Hrund - 01.09.1967, Síða 12

Hrund - 01.09.1967, Síða 12
Samanburður á úthverfi og Habitat- húsi. Habitat-húsid neðst á mynd- inni rúmar úthverfið á uppdrættinum og allt sem þvl fylgir, svo sem ibúðarhús, verzlanir, leikvelli o.s.frv Ibúum jarðarinnar fjölgar um helming á næstu fjörutíu árum. Bílum fjölgar þá einnig um helming, borgirnar teygja úr sér í allar áttir og fólk flykkist til þeirra. En einn góðan veðurdag kemur að því, að land þrýtur um- hverfis borgirnar. Áður en það gerist, verða menn að læra betur að notfæra sér landrýmið, byggja hærra og þéttar, koma fleira fólki fyrir á minna svæði. En þó má ekki fórna þeim þáttum mannlífsins, sem við teljum mestu máli skipta. Maðurinn verður að halda áfram að vera einstaklingur. Habitat '67 á heimssýningunni í Montreal, eitt af framlögum Kanada til þeirrar sýningar, hefur vakið almenna athygli og er jafnvel talin lausn á þéttbýlisvandamálunum. Helzti kostur Habitat er sá, að þrátt fyrir þétt sambýli, er manninum séð fyrir einbýlishúsi með garði, verzlunarhverfi, fersku lofti og sólskini. Allt, sem menn hafa sótt til úthverfanna, verður að finna í Habitat. í byggingunni eru 158 hús, eins, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Næg bílastæði, jafnt fyrir íbúa sem gesti, verða fyrir utan, einnig garðar og leikvellir. Sérstakar gangbrautir, varðar gegn vindi og regni með plasti, tengja bygginguna saman. Af þessum gangbrautum er gengið inn í húsin, og meðfram þeim eru leikvellir fyrir ung börn, sem ekki geta leikið sér á leikvöllunum niðri á jörðinni. Auk gangbrautanna ganga lyftur milli hæða. Allir hlutar hússins eru búnir til annarsstaðar, og síðan er þeim komið fyrir fullgerðum á sinn stað. Eldhús, baðherbergi, gluggakarmar, einangrun o.þ.h. er sett í hús, sem þá er tilbúið til uppsetningar. Síðan er því lyft í heilu lagi á sinn stað. Eldhús- og baðinnréttingum er komið fyrir sem heild í húsinu, áður en þakið er sett á. Veggir tveggja húsa liggja hvergi saman, þannig að hljóðeinangrun er fullkomin. Garðar eru hafðir á þökunum. Hvert hús hefur þannig sinn garð á næstu húsaeiningu fyrir neðan. Mið- stöðvarhitun er í hverju húsi. Sérstakar eldhús- og baðinnréttingar voru teiknaðar fyrir bygginguna. Einkum hefur baðið vakið mikla athygli. Það er allt, veggir, loft, gólf og áhöld, gert úr trefjagleri með sérstakri húð, sem tekur hvorki við blettum né rispum. Eldhúsið er m. a. búið „fljótandi" ísskáp, sem gerir hreingerningu auðveldari í eldhúsinu. Fyrir heimssýninguna voru nokkur húsin búin húsgögnum til að sýna gestum hve margvíslega má skreyta þessi húsakynni. Bæði voru notuð gamaldags og nýtízku húsgögn, svo að sem flestir gestanna gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.