Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku Haustfundur Landsvirkjunar 25. nóvember 2014 kl. 14-16 í Silfurbergi Hörpu Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum munum við fjalla um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ávarp Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri Endurnýjanlegir orkugjafar og nýir virkjanakostir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vatnsaflskostir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku Vindorkukostir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Jarðvarmakostir Umræður Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður #lvhaustfundur Sex mál hafa komið upp þar sem lögregla hefur gert at- hugasemd við mynsturdýpt dekkja síðan ný reglugerð þess efnis var tekin í notkun hinn 1. nóvember. Einu máli hefur verið lokið með sekt- argreiðslu en fimm eru enn í sekt- armeðferð. Við reglugerðarbreyt- inguna þurfa dekk að lágmarki að hafa 1,6 millimetra mynsturdýpt á sumrin en þriggja millimetra á vet- urna. Sé mynsturdýptin ekki næg er lögreglu heimilt að sekta um 5.000 krónur fyrir hvert dekk. Sektin getur því að hámarki verið 20 þús- und krónur. „Lögreglan notar til þessa mynsturdýptarmæla eins og dekkjaverkstæðin nota,“ segir Guð- brandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hart tekið á í fyrstu Hann segir að allir lögreglumenn í umferðardeild séu með mælana meðferðis. Þau skilaboð hafi verið látin ganga til lögreglumanna að taka ekki mjög hart á óhæfum hjól- börðum á meðan fólk væri að átta sig á því að reglugerðin hefði geng- ið í gildi. „Við förum rólega af stað á meðan fólk er að átta sig á breyt- ingunni. En hjá sumum ökumönn- um er þetta algjörlega óhæft og þá þarf að sekta,“ segir Guðbrandur. Hann gerir ráð fyrir því að harðar verði tekið á óhæfum hjólbörðum þegar færð tekur að spillast. Samkvæmt upplýsingum frá þremur dekkjaverkstæðum hefur komum ökumanna sem skipta um hjólbarða ekki fjölgað teljanlega frá því reglugerðin tók gildi miðað við fyrri ár. Getur breytt forsendum greiðslu tryggingabóta Fjóla Guðjónsdóttir hjá forvarn- ardeild Sjóvár segir að fyrir tilstilli nýju reglugerðarinnar geti for- sendur tjónabóta vegna umferð- arslysa breyst. „Nú þegar búið er að færa mörkin í 3 millimetra þá getur það haft áhrif þegar kemur að því að fá tjónið bætt. Það er ekk- ert óeðlilegt við það. Svona eru kröfurnar og ef bíllinn er vanbúinn er það eitthvað sem taka þarf tillit til þegar ákveða þarf bótaskylduna, alveg eins og t.d. þegar við skoðum hvort viðkomandi hafi farið yfir á rauðu ljósi, eða hvort bíllinn hafi verið ljóslaus,“ segir Fjóla. vid- ar@mbl.is Sex fengið dekkjasekt  Sektin að hámarki 20 þúsund krónur Slitið dekk Hart verður tekið á óhæf- um hjólbörðum. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Kokkalandslið Íslands hefur hafið keppni í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúx- emborg. Í gær var keppt í heitum réttum en þá hafði sex manna hópur landsliðsins sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. Landsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í mat- argerðina og var það sérstaklega flutt á keppnisstað. Á matseðlinum var meðal annars hægeldaður ís- lenskur þorskur, pönnusteiktur humar, grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og tungu. Á keppnisstað má finna nokkur fullbúin eldhús fyrir landsliðin þar sem keppt er á hverjum degi í fimm daga. Landsliðin frá Sviss, Hollandi, Ítalíu, Kýpur og Suður-Kóreu kepptu á sama tíma og íslenska landsliðið í gær en alls keppa lands- lið frá 56 löndum í nokkrum keppn- um. Búist er við hátt í 45 þúsund gestum í keppnishöllina meðan á keppninni stendur. Keppnin fer fram dagana 22. til 27. nóvember og má því vænta úrslita á næstu dög- um. 45 þúsund gestir Ljósmynd/Sveinbjörn Úlfarsson Keppni Landsliðin frá Sviss, Hollandi, Ítalíu, Kýpur og Suður-Kóreu kepptu á sama tíma og íslenska landsliðið.  Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu hafin  Ísland etur m.a. kappi við Ítali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.