Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikið hefurveriðrætt og ritað um eðli al- þjóðasamfélags- ins frá lokum kalda stríðsins. Á einu auga- bragði breyttist alþjóðakerfið úr tvípóla heimi yfir í kerfi þar sem Bandaríkin voru hið eina sanna risaveldi, sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra, og önnur stórveldi heimsins hafa þurft að láta sér lynda að búa við bandarískan frið. Það þarf því varla að koma á óvart að Rússar, sem um skeið hafa tortryggt vestur- veldin, og Kínverjar, sem telja að auknum efnahags- mætti sínum eigi að fylgja stærra hlutverk á alþjóða- sviði, komi sér nú saman um aukið samstarf á hernaðar- sviðinu, og taki jafnvel til við sameiginlegar heræfingar, sem augljóslega eru ætlaðar sem skilaboð til Washington. Í sérstakri yfirlýsingu Ser- geis Shoigu, varnarmálaráð- herra Rússlands, var meira að segja sérstaklega tekið fram að ríkin tvö hefðu „áhyggjur af tilraunum Bandaríkjamanna til að auka hernaðarleg og pólitísk áhrif sín á Asíu- og Kyrrahafs- svæðinu.“ Raunar hefur slíkt sam- starf nánast legið í loftinu um skeið. Samskipti ríkjanna nú eru meiri og betri en þau hafa verið frá því að það kastaðist í kekki á milli þeirra Maós og Krjústjoffs í upphafi sjöunda áratugar síð- ustu aldar. Á vettvangi ör- yggisráðsins kemst vart hníf- urinn á milli þeirra, og refsiaðgerðir vesturveldanna gagnvart Rússum vegna Úkraínudeilunnar hafa ýtt undir frekari viðskipti Rússa og Kínverja. Slíkt hentar Kín- verjum líka, þar sem Obama hefur ekki viljað hafa þá með í fyrirhuguðu efnahags- samstarfi sem Bandaríkin hafa reynt að koma á með öðrum ríkjum Kyrrahafsins. Þessi samdráttur milli tveggja ríkja, sem ekki una stöðu sinni innan núverandi heimsmyndar, hlýtur að valda nokkrum ugg í Washington. Saman hafa Rússar og Kín- verjar nægan slagkraft til þess að láta finna vel fyrir sér, hvort sem það er í efna- hagslegu eða hernaðarlegu tilliti. Slettist ekki upp á vin- skapinn að nýju gætu vest- urveldin því átt erfitt með að halda áhrifum sínum og óbreyttu ástandi í alþjóða- málum, ekki síst þegar haft er í huga að stöðugt er þrýst á um að draga úr útgjöldum til varnarmála á Vesturlöndum. Rússar og Kínverjar mynda öxul gegn Bandaríkjunum} Frá Moskvu til Peking David Camer-on, forsætis- ráðherra Breta, varð fyrir enn einu áfallinu í lið- inni viku, þegar flokkur hans tapaði öðru þingsæti yfir til Breska sjálf- stæðisflokksins, UKIP, í aukakosningum. Kosninga- baráttan var harðari en geng- ur og gerist og Cameron lagði mikið undir, en náði þó aðeins öðru sæti í áður öruggu vígi Íhaldsflokksins. UKIP hefur með sigri stað- fest stöðu sína sem hinn mikli friðarspillir breskra stjórn- mála, því að sigur þeirra byggðist ekki eingöngu á „stolnum“ atkvæðum frá íhaldsmönnum, heldur sóttu þeir einnig mikið fylgi til stuðningsmanna Verka- mannaflokksins, sem lang- þreyttir eru á Evrópustefnu síns flokks. Forsvarsmenn UKIP horfa til næstu þingkosninga með nokkurri tilhlökkun, en þeir þurfa að gæta sín á því að fagna ekki of snemma. Árang- ur í aukaþing- kosningum getur verið viss vísbend- ing um stöðu mála, en þarf þó ekki að segja neitt um hvern leiðtoganna breskir kjósendur telja hæfastan til þess að sitja í Downingstræti 10. Íhaldsmenn eru þegar farnir að blása út þau skila- boð að hvert atkvæði greitt UKIP sé atkvæði greitt Ed Miliband, hinum óvinsæla leiðtoga Verkamannaflokks- ins, og keyrt verður hart á þau skilaboð fram til kosning- anna í maí næstkomandi. En þótt aukaþingkosningar lúti að sumu leyti öðrum lög- málum en almennar þing- kosningar eru úrslitin skýr skilaboð til Camerons um að núverandi Evrópustefna Íhaldsmanna falli grasrót flokksins ekki vel í geð. Hann reynir að fara bil beggja en sú stefna – eða stefnuleysi – gæti orðið til þess að Verka- mannaflokkurinn fái stjórn- artaumana nánast af sjálfu sér. UKIP tekur frá báðum stóru flokkunum} Friðarspillirinn Þ að er launfyndið þegar ákafir sölu- menn rífa upp penna og garga í fyrirlestrarkennslu í sölu- mennsku: „Seljið mér þennan penna.“ Úlfurinn á Wall Street svokallaði, Jordan Belfort, sem Leonardo Di- Caprio lék í kvikmynd um þann lúðulaka, stundaði svona sölumennsku og kenndi öðr- um hana; að það væri hægt að selja allt, ágengni væri lykilatriðið. Ég hef einhvern tímann setið undir svona „kennslu“, ekki hjá Jordan Belfort að vísu, en svo er þetta líka stef í bíómyndum sem sýna eiga þessa ákveðnu gerð sölumanna í ein- hverju samhengi svo þennan trylling hefur maður séð oftar en einu sinni. Vert er að taka fram að heiðvirðir sölu- menn, sem flestir eru, eiga ekkert nema góð orð skilið, það er minna um að þeir gangi hús úr húsi með bækur og kassettur í ferðatösku, fyrir mörgum árum var meira um það, en slíkt starf krefst úthalds og yfirleitt var það dugnaðarfólkið sem drýgði tekjurnar umfram fullan vinnudag sem stóð í því. Þá er ekkert grín að hringja á kvöldin, í þau fáu númer sem eru enn skráð í símaskrá sem númer sem má hringja í og reyna að selja örþreyttu og úrillu fólki bækur og áskriftir. Það er líka aðeins fyrir þá duglegu. En ég er ekki að fjalla um þessa gerð sölumennsku heldur þessa brjáluðu, yfirgangssömu og ókurteisu, þessa þar sem sölumaðurinn les ekki í samskiptin, kann ekki mörkin, hvað er við hæfi og hvenær er komið nóg og veður áfram með offorsi. Og hún er engan veginn stund- uð í sölusímtölum eða farandsölu heldur bara í verslunum, hjá keðjum sem mala gull. Domino’s hefur fikrað sig inn á þessa braut, með því að bjóða ískalt kók – ekki að það sé ekki sjálfsagt að veitingastaðir bjóði drykki með, algjörlega, en það eru þessi áköfu lýsingaorð sem er skeytt framan við það sem verið er að bjóða og gera mann, að minnsta kosti undirritaða, fráhverfan. Lýs- ingarorðið einhvern veginn afhjúpar ákaf- ann í því að selja mér. Í minni daglegu för í ákveðna verslun, þar sem ég lagði nokkrar vörur á afgreiðslu- borðið og hugðist greiða fyrir, var ég spurð hvort ég vildi kaupa aðra vöru líka – alls óskylda því sem ég var að kaupa. Já, hvort það væri ekki tilvalið að fá sér ljúffengt súkkulaðistykki af ákveðinni gerð í eftirrétt (ekki ókeyp- is, fyrir upphæð sem hann tilgreindi). Ég varð svo hissa, fannst þessi ágengni pínu ókurteis, en lét gott heita. Þegar ég hafði lent í þessu í þrígang fannst mér vissum vinalegum, heiðarlegum, heim- ilislegum og ánægjulegum samskiptum, sem höfðu aldrei einkennst af áreitni, við þessa verslun lokið. Ég hef held- ur ekki tíma til að segja „nei, takk“ endalaust það sem eftir er lífs míns. En kannski ætti maður bara að bjóða eitthvað á móti; „Nei, takk, en má bjóða versluninni að gefa mér afslátt?“ Bara smá greiði á móti greiða. Auðvit- að er ekki við afgreiðslufólkið sjálft að sakast en versl- unareigendur mættu endurskoða þessa rugluðu hug- mynd sem einhver hærra settur fékk. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir Pistill Vondar hugmyndir hærra settra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslandsbanki kynnti á dögunumnýja tegund greiðslukorta-viðskipta, svokallaðar snerti-lausar greiðslur. Með þeim geta notendur greitt fyrir vöru með því að bera kortið upp að kortalesara án snertingar. Ekkert pin-númer Við þessar breytingar verður út- gáfu á Visa-greiðslukortum hætt hjá Íslandsbanka og mun Mastercard al- farið sjá um greiðslukortaviðskipti. „Við tókum þá ákvörðun á síðasta ári að fara í útboð og velja eitt kortafyr- irtæki og einn vinnsluaðila. Master- card varð fyrir valinu og Borgun mun sjá um að vera bakland bankans í vinnslunni,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður ÍSB- korta hjá Íslandsbanka. „Þessi tækni er sérsniðin að þeim söluaðilum sem óskað hafa eftir hraðari afgreiðslu. Ísland er þegar orðið seðlalaust þjóð- félag og því er kannski ekki eins mikil þörf fyrir þetta hérna og sums staðar annars staðar. En við sjáum að þetta getur nýst mjög vel þar sem um er að ræða lágar fjárhæðir, t.d. á sund- stöðum, skyndibitastöðum, strætó, kvikmyndahúsum og fleiri stöðum. Hámarksúttekt er 4.200 krónur og þú þarft ekki að setja inn pin-númerið ef upphæðin er lægri en svo,“ segir Sveinbjörn. Undanfari símaviðskipta Hann segir að þessi tækni hafi ver- ið fyrir hendi í Bretlandi undanfarin sjö ár en nú eigi fyrst að taka hana upp á Íslandi. „Greiðslur með símum eru það sem má flokka undir það allra nýjasta. Nú er Apple að slá öll sölu- met á nýja símanum og þeir eru byrj- aðir að nota hann sem greiðslumiðil. Hluti þeirra viðskipta fer í gegnum kortarisana og hefur Apple samið við þá alla. Bandaríkin eru þegar í mikl- um prófunum á greiðslu með síma. En áður en við getum flutt okkar við- skipti yfir í símann beint ætlum við að byrja á þessari leið þótt virknin sé í grunnatriðum sú sama,“ segir Svein- björn. Hann segir að tíðni snertil- ausra færslna hafi tvöfaldast í Bret- landi á þessu ári. „Það er sérstaklega áberandi í strætóviðskiptum. Með þessu nærðu að selja vöruna á meiri hraða. Þetta hefur líka gefið góða raun á lestarstöðvum og við sjálf- sala,“ segir Sveinbjörn. Hann segir öryggi tryggt með nýju kortunum. „Örgjörvinn er samtengdur kortinu og um leið og kortið er tilkynnt glatað lokast snertilausa virknin um leið. Þetta öryggi hefur verið margprófað um allan heim,“ segir Sveinbjörn. Allir viðskiptavinir fá ný kort og að sögn Sveinbjörns munu þeir ekki bera kostnað af því. Boðið verður upp á þá nýbreytni að viðskiptavinir geta sjálfir breytt PIN-númerinu sem fylgir kortinu. Leggja grunn undir notkun símagreiðslna Morgunblaðið/Ómar Íslandsbanki Snertilausar greiðslur eru til þess gerðar að auka hraða í við- skiptum. Öryggisins vegna getur hver greiðsla að hámarki verið 4.200 kr. Að sögn Sveinbjörns hafa borist tugir fyrirspurna þar sem viðskiptavinir óska eftir að fá upplýsingar um það hvers vegna ekki verður hægt að nota Visa-kort úr vöruborði bankans. „Þetta eru við- skiptavinir sem óskað hafa eftir skýringu; bæði viðskiptavinir sem eru ósáttir við ákvörðunina og þeir sem einungis óska eftir upplýsingum,“ segir Sveinbjörn. Íslandsbanki á rúman 60% hlut í Borg- un en Sveinbjörn segir það ekki hafa haft áhrif þegar ákvörðun var tekin um hvort Borgun eða Valitor yrði fyrir valinu. „Við horfðum ekki bara á útboðið út frá fjárhagslegum þáttum. Við horfðum líka á þjónustustig, hver framtíðarsýn Mastercard væri varðandi tæknilegu hliðina. En það er oft erfitt að meta huglæga þætti. Við sem tókum þátt í þessari vinnu fengum óháðan aðila til að meta hagkvæmnina þegar gögnin lágu fyrir. Í þessu tilviki fengum við end- urskoðendafyrirtækið KPMG til að fara yfir þetta því við vildum tryggja að eignarhlutur hjá Borgun myndi ekki trufla neitt við ákvörðunina.“ Segir eignarhlut í Borgun ekki hafa haft áhrif á útboð TUGIR FYRIRSPURNA FRÁ VIÐSKIPTAVINUM Sveinbjörn Snorri Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.