Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Að heyra vel er okkur öllum mikilvægt og ekki síst yfir hátíðirnar þegar fjölskylda, vinir og ættingjar hittast til aðeigagóðastundsaman.ALTAheyrnartækingeraþér kleiftaðheyraskýrtogáreynslulaustíöllumaðstæðum. ALTA eru fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon, búin þráðlausritækniogalgjörlegasjálfvirk. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á síðustu misserum hefur orðið vit- undarvakning í samfélaginu um stöðu fólks sem er á götunni og þarf stuðn- ing. Þjónustan verður æ betri og meiri og það er sífelld þróun á verk- efnum og úrræðum,“ segir Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráð- gjafi. Hún starfar hjá þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar sem sinn- ir miðborg og Hlíðum. Málefni utangarðsfólks hafa verið hennar sér- svið. Kveðst hún í þeim verkefnum að sumu leyti knúin áfram af hugsjón. Þörf á nýrri kortlagningu „Ég hef frá barnæsku haft áhuga á málefnum utangarðsfólks og fanga. Þegar ég kom úr fæðingarorlofi fyrir nokkrum árum var starf með ut- angarðsfólki í samstarfi við Dagsetur Hjálpræðishersins auglýst sem nýtt tilraunaverkefni hjá borginni. Ég sótti um og fékk. Áður hafði ég starf- að tengt þessum málaflokki í Konu- koti og í Kópavogsfangelsi,“ segir Guðrún Þorgerður. Árið 2012 lét velferðarsvið Reykja- víkurborgar kortleggja hagi og fjölda utangarðsfólks. Þá voru 179 ein- staklingar í Reykjavík á götunni, að stærstum hluta fólk 18 til 30 ára. Þörf er talin vera á nýrri kortlagningu nú og telur Guðrún að í dag séu nálægt 250 manns utangarðs. Ýmislegt hefur þó verið gert í þágu þessa fólks á síð- ustu misserum. Opnuð hafa verið heimili; smáhýsi og herbergjasambýli og nú nýlega bauðst fólki að flytja í stúdíóíbúðir. Njóta stuðnings frá sér- fræðingum alla virka daga á skrifstofu- tíma og í bakvaktarsíma á kvöldin og um helgar. Það úrræði er opnað í anda hugmyndafræði um Housing First. „Við störfum eftir hugmyndafræði sem gengur út á að minnka skaðann af því líferni sem einstaklingurinn lifir, hvort sem hann er persónulegur, fjár- hagslegur eða þá samfélagsins. Við mætum fólki með virðingu og réttur einstaklingsins er mikilvægastur,“ segir Guðrún Þorgerður sem hefur daglega viðveru í Dagsetri Hjálpræð- ishersins í Örfirisey. Þar er meðal ann- ars boðið upp á félagsráðgjöf, hjúkrun og iðju þar sem gestir geta eflt starfs- getu sína í ýmsu starfi. Þá er sam- starf við Borgarverði en það er fær- anlegt vettvangsteymi á vegum þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. „Nú erum við að þróa nýtt úrræði á Hringbraut í anda Housing First og erum með 9 manna sérfræðingateymi í kringum það svo og Borgarverði, Dagsetur og smáhýsin á Grand- anum,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Við höfum um hríð talað fyrir svo- kölluðu edrúskýli þar sem þeir ein- staklingar sem eru edrú, jafnvel að koma úr meðferð, geti fengið gistingu, nótt fyrir nótt í vímuefnalausu um- hverfi. Það vantar sannarlega fleiri áfangaheimili fyrir fólk sem er að koma úr meðferð. Það sem mér finnst þó mikil þörf á í Reykjavík er svokall- að sprautuherbergi eins og þekkist víða í Evrópu. Þar geta einstaklingar sem nota fíkniefni í æð, sprautað sig með hreinum búnaði. Á staðnum er þá sérþjálfað starfsfólk til að bregðast við ef fólk til dæmis tekur inn of stóra skammta.“ Dauðans alvara Frá því Guðrún Þorgerður hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þar sem Dagsetrið við Eyjaslóð er hennar heimahöfn, hefur hún sinnt þar um 400 manns á tæpum sex árum. Staða þess fólks er eins misjöfn og það er margt, en það segir sitt að úr þess- um stóra hóp eru rúmlega 30 látnir. „Þetta er grafalvarleg staða og dauðans alvara. Sem betur fer eru þó til dæmi um einstaklinga sem hafa al- veg snúið við blaðinu. Alkóhólismi er krónískur sjúkdómur og það er eðli- legasti hlutur í heimi að fólk misstígi sig og detti í neyslu. Eigi að síður býr það alltaf að þeim tíma sem það hefur náð að vera edrú sem styrkir það í að standa upp að nýju. Föllin verða skemmri og sumir hætta alveg,“ segir Guðrún Þorgerður og heldur áfram: Nálgast fólkið af auðmýkt „Hugsjón mín er fyrst og fremst að stuðla að almennri viðhorfsbreytingu í samfélaginu gagnvart málaflokkn- um sem leiðir þá af sér minni fordóma og betri lýðheilsu. Einnig vil ég vinna að breyttum viðhorfum meðal skjól- stæðinga sem misst hafa trú sína á kerfinu, sem þeir telja að hafi brugð- ist sér. Við höfum öll okkar réttindi og skyldur og eigum að vera með- vituð um hvort tveggja. Það er virð- ing fólgin í því að minna fólk á skyld- ur sínar og axla ábyrgð. Það er engum greiði gerður með ölm- usuhugsun og „aumingjavæðingu“ einstaklinga sem eru utangarðs. Nálgast ber málaflokkinn og fólkið af virðingu, nærgætni, auðmýkt og raunsæi.“ „Þetta er grafalvarleg staða“  Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráðgjafi sinnir utangarðsfólki fyrir Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Sigurður Bogi S Guðrún Þorgerður Nálgast ber fólkið af virðingu og nærgætni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þeir hrútar sem stóðu sig best á síðasta ári eru yfirleitt vinsælir. Svo koma alltaf einhverjir nýir sem miklar vonir eru bundnar við,“ segir Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Ráðgjafarmið- stöð landbúnaðarins um Hrútaskrá 2014-2015 sem komin er út og er venjulega fyrsta jólabókin hjá sauð- fjárbændum landsins. Í Hrútaskránni eru hrútar á sæð- ingastöðvum og sauðfjárbændum stendur til boða að nota í ár. Nú eru 47 hrútar í skránni, jafn margir og á síðasta ári. Alltaf eru einhverjar breytingar, nýjum hrútum sem lofa góðu er bætt við í stað hrúta sem notaðir hafa verið til fulls, reynst illa eða verið felldir vegna slysa. Nú eru á stöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi 30 hyrndir hrútar, þar af 11 nýir. Þar eru 12 kollóttir hrútar, þar af 9 sem komu fyrst inn á stöð í haust. Auk þess eru 5 hrútar sem hafðir eru með vegna sérstakra eiginleika, til dæmis vegna litaaf- brigða. Einn nýr forystuhrútur er í þeim hópi. Ærnar fara að ganga um miðjan nóvember og sumir bændur byrja að hleypa til undir mánaðamót en fengitíminn er þó í hámarki hjá flestum um eða upp úr miðjum des- ember. Æskilegt að sæða fleiri ær Sæðingastöðvarnar hefja af- greiðslu á fersku sæði 1. desember og senda það frá sér flesta daga fram undir jól. Þeir tveir hrútar sem reyndust best á síðasta ári, voru Bursti frá Hesti og Saumur frá Ytri-Skógum. Þeir áttu glæsilegustu lambahópana í haust þegar litið er til vaxtarlags. Báðir komu þeir nýir inn í fyrra og má búast við að þeir verði vinsælir í ár. Eyþór mælir þó með að bændur reyni sem flesta hrúta. Myndin breytist oft þegar meiri reynsla fæst af afkomendum hrútanna, sumir styrki stöðu sína en aðrir dali. Síðan séu efnilegir nýir hrútar í skránni, gripir sem komið hafi vel út úr af- kvæmaprófunum og eru með gott kynbótamat. „Það á að verða nokk- uð breiður toppur í þessu og vonar maður að notkunin verði jöfn,“ segir Eyþór. Misjafnt er hversu mikið bændur nota sæðingar við kynbótastarfið. Eyþór segir æskilegt að 10-15% ánna séu sædd. Í fyrra voru um 8% fullorðinna áa sædd. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Biðtími Annatími er framundan hjá hrútunum og eins og gott að þeir séu vel á sig komnir fyrir fengitímann sem er um eða upp úr miðjum desember. Bændur noti sem flesta hrúta  Vinsælir hrútar frá síðasta ári og efni- legir nýliðar í hrútaskránni 2014  Sauð- fjárræktarráðunautur vonar að notkunin verði sem jöfnust í jólamánuðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.