Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 23
ýmsum stórum iðnaðarverkefnum, s.s. Becromal á Akureyri og stend- ur að uppbyggingu kísilmálverk- smiðjunnar ThorSil í Helguvík. Sigursæll stjórnmálamaður Eyþór var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1998-2002 og sat m.a. í hafnarstjórn Reykjavíkur, menn- ingarmálanefnd, fræðsluráði og at- vinnumálanefnd. Hann sat í bæj- arstjórn Árborgar 2006-2014, var formaður bæjarráðs 2010-2014, for- maður skipulags-, umhverfis- og bygginganefndar. Hann var oddviti sjálfstæðismanna í Árborg frá 2006 er flokkurinn jók fylgi sitt úr 24% í 40,1% og síðan í 50,1% árið 2010. Þá var hann kosningastjóri listans og sat í heiðurssæti hans á þessu ári er flokkurinn komst í 51 % fylgi. Áhugamálin snúast að sjálfsögðu um tónlist og stjórnmál. En einhver önnur áhugamál hjá Eyþóri? „Ég hreyfi mig reglulega, annað- hvort í ræktinni eða fer í göngu- túra. Ég lít hins vegar ekki á hreyf- inguna sem brennandi áhugamál. Hún er frekar hluti af þess að við- halda heilbrigði og vellíðan. Ég var sílesandi vísindanörd á æskuárunum, gleypti í mig ævisög- ur, skáldsögur, Tom Swift-bæk- urnar og bækur um stjarneðlis- fræði. Ég er enn við sama heygarðs- hornið og les t.d. það sem ég kemst yfir um gervigreind. Ég er hins vegar hættur í vísindaskáldsög- unum. Vísindin sjálf eru svo spenn- andi í dag að þau jafnast á við skáldsögur.“ Fjölskylda Eiginkona Eyþórs er Dagmar Una Ólafsdóttir, f. 1.6. 1981, jóga- kennari. Foreldrar hennar eru Ólaf- ur Gústafsson, f. 12.1. 1942, raf- eindavirki í Reykjavík, og Ólína Klara Jóhannsdóttir, f. 26.2. 1947, fyrrverandi starfsmaður hjá Flug- leiðum. Börn Eyþórs og Dagmarar eru Jón Starkaður Laxdal Arnalds, f. 26.12. 2007; Þjóðrekur Hrafn Lax- dal Arnalds, f. 13.7. 2009. Börn Eyþórs frá því áður eru Ari Elías Arnalds, f. 20.1. 2001, og Guð- rún Sigríður Arnalds, f. 15.10. 2003. Systir Eyþórs er Bergljót Arn- alds, f. 15.10. 1968, rithöfundur. Foreldrar Eyþórs: Jón Laxdal Arnalds, f. 28.1. 1935, d. 2.1. 2011, ráðuneytisstjóri og borgardómari, og Sigríður Eyþórsdóttir, f. 21.8. 1940, kennari og leikstjóri. Úr frændgarði Eyþórs Arnalds Eyþór Arnalds Ingibjörg Jónsdóttir húsfr., frá Þórisdal í Lóni Guðmundur Jónsson b. í Nesi í Selvogi Bergljót Guðmundsdóttir húsfr. og kennari í Torfabæ og Rvík Eyþór Þórðarson b. í Torfabæ í Selvogshreppi, síðar í Rvík Sigríður Eyþórsdóttir leiklistarkennari Eydís Þorsteinsdóttir húsfr., frá Hala í Arnar- bælishverfi í Ölfusi Þórður Erlendsson b. í Hlíð í Selvogi Ragnar Arnalds rithöfundur og fyrrv. alþm. og ráðherra dr. Ólafur Arnalds prófessor við LBHÍ Einar Arnalds hæstaréttardómari Kristín Arnalds skólameistari FB Þorsteinn Arnalds forstj. BÚR Ragnar H. Kvaran landkynnir Steingrímur Matthíasson læknir á Akureyri Ingibjörg Eyþórsdóttir húsfr. Guðmundur Pétursson fyrrv. forstöðum á Keldum Þórður Eyþórsson hvalveiðiskipstj. Ari Guðmundsson ráðsm. á Korpúlfsstöðum Guðmundur Arason læknir Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari og skólastjóri Ævar R. Kvaran leikari Gunnar Kvaran sellóleikari Ari Arnalds verk- fræðingur Einar Arnalds ritstjóri Ólöf Arnalds söngkona dr. Andrés Arnalds fagmálastj Ólafur Arnalds tónskáld Elín Laxdal tónlistarkennari í Rvík, dóttir Matthíasar Jochumssonar skálds, bróður Eggerts, langafa Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara Jón Laxdal tónskáld í Rvík Guðrún Laxdal kaupkona í Rvík Sigurður Arnalds stórkaupm. og útg. í Rvík Jón Laxdal Arnalds ráðuneytisstj. og borgardómari Ari Arnalds sýslum. og bæjarfógeti á Seyðisfirði Matthildur Kvaran kennari, dóttir Einars H. Kvaran rithöfundar Guðrún Arnalds hómópati og jógakennari Helga Arnalds myndlisgtarm. og brúðuleikari Jörundur Gauksson lögm. í Kaldaðarnesi dr. Guðrún Gauksdóttir dósent í lögfræði við HR ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Halldóra Kristín IngólfsdóttirEldjárn forsetafrú fæddistá Ísafirði 24.11. 1923. Hún ólst þar upp, elst fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigríður Jónasdóttir húsfreyja og Ingólfur Árnason, verslunarmaður og framkvæmdastjóri. Ingólfur var sonur Árna Árnason- ar, verslunarmanns á Ísafirði, og Halldóru Ólafsdóttur frá Ósi í Bol- ungarvík. Ólöf Sigríður var fædd á Fossá á Barðaströnd, dóttir Jónasar Guðmundssonar og Petrínu Helgu Einarsdóttur. Halldóra lauk gagnfræðanámi á Ísafirði, hóf nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi 1942. Hún stundaði síðan skrifstofu- störf í Reykjavík uns hún giftist Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði ár- ið 1947. Þau hófu búskap í Reykjavík og urðu börn þeirra fjögur. Ólöf Eld- járn, ritstjóri og þýðandi, Þórarinn Eldjárn, skáld og rithöfundur, Sig- rún Eldjárn, rithöfundur og mynd- listarmaður, og Ingólfur Árni Eld- járn tannlæknir. Halldóra varð forsetafrú er eigin- maður hennar, Kristján Eldjárn, var kjörinn þriðji forseti Íslands 30.6. 1968. Kristján var endurkjörinn for- seti án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs 1980 og lést 14.9. 1982. Eftir það starfaði Halldóra í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. Sem forsetafrú ávann Halldóra sér almenna virðingu og vinsældir með hógværð sinni, alþýðlegu við- móti og alúðlegri framkomu. Við frá- fall hennar sendi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, samúðar- skeyti til fjölskyldunnar. Þar segir m.a.: „Halldóra Eldjárn naut ætíð mikillar virðingar meðal þjóðarinnar og Íslendingar sameinast um að heiðra minningu hennar. Hún stóð við hlið eiginmanns síns, Kristjáns Eldjárn forseta Íslands, af ábyrgð og skyldurækni, mótaði heimilisbrag á Bessastöðum, heimsótti byggðir landsins og var ásamt Kristjáni virt- ur fulltrúi þjóðarinnar. Með hóg- værð sinni og alúð markaði hún djúp spor í sögu hins unga lýðveldis.“ Halldóra lést 21.12. 2008. Merkir Íslendingar Halldóra Eldjárn 85 ára Bergljót Bjarnadóttir Eiríkur Thorarensen Magnús Jónsson Rannveig Kristjánsdóttir Sigurður Hallmarsson 75 ára Jóhanna Jónsdóttir Kolbrún Sigurðardóttir 70 ára Brynhildur Brynjólfsdóttir Eyvindur Þóroddsson Guðmundur Þórhallsson Guðrún Jóhannsdóttir Gylfi Guðmarsson Hallvarður S. Óskarsson Hannes Ólafsson Nyman Ingunn Þóra Magnúsdóttir Ragnheiður Kjartansdóttir Ragnheiður Kristín Karlsdóttir 60 ára André Miku Mpeti Erla Kristjana Ólafsdóttir Guðmundur Aðalsteinn Jónsson Rósa Aldís Matthíasdóttir Sigurgeir O. Erlendsson Valdimar Þorvaldsson 50 ára Andrea Gunnarsdóttir Anna Margrét Arnardóttir Daníel Friðrik Haraldsson Erna Björg Guðlaugsdóttir Guðbjörn Sölvi Ingason Guðlaug Eiríksdóttir Hermann Árni Karlsson Jóhann Albert Finnbogason Khamnuan Phiubaikham Óskarsson Margrét Sigríður Björnsdóttir Sigþrúður Harðardóttir 40 ára Bjarni Þór Traustason Björg Hrund Sigurbjörnsdóttir Camelia Bobu Guðmundur Theódór Jónsson Gunnar Már Guðnason Heiðmundur Bergþór Clausen Hjálmur Þorsteinn Sigurðsson Jón Heiðar Jónsson Kolbrún Sigurlásdóttir Latifa Assoulil Sólrún Axelsdóttir Tomasz Artur Jacenty Vera María Gjöveraa 30 ára Anna Tryggvadóttir Antonía Hermannsdóttir Auður Rán Kristjánsdóttir Davíð Örn Jónsson Fjóla Kristín Nikulásdóttir Guðbjörg Anna Bergsdóttir Katrín Hilmarsdóttir Ólafur Garðar Halldórsson Piotr Pawel Kaczuba Sigrún Birta Viðarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigurborg býr í Reykjavík, lauk MA-prófi í landslagsarkitektúr og er fulltrúi Pírata í Umhverfis- og skipulagsráði Reykja- víkurborgar. Maki: Björn Hákon Sveinsson, f. 1984, nemi. Synir: Sveinn Jörundur, f. 2009, og Freyr Völundur, f. 2014. Foreldrar: Jónína María Sveinbjarnardóttir, f. 1952, og Haraldur Guð- bjartsson, f. 1949. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 30 ára Helga er íþrótta- og heilsufr., kennari við ML og verkefnastjóri við HÍ á Laugarvatni. Maki: Bjarni Daníel Daní- elsson, f. 1967, bílstjóri. Stjúpbörn: Þorsteinn, f. 1991, Daníela Karen, f. 1992, Bjarni Smári, f. 2003. Börn: Theodóra Þuríður, f. 2010, og Arn- araldur Ingi: 2012. Foreldar: Arndís Þor- valdsd., f. 1945, og Sæ- björn Eggertsson, f. 1945. Helga Kristín Sæbjörnsdóttir 30 ára Maríus ólst upp á Bjarnastöðum, lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri og er bóndi á Hallgils- stöðum í Langanesbyggð. Maki: Lára Björk Sigurð- ardóttir, f. 1984, bóndi og kennari. Börn: Þórhallur Sölvi, f. 2009, Hallveig Salka, f. 2012, og Steindóra Sal- vör, f. 2014. Foreldrar: Halldór Ol- geirsson, f. 1958, og Elín Maríusdóttir, f. 1961. Maríus Snær Halldórsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.