Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Umfangsmiklar breytingar standa yfir hjá Sensa hf. og samhliða er unnið hörðum höndum að stóru verkefni fyrir danska raftækja- framleiðandann Bang & Olufsen. Sensa sérhæfir sig í upplýsinga- tæknilegum innviðum fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið var stofn- að árið 2002 og fékkst framan af við ýmsa þjónustu á sviði IP-sam- skipta en síðan þá hefur starfsemin víkkað út í ýmsar áttir. Sensa hefur m.a. selt lausnir frá Cisco og er sk. „Gold Partner“ hjá bandaríska tæknirisanum. Síminn keypti Sensa árið 2007 og var fyrirtækið rekið sem sjálfstæð eining þar til nú í byrjun október: „Þá tilkynnti Síminn breytingar í skipulagningu fyrirtækisins, þar sem starfseminni er skipt í þrjá að- alhluta: upplýsingatækni, fjarskipti og afþreyingu. Við þetta rennur inn í Sensa allstór hópur starfsmanna sem áður heyrði undir Símann og verður Sensa með á sinni könnu alla rekstrarþjónustu og rekstr- arlausnir á borð við hýsingu, að ógleymdum Microsoft-lausnum,“ útskýrir Valgerður Hrund Skúla- dóttir, framkvæmdastjóri Sensa og einn stofnenda fyrirtækisins. Fyrir breytinguna voru starfs- menn Sensa um 30 talsins en með breyttu skipulagi færast u.þ.b. 90 manns til viðbótar undir starfsemi fyrirtækisins. Lítill hópur með stórt verkefni Sensa hefur einnig verið með starf- semi í Danmörku sl. sjö ár og fyrir tveimur árum varð vendipunktur í starfsemi Sensa AS þegar félagið hóf að þróa lausn fyrir Bang & Olufsen. Verkefnið hjá Bang & Olufsen felst í því að nýta sérþekk- ingu Sensa á sviði samþættingar samskiptalausna og þekkingu og reynslu í stýringum til að skapa nú- tímalegri og betri upplifun fyrir viðskiptavini í verslunum Bang & Olufsen um allan heim. „Ég veit að hjá Bang & Olufsen, þessu stóra og alþjóðlega fyr- irtæki, settu menn ákveðið spurningarmerki við að setja þetta verkefni í hendur fyrirtækis með aðeins um 30 starfsmenn, og ís- lensks fyrirtækis í ofanálag,“ út- skýrir Valgerður. „En svo kom fljótlega í ljós, þegar markaðurinn var skoðaður, að það eru ekki margir sem búa yfir nægilegri sér- fræðiþekkingu og reynslu á þessu sviði til að láta allt renna saman og ganga upp.“ Valgerður segir verkefnið byggja á þeirri nálgun sem á ensku er kölluð „the Internet of Things“ og endurspeglar að í dag geta vel- flest raftæki tengst og notað netið með einum eða öðrum hætti. Best er að lýsa því sem Sensa vinnur að með því að gefa dæmi um hvernig ásýnd verslana Bang & Olufsen breytist gagnvart viðskiptavin- inum: „Í dag kemur fólk inn í versl- unina og stendur máski andspænis heilum vegg af sjónvarpsskjám eða hljómflutningstækjum. Á við- skiptavininum dynur mikið áreiti, hann veit ekki endilega hvaða há- talarar eru að spila tónlistina sem hljómar um búðina og getur ekki stýrt því hvernig hann prófar og upplifir raftækin. Við byggjum upp margslungið kerfi sem tengir öll tæki verslunarinnar við netið. Í gegnum snjallsímann sinn getur viðskiptavinurinn síðan tengst net- kerfinu og á einfaldan hátt stýrt öllu sem í versluninni er að finna,“ útskýrir Valgerður. Skalanleg með fjarþjónustu Kerfið nýtist að sjálfsögðu líka starfsmönnum verslunarinnar sem hafa í gegnum símann eða annað snjalltæki stjórn yfir því sem fyrir augu ber á meðan þeir fylgja við- skiptavininum í gegnum versl- unina. „Lausnin er samþætt um all- an heim og skalanleg fyrir jafnt smáar sem stórar verslanir. Þegar búið er að setja kerfið upp getum við síðan þjónustað hverja verslun yfir netið, vaktað alla notkun og séð um hvers kyns viðhald án þess að þurfa að senda tæknimann á staðinn. Þetta þýðir aukið rekstr- aröryggi og lægri kostnað.“ Kerfið frá Sensa er nú smám saman að dreifast um allt versl- unarnet Bang & Olufsen. Er kerfið þegar í notkun í verslunum á Ind- landi og í Kína, í Hollandi og Þýskalandi, Bandaríkjunum og Danmörku. ai@mbl.is Ljósmynd/Bang & Olufsen Verslun Bang & Olufsen í Ostergade Búnaður Sensa er í dag í notkun í verslunum B&O um allan heim. Bang & Olufsen notar búnað frá Sensa Valgerður H. Skúladóttir Hjartað Stýrieiningin sem Sensa hefur sett saman og „talar við“ öll tækin. Evrópuþingið vill láta skipta tækni- risanum Google niður í smærri ein- ingar í nafni aukinnar samkeppni á leitarvélamarkaði. Þetta kemur fram í drögum að þingsályktun sem Fin- ancial Times hefur fengið aðgang að. Bloomberg segir frá samskonar skjali en tekur fram að þar sé Google ekki tilgreint sérstaklega þótt ljóst sé að hvaða fyrirtæki tillögur Evr- ópuþingsins myndu beinast. Segir FT að til greina komi, sam- kvæmt ályktuninni, að leitarvélar- þjónusta Google verði skilin frá ann- arri tekjuskapandi þjónustu bandaríska fyrirtækisins. Oettinger með áhyggjur Google hefur verið mjög í sviðs- ljósinu hjá Evrópusambandinu á þessu ári og þykja fulltrúar Þýska- lands innan ESB ganga hvað harðast fram gegn fyrirtækinu. Þjóðverjinn Günther Oettinger tók nýlega við stöðu framkvæmda- stjóra upplýsingamála hjá Evrópu- sambandinu og hefur hann bæði viðrað hugmyndir um að sekta Google fyrir að veita aðgang að höf- undarvörðu efni og að leitarvélaris- inn verði knúinn til að birta „hlut- lausar“ leitarniðurstöður. Oettinger hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum af því að Google vinni að þróun hug- búnaðar fyrir bíla. Hefur Google sætt rannsókn hjá framkvæmdastjórn ESB í fjölda ára. Google er í dag með meira en 90% markaðshlutdeild á leitarvélamark- aði fjölda Evrópulanda. Í vor úrskurðaði Evrópudómstóll- inn að einstaklingar ættu rétt á að „gleymast“, þ.e. að láta leitarvélar á borð við Google fjarlægja vísanir í tilteknar slóðir sem hafa að geyma persónulegar upplýsingar. ai@mbl.is ESB skoðar að kljúfa Google AFP Metnaður Google er með breiða starfsemi. Farsími frá Google Stjórnvöld í Brasilíu áætla að hagkerfi landsins muni vaxa um 0,5% á þessu ári, samkvæmt nýjustu spá brasilíska fjármálaráðuneytisins. Er þetta töluverð lækkun frá síð- ustu spá sem hljóðaði upp á 0,9% hagvöxt. Ráðuneytið hefur hækkað verðbólguspá ársins úr 6,2% upp í 6,45%. Að sögn MarketWatch er opinbera spáin bjartsýnni en spár einkageirans. Skoðanakönnun meðal hagfræðinga leiddi í ljós að þeir búast að jafnaði við 0,2% hagvexti. Árið 2013 var hagvöxtur í Brasilíu 2,5%. Reuters greinir frá að ríkisstjórnin muni í næstu viku kynna niðurskurðaráætlun fyrir komandi ár. The Economist fjallaði fyrr í nóvember um brasilísku niðursveifluna og rekur þróunina m.a. til ríkisstjórnar sósí- alistans Dilma Rousseff sem hafi á undanförnum árum stundað ýmis inngrip í einkageiranum og réðist í mikla út- gjaldaaukningu í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Þá bendir WSJ á að hægt hafi á vexti hjá mörgum við- skiptalöndum Brasilíu og dregið úr eftirspurn eftir útflutn- ingsvörum. ai@mbl.is Brasilía lækkar hagvaxtarspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.