Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2015, sem Elliði Vignisson bæjarstjóri kynnti á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku, kemur fram að áætlað er að útsvarstekjur bæjarins á næsta ári lækki um 208 milljónir króna, verði 1.720 milljónir í stað 1.928 millj- óna í ár. Elliði sagði í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyr- ir þetta stæði Vestmanna- eyjabær mjög vel fjárhags- lega enda búinn að greiða niður skuldir bæjarins um tæplega 3,5 milljarða króna frá árinu 2006. Vaxtaberandi skuldir sveitar- félagsins eru nú rúmlega 500 milljónir króna. Þurfum á góðri stöðu að halda „En þótt ég segi að fjárhagsleg staða sveit- arfélagsins sé mjög góð segi ég um leið að við þurfum á þeirri góðu stöðu að halda, því tekj- urnar eru að dragast saman,“ sagði Elliði. „Stóra myndin er sú,“ segir Elliði, „að upp úr 1990, þegar frjálsu framsali veiðiheimilda var komið á, bjuggu um fimm þúsund manns hér í Vestmannaeyjum. Hagræðingin sem varð í sjávarútvegi í kjölfar frjálsa framsals- ins kostaði okkur um 20% af íbúunum. Störf- um fækkaði í kjölfar hagræðingarinnar og þúsund manns fluttu burt frá Vestmannaeyj- um. Fækkunin stóð alveg til ársins 2007 en síðan gekk okkur mjög vel frá árinu 2007 til þessa árs. En nú erum við að horfa upp á það, að það er að koma ný hagræðingarbylgja í sjávarútvegi, sem þýðir bara færri störf. Bát- unum er að fækka og fjölskylduútgerðir heyra nánast orðið sögunni til. Hér eru bara eftir örfáar stórar útgerðir, með færri störf- um, sem þýðir bara færri útsvarsgreiðendur og minni tekjur.“ Elliði segir að hagræðingin í sjávarútvegi sé alltaf tekin út úr sjávarsam- félögunum. „Bara sem dæmi,“ segir Elliði, „ef við horfum á stoðkerfi sjávarútvegsins, þá eru 190 starfsmenn hjá Hafró (Hafrann- sóknastofnun – innskot blm.) en Hafró er með eitt og hálft stöðugildi hér í Vestmanna- eyjum. Restin er að megninu til í Reykjavík. Sömu sögu er að segja um nánast allt stoð- kerfi sjávarútvegsins. Á sama máta hefur gengið erfiðlega að ná fram nýsköpun og sprotastarfi í sjávarbyggðum. Þær eru enn nánast eingöngu hráefnisframleiðendur en sprotarnir verða til í öðrum og lægri póst- númerum. Maður spyr sig því: Er ekki einhvers stað- ar vitlaust gefið þegar 1,2% þjóðarinnar, þ.e. íbúar í Vestmannaeyjum, ná ekki að búa til nógu mörg störf út úr 13% aflaheimildanna? Útgerðir í Vestmannaeyjum halda utan um 13% aflaheimilda og í dag duga þessar heim- ildir ekki til þess að viðhalda fjögur þúsund manna bæjarfélagi.“ Viðbótarverðmætasköpun Elliði spyr hvort þetta sé ekki eitt af þeim atriðum sem fara þyrfti yfir í umræðum um sjávarútveg. „Við þurfum að ræða það hvar arðurinn af auðlindinni kemur fram og hvort við þurfum ekki að stuðla að því að nýsköpun og sprotastarfsemi fái frið í því skattaum- hverfi sem fyrirtækin eru sett í. Er ekki eðli- legt að í stað þessara átta til tíu milljarða króna sem við tökum út úr sjávarútveginum á ári með sértækum sköttum, og setjum inn í samneysluna, verði eitthvað af því fjármagni eftir sem skattahvati hjá fyrirtækjunum til þess að starfa að nýsköpun og framþróun, því í dag erum við nánast eingöngu hráefnis- framleiðandi? Það er enda alveg ljóst að framtíðaruppbygging sjávarútvegs liggur ekki í auknu hráefni heldur þeim viðbótar- verðmætum sem við getum skapað. Á sama máta liggur framtíð sjávarbyggða ekki í byggðakvóta og sértækum aðgerðum heldur í því að fyrirtækin sem þar eru fái hvata til að vaxa og dafna á forsendum nýsköpunar og virðisauka. Þannig verða til störf og verð- mæti. Þannig fær þjóðin helst sinn arð. Þann- ig viðhöldum við helst byggð í landinu,“ segir Elliði. Síst meiri vorkunn en öðrum Elliði var spurður hvernig bærinn þyrfti að bregðast við rúmlega 200 milljóna minni út- svarstekjum á næsta ári: „Við njótum nátt- úrlega góðs af því núna að hafa undirbúið erf- iðari tíma, að við erum fjárhagslega sterk – við erum ekkert á vonarvöl. Við skuldum lítið, liðlega 500 milljónir í vaxtaberandi skuldum. Þessi samdráttur í tekjum þýðir engu að síð- ur það, að við þurfum að fara vandlega yfir rekstur okkar. Við þyrftum helst að skera grunnrekstur sveitarfélagsins á næsta ári um 60 milljónir króna eða svo. Auk þess eru tæk- færi okkar til þess að standa í dýrum fram- kvæmdum minni, með lægri tekjum. Okkur hér í Eyjum er þó síst meiri vorkunn en öðr- um þegar litið er til stöðu sjávarbyggða. Vandi þeirra er almennt mikill og víðast meiri en hér. Það er því þyngra en tárum taki ef ríkið telur að réttu viðbrögðin séu að hækka skatta og skila honum til baka í formi styrkja til okkar sem veikra byggða. Við vilj- um heldur frið til að vaxa og dafna. Við viljum sátt um aukna áherslu á nýsköpun og virð- isauka. Við viljum að hagkvæmnin í sjávar- útvegi komi ekki fram í formi færri starfa í sjávarbyggðum heldur fleiri,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Útsvarstekjur dragast saman  Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur að einhvers staðar „sé vitlaust gefið“  Vill að meira af arðinum í sjávarútvegi verði eftir í greininni til þess að efla nýsköpun og sprotafyrirtæki Elliði Vignisson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landbrot hefur lítið verið undanfarin ár á ströndinni framan við Jökuls- árlón. Frá 2011 hefur ströndin þó sums staðar brotnað um 10 metra en annars staðar færst út um sömu vegalend. Grafið hefur úr botni Jök- ulsár og þarf að aka meira efni í grjótþröskulda sem eru beggja vegna brúarinnar. Mikið landbrot var á sjávarströnd- inni framan við Jökulsárlón á Breiða- merkursandi á síðustu öld. Í grein sem Helgi Jóhannesson, sem þá var verkfræðingur hjá Vegagerðinni, Sigurður Sigurðarson, verkfræð- ingur hjá Siglingastofnun, og Gísli Viggósson, þáverandi forstöðumaður þróunar hjá Siglingastofnun, birtu í Árbók Verkfræðingafélags Íslands 2006 kemur fram að landbrotið hafi verið 770 metrar á árunum 1904 til 2003, eða 8 metrar að meðaltali á ári. Á sumum tímabilum var landbrotið mun meira, eða yfir 20 metrar á ári. Vegna hraða landbrotsins voru mikilvæg mannvirki talin í hættu, hringvegurinn ásamt brúnni á Jök- ulsá, byggðalínan og raflína í Öræfi. Gerðar voru áætlanir um viðbrögð ef landbrotið héldi áfram með sama hraða. Færa átti veglínuna austan við Jökulsárbrú ofar í landið sem og Byggðalínuna. Jafnframt var hafist handa við að verja bakka árinnar og ströndina. Síðar hafa komið fram hugmyndir um að það gæti verið neyðarúrræði að stífla Jökulsá og byggja nýja brú á gamlan farveg ár- innar. Strandvarnir raunhæf lausn Helgi og félagar hans komust að þeirri niðurstöðu að strandvarnir væru raunhæf lausn. Hægt væri að verja mannvirkin með grjótvörn. Þá hafði þegar verið lagt í töluverðan kostnað við varnir vegna mikils rofs sem varð á bökkum og botni árinnar í flóði haustið 2002. Bakkarnir voru varðir frá lóni til sjávar. Þá voru gerðir tveir grjótþröskuldar yfir far- veg árinnar, 100 metra ofan og neðan við brú, til að draga úr rofi á árbotn- inum, draga úr innstreymi sjávar inn í lónið og koma í veg fyrir að stórir ísjakar bærust að brúnni. Var hug- myndin að þessar varnir gætu nýst sem fyrsti áfangi strandvarna. Teikn- uð var ný veglína austan Jökulsár sem nýtir núverandi brú en er samt eins fjarri sjónum og kostur er. Skil- greind var ný varnarlína fyrir þá veglínu og byggður varnargarður í lægð neðan við veglínuna. Verkfræðingarnir gerðu ráð fyrir að haldið yrði áfram við strandvarn- irnar á næstu árum og þær myndu kosta 750 milljónir á þágildandi verð- lagi. Þá gætu þær dugað í um það bil fimmtíu ár eða til ársins 2050. Forsenda fyrir niðurstöðu þeirra um að hægt væri að verja mann- virkin var meðal annars sú að veru- legt landris yrði á þessu svæði í framtíðinni vegna bráðnunar Vatna- jökuls og það myndi vinna á móti landbrotinu. Áætlað var að landrisið leiddi til þess að ströndin brotnaði um þremur metrum minna á ári að meðaltali en ella. Ekki komið að færslu vegar Rofhraðinn hefur farið minnkandi, væntanlega af þessum sökum, og er búist við að sú þróun haldi áfram. Samkvæmt upplýsingum Rögnvalds Gunnarsson, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, sýna mælingar sem gerðar hafa verið á þessu ári að sjór- inn hefur sums staðar étið sig um 10 metra inn í landið á fjórum árum en annars staðar hefur landið færst 10 metra út. Heildarbreytingin er því óveruleg. Sá tími er því ekki að nálg- ast að færa þurfi veginn í fyrirhug- aða veglínu. Byggðalínan er sjávarmegin við veginn og lét Landsnet nýlega flytja hana á kafla austan við Jökulsá ofar í landið en þó ekki eins langt og áður var áformað. Rögnvaldur segir að farvegur Jök- ulsár sé mældur á hverju ári og reynt að halda grjótvörninni við. Ákveðnar breytingar hafa orðið frá síðasta ári. Efri grjótþröskuldurinn hefur haldið sér í sömu hæð en ísinn virðist hafa jafnað hann út eða fært til á köflum. Hins vegar hefur botn- inn grafið sig ofan við neðri þrösk- uldinn. Segir Rögnvaldur að und- irbúa þurfi frekari grjótflutninga út í ána. Jökulsárbrú er einbreið. End- urnýjun hennar er ekki á vegaáætl- un, eins langt og augað eygir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Varnargarður Jökulsárbrú er einbreið en endurnýjun er ekki á vegaáætlun. Dregur úr landbroti  Landris undan Vatnajökli hamlar gegn ágangi sjávar á ströndinni utan við Jökulsárlón  Grjótvarnir taldar duga til að verja mannvirki  Mælingar sýna breytingar á botni Jökulsár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.