Sigmundur í ræðunni. Önnur umræða um fjár- lögin verður á fimmtudaginn. „Við erum að komast í stöðu til að bæta í og halda áfram endur- reisn heilbrigðiskerfisins. Það er þó mikilvægt að ekki gleymist í þeirri umræðu allri að þótt Landspítalinn sé gríðarlega mikilvæg stoð í heil- brigðiskerfinu er hann ekki heil- brigðiskerfið allt,“ sagði forsætis- ráðherra ennfremur. Breytingar á vask-frumvarpi Þá gerði forsætisráðherra breyt- ingar á virðisaukaskattskerfinu að umræðuefninu. Hann sagaði að þær myndu verða til þess að flestar vörur lækkuðu í verði og nauðsyn- leg lyf þá sérstaklega. „Þegar allt er talið á matvælaverð ekki að hækka vegna breytinganna um nema í mesta lagi 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauðsynleg lyf al- veg sérstaklega,“ sagði Sigmundur. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin fengi kynningu á tillögun- um seinnipartinn í dag. Taldi hann að um væri að ræða bæði efnislegar breytingar og tæknilegar og ýmsar útvíkkanir. „Það er búið að vinna töluvert mikið í frumvarpinu í ráðu- neytinu,“ sagði hann. Tíðindi í haftamálum Í ræðunni boðaði forsætisráð- herra einnig að til tíðinda væri að draga í haftamálunum. „Svigrúmið margumrædda vegna uppgjörs slitabúa bankanna, sem eru í eigu kröfuhafanna marg- umræddu, er þegar byrjað að myndast með skattlagningu sem nemur tugum milljarða á ári og telja má líklegt að það dragi enn frekar til tíðinda í haftamálum áður en langt um líður,“ sagði hann. Næstu dagar mundu hins vegar að mestu snúast um lagavinnuna. Tillögurnar sendar fjárlaganefnd  Forsætisráðherra boðaði aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála og Landhelgisgæslunnar  Forgangsraðað verður í þágu heilbrigðismála í fjárlögum, segir varaformaður fjárlaganefndar Morgunblaðið/Þórður Ræðir breytingar Fjárlaganefnd kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag. Hún tekur þá til afgreiðslu tillögur ríkisstjórnar um breytingar á fjárlögum. „Illmælgi, sleggjudómar og niður- rifstal hefur aldrei átt jafngreiða leið að almennri umræðu og nú. Að mestu leyti verður þetta til hjá fá- mennum hópi fólks sem er alls ekki er lýsandi fyrir samfélagið en tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og mjög neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í ræðu sem hann flutti á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á laugardaginn. Ummælin lét hann falla eftir að hafa vikið í ræðu sinni að mikilvægi þess að landsmenn hefðu trú á tækifærum Íslands. Hann sagði það spurningu um þjóðarhag að landsmenn lærðu að meta það sem væri gott á Íslandi. „Þjóð sem hefur ekki trú á sjálfri sér nær ekki árangri,“ sagði Sigmundur Davíð. Brengluð sýn gefur tóninn FORSÆTISRÁÐHERRA DEILIR Á NEIKVÆÐA UMRÆÐU Ósáttur Gagnrýndi neikvæða umræðu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Beinagrind steypireyðar sem rak á land á Skaga árið 2010 er nú geymd að mestu leyti í geymslu sem var leigð undir beinin í Keflavík. Eitthvað af beinum er geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ. Mikið verk er óunnið áður en grindin verður sýning- arhæf. Þorvaldur Þ. Björnsson, hamskeri hjá Nátt- úrufræðistofnun, hefur unnið að hreinsun og varð- veislu beinanna. Hann kvaðst hafa áætlað að það tæki tvö ár að fullhreinsa beinin sem innihéldu mikla fitu. Þorvaldur fékk afnot af tækjum Hvalstöðv- arinnar í Hvalfirði. Þau rúmuðu hálfa beinagrindina í einu og var hvor helmingur hreinsaður í þrjá mánuði. Hreinsunin fór þannig fram að beinin voru lögð í heitt vatn og látin kólna í því. Það dró fituna út og var þetta endurtekið aftur og aftur. Þorvaldur taldi að hann hefði þurft að fá enn lengri tíma til hreins- unarinnar. Mikil fita er enn í efnismestu beinunum og hún kemur út. Önnur bein eru orðin góð. Þorvaldur sagði að víða á söfnum erlendis smitaði fita enn úr jafnvel aldargömlum hvalabeinagrindum með tilheyrandi lykt og óþrifum. Hann sagði að þessi beinagrind væri ekki lengur jafn mikið fitumettuð þótt enn mætti finna smákeim af sumum beinunum. Ljóst er að gríðarmikil vinna verður við uppsetn- ingu 25 metra langrar beinagrindarinnar hvort held- ur hún verður hengd upp eða sett á undirstöður. Hanna þarf og smíða allt burðarvirki beinagrind- arinnar úr málmi. Þorvaldur sagði til dæmis að höf- uðkúpan vægi mörg hundruð kíló og hvert rifbein 15- 20 kg. Þræða þyrfti málmtein í gegnum hvert rifbein og hanna festingar þeirra við hryggsúluna. Þá þyrfti að útbúa festingar fyrir bægslin sem kæmu þar utan á. Þorvaldur sagði það hafa vakið furðu sína hvað mörg beinin hefðu verið mjúk og sum farið illa. Hann kvaðst hafa haft samband við Kanadamenn sem höfðu sett upp beinagrind af steypireyði. Þá komst hann að því að í Kanada höfðu menn leyst það vanda- mál með því að steypa eftirmyndir sumra beinanna úr plasti. Steypireyðurin geymd í Keflavík og Garðabæ Morgunblaðið/Ómar Steypireyður Þorvaldur Þór Björnsson hefur hreinsað beinin og lagfært. Gríðarmikil vinna verður að setja grindina upp. Fundi Félags prófessora og samn- inganefndar ríkisins var frestað á föstudag en þess í stað verður fundað í dag. „Fulltrúar ríkisins voru ekki reiðubúnir að mæta til fundar á föstudag og þess vegna var fundin- um frestað. Boltinn er hjá viðsemj- endum okkar. Við erum langt komn- ir með hugmyndir að kjarasamningi og báðir aðilar vita hvar hinn stend- ur. En við bíðum eftir viðbrögðum frá mennta- og fjármálaráðuneyt- inu,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, for- maður Félags prófessora. Hann seg- ir að samningamönnum hafi vaxið bjartsýni eftir því sem leið á síðustu viku. Því hafi það verið vonbrigði að ekkert hafi orðið úr fundi á föstudag. „Það er ekki gott að lesa í það en við vonumst til þess að hægt verði að stíga markviss skref á morgun. Við vonum enn að ekki komi til verk- falls,“ sagði Rúnar í gær. Félag pró- fessora hefur boðað til verkfalls 1.- 15. desember náist samningar ekki. vidar@mbl.is Vonbrigði að fundi hafi verið frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.