Straumhvörf - 15.03.1943, Qupperneq 3

Straumhvörf - 15.03.1943, Qupperneq 3
HEFTI MARZ-APRÍL 1943 1. ÁRGANGUR STRAUMHVÖRF RIT UM ÞJÓÐFÉLAGS- OG MENNINGARMÁL EMIL BJÖRNSSON: Einalegt sjálístæði „Það var eitthvað öðruvísi í mínu ungdæmi“, er afi gamli vanur að segja, þegar honum verður tíðrætt um eyðslusemi unga fólksins nú á dögum. „Nú á enginn ungur maður bót fyrir rassinn á sér“ segir hann. „Það varð öðruvísi í þá daga, enda þótt árslaunin okkar smalanna og vinnumannanna jöfnuðust ekki nánd- ar nærri á við vikukaupið ykkar margra hverra". Þótt við ungu mennirnir fáum fremur orð fyrir að skella skolleyr- unum við aðvörunum reyndari manna, þá gerum við það ekki alltaf. Ég viðurkenni, að samtímaæska hans muni hafa verið sýnu hagsýnni í með- ferð verðmæta en nútímaæskan. Það er oft gott, sem gamlir kveða. Við höfum á þessu sviði, eins og víðar, ætlað okkur meira en við vor- um menn til, eftir að við réttum snögglega við úr kút efnalegrar og andlegrar niðurlægingar. Við höfum ekki kunnað okkur hóf eða læti. Einna greinilegast hefir þetta komið fram í fjársóun og fyrirhyggjuleysi fátæks ungs fólks. Það hefir reynzt okkur mun erfiðara að gæta fengins fjár en afla þess, enda þótt sú fjár- öflun hafi kostað okkur súran sveita. En það er heilbrigður hugsunar- háttur að vilja verða efnalega sjálf- stæður og beita til þess framsýni sinni og atorku. Enginn hugsunar- háttur er raunverulega heilbrigðari í mannlegu samfélagi en sá, að vilja ekki verða öðrum til byrði, heldur það gagnstæða, meðan maður heldur fullu fjöri og heilsu. Því verður ekki mótmælt, að þessi hugsunarháttur er hornsteinn hvers samfélags, hvaða stjórnarfar og skipulag, sem þar ann- ars ríkir. En auðvitað getur þessi hugsunar- háttur farið út í öfgar eins og hvað annað, og þykir þá næsta fjandsam- legur allri félagshyggju. í þessari af- skræmdu mynd sinni hefir hann sætt gagnrýni sósialistiskra rithöfunda. Það má nefna til dæmis Bjart í Sum- arhúsum, sem vill sýna „sjálfstæði" J

x

Straumhvörf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.