Hrund - 01.09.1967, Síða 35

Hrund - 01.09.1967, Síða 35
og oft verið mjög ánægð með framkomu þeirra og hvað þeir hafa gert fyrir þessar þjóðir. En í Aden hafa þeir af litlu að státa. Eg nánast skammaðist mín og hraðaði mér á brott þaðan sem fyrst. Aður en leiðir okkar skildu, lagði frú Wilkie ríka áherzlu á það við mig að láta ekki hjá líða að líta inn til Elizabeth Arden fyrir- tækisins í London, ef ég væri þar á ferð. Eg þakkaði auðvitað gott boð en þóttist þess fullviss, að það yrði löngu gleymt, áður en ég ætti þess kost að þiggja það. En það fór á annan veg- og nokkrum vikum seinna hittumst við aftur í London. Því miður höfðum við aðeins skamman tíma til umráða svo að ekki var unnt að skoða verksmiðjur fyrirtækisins. Hinsvegar sýndi frú Wilkie mér skrifstofurnar, sölumiðstöð og skóla, þar sem stúlkur voru þjálfaðar í meðferð og sölu á snyrtivörum fyrirtækisins. Síðan skoðuðum við snyrtistofnun Elizabeth Arden, sem er til húsa við Gamla Bond Stræti númer 25, rétt þar sem Gamla Bond Stræti tekur við af Nýja Bond stræti. Við dyrnar stóð miðaldra dyravörður með gyllta hnappa og hvíta húfu og vísaði við- skiptavinum veginn að þessu undarlega völ- undarhúsi. Það lét ekki mikið yfir sér utan frá séð og virtist ekki stórt, - en reyndist býsna drjúgt er inn kom, fimm hæðir og mikill fjöldi herbergja. Innréttingar allar voru mjög hlýlegar og allt virtist miða að því að skapa notalegt andrúms- loft. Teppi á gólfum, rósótt eða mynztruð veggfóður, gamaldags húsgögn, mjög þægileg, og fornir skrautmunir. Hvarvetna ríkti ró og friður, og þegar maður var kominn inn í eitt af herbergjunum, sem flest voru mjög lítil, heyrðist ekkert hljóð utanfrá. Þetta virtist sem sagt æskilegasti staður til þess að láta líða úr sér þreytu og gleyma ys og áhyggjum lífsins úti fyrir. Byrjaði maður dvölina á efstu hæð hússins og héldi áfram niður, hafði maður fengið allsherjar yfirferð, frá tám og upp á topp, ef svo mætti segja, og það fyrir aðeins um sex sterlingspund. Á efstu hæð var svokölluð æf- inga- og hressingardeild. Þar gat að líta gufu- böð, rök og þurr, leikfimisal, nuddstofur og böð, sem mér skildist að væru mjög heppileg fyrir gigtveika. Á næstu hæð var hárgreiðslu- stofan, þar sem hægt var að fá bæði venjulega hárgreiðslu, klippingu, litun, premanent og þar fram eftir götunum, en einnig var þar veitt sérstakt nudd fyrir hársvörðinn og með- höndlaðir ýmiss konar hársjúkdómar. Á þessari sömu hæð var deild fótasérfræð- inga. Var gerður glöggur greinarmunur á „pedicure," sem er aðeins fótsnyrting, gert að nöglum og svo framvegis, og „chiropody,“ þar sem fæturnir fengu ítarlegri meðferð, m.a. nudd og fjarlægð líkþorn og hart skinn og þar fram eftir götunum. Enn höldum við áfram, niður á 3ju hæð og komum í andlitssnyrtideildina. Þar starfa átján stúlkur að því að fegra og snyrta við- skiptavinina á allan hugsanlegan hátt, m.a. með nuddi, vaxböðum, ljósum, kremböðum og þess háttar. - og loks málningu. Ætli maður á dansleik eða aðra meiri háttar skemmtun og vill vanda málninguna alveg sérstaklega, er hægt að bregða sér til Elizabeth Arden, staldra þar við í klukkustund og koma þaðan út aftur með fyrsta flokks málningu í stíl við klæðnaðinn og tilefnið. Ennfremur tekur stofnunin við sjúklingum, sem hafa fengið húðsjúkdóma, skurði eða ör á andlitið eða á annan hátt hlotið andlitslýti. Læknar senda sjúklingana til Elizabeth Arden og þar er þeim kennt, hvernig þeir geti gert þessi andlitslýti minna áberandi. Stúlkurnar sögðu þennan þátt starfsins hvað skemmtilegastan - „það er mjög þakklátt verk að hjálpa þessu fólki, maður finnur hvernig sjálfstraust þess vex.“ Á annarri hæð eru móttökuherbergi og afgreiðsla og þar gat að líta sýnishorn af ýmiss konar klæðnaði, sem hægt var að panta fyrir milligöngu Elizabeth Arden, m.a. náttkjóla, síðdegis - og kvöldkjóla. Að loknum erindum á afgreiðslunni er um tvær leiðir að velja út úr húsinu. Önnur er sú er fyrst var getið, framhjá dyraverði með gyllta hnappa — hin liggur gegnum verzlun Elizabeth Arden þar sem sáraauðvelt er fyrir hverja venjulega manneskju að tæma budduna sína á örskammri stundu - ekki sízt þegar hún er nýkomin úr höndunum á snyrtistúlkunum uppi og hefur sannreynt, að með þessum varningi er hægt að gera - ja, allt að því krafta- verk, sé rétt á haldið. 35

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.