Hrund - 01.09.1967, Page 7

Hrund - 01.09.1967, Page 7
Þessu næst var kvenfólki, sem beðið hafði heima á staðnum, fylgt í kirkju, og hófst síðan morgunsöngur. Nokkru síðar var em- bættað og eftir predikun var lýst með þeim Eggert og Ingibjörgu í þriðja sinn. Eftir messu var drukkið velkomandaminni með forsögnum og söngvum, sem til höfðu verið valdir þrír eða fjórir hinir beztu söng- menn. Síðan voru minni send í brúðhús til kvenfólks, er þar sat að matarborði eitt síns • liðs, með kveðju frá karlmönnunum, og sagt fyrir þeim og sungið sem fyrr. Um kvöldið var sagt upp fagnaðarminni og við þá skál slegið við algleymingi, áður en menn fóru til svefnstaðar síns. HJ ÓNAVÍGSLA Á ÖÐRUM DEGI Á mánudaginn gengu karlmenn fyrst í brúð- hús á fund kvenna og heilsuðu þeim virðu- lega. Síðan gekk brúðgumi fram og fastnaði sér brúðina að fornum sið. Að þeirri athöfn lokinni kvöddu karlar og gengu á brott. Skömmu síðar var haldið til kirkju, og fór þá hjónavígslan fram með venjulegum hætti. Síðan var sezt að veizluborði, og voru þá karlar og konur saman í fyrsta skipti í veizl- unni. Engin minni voru þar drukkinn, heldur skáluðu menn, eins og þeim þótti bezt henta, án forsagna. En eftir aftansöng þennan dag var kóngsminni drukkið með hátíðlegum hætti. BÓNDAMINNI í STURLUNGAREIT Á þriðjudaginn var hjónaskál drukkin eftir morgunsöng og árbít og sagt fyrir henni af öllum boðsmönnum. Þegar matazt hafði verið, gekk allur flokk- urinn í kirkju. I útnorðurhorni garðsins er slétt flöt, sem nefnist sturlungareitur. Þar er sagt, að margir Sturlungar séu grafnir og hafa Reykholtsprestar forðazt að láta grafa þar á seinni öldum. Nú höfðu bekkir verið settir meðfram garð- inum og þar var boðsmönnum vísað til sætis. Hinum helztu þeirra á miðjan bekk. Nokkra faðma frá bekkjunum var stóll siðamanns, og að baki honum stóðu aðstoðarmenn hans, söngvarar og gamall bóndi, er bera skyldi mönnum minnið. Annað fólk stóð þar út frá. Tveir menn komu með mjöðdrekku á milli sín, fulla af miði og mungáti áfengu og krydd- uðum grösum. Lyftu þeir mjöðdrekkunni og helltu í minniskerin eins og þurfti. Siðamaður tók ofan hatt sinn og flutti boðs- mönnum kveðju, en þeir hlýddu á með hatta á höfði. Síðan hafði hann þá forsögu, er til var ætluð og að því búnu bar bóndinn fram minnin, ávarpaði brúðhjónin, gaf þeim nafn bónda og húsfreyju og árnaði þeim heilla. I sama bili hófst minnasöngur, en þeir, sem á bekkjunum sátu risu á fætur og sneru sér að brúðhjónunum. Þegar söngurinn var úti, steig Eggert Ólafs- son fram, þakkaði minnið fyrir sína hönd og konu sinnar og kvað sér mikla sæmd gerða, er hann nefndist nú bóndi. Að svo mæltu drukku þau brúðhjónin minnin og síðaii boðsgestirnir hver af öðrum. Þar næst var skenkt á handa öðrum, sem staddir voru, unz mjöðinn þraut. ALÍSLENZKUR KLÆÐNAÐUR Það þykir frásagnarvert, að búningur Eggerts við þessa athöfn var að öllu leyti íslenzkur, jafnt hattur sem parruk, kjóll sem vesti, sokk- ar sem skór. Hann bar ekkert lín á sér þennan dag, því að honum hafði ekki unnizt tími til þess að rækta hör til þeirra nota, og hver þráður og pjatla var af íslenzkum uppruna, hver spjör unnin af íslenzkum höndum.

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.