Straumhvörf - 15.03.1943, Qupperneq 6

Straumhvörf - 15.03.1943, Qupperneq 6
36 STRAUMHVÖRF hverri mynd, og orðið einhvers af gæðum lífsins aðnjótandi? Það gætu menn haldið, en við sjá- um alltof oft, að jafnvel þeir hugsa ekkert um gildi verðmætanna, sem vinna fyrir þeim með súrum sveita. Mér hefir alla tíð verið þetta næsta óskiljanlegt. Menn vinna og strita til sjávar og sveita. Þeir draga þorsk, eru í vega- vinnu, fiska síld, vinna að landbún- aði, eru við verzlun, í skipavinnu, við iðju og iðnað o. s. frv. Ekki má gleyma setuliðsvinnu síðustu ára. Það er mikið sagt, en margir vinnufærir menn hafa búið við þvílíkt góðæri undanfarin ár, meðan flestar þjóðir heims hafa átt í stríði, að þeir gætu verið búnir að leggja grundvöllinn að efnalegu sjálfstæði sínu í framtíðinni, ef því meiri óhöpp steðjuðu ekki að. En ég er því miður hræddur um eitt- hvað annað. Því meiri afli, því meiri eyðsla, eins og takmarkið sé að eiga aldrei neitt afgangs. Fátækir ungir menn, sem eru að reyna að sýnast ríkir, meðan nokkuð er í buddunni, þeir verða aldrei bjarg- álna. Þeir uppskera ekki annað en endalaust og, að því er virðist, til- gangslaust strit upp og upp aftur, og vorkunnsemi framsýnna manna. Þeg- ar þeir svo stofna til heimilis, þá er það ekki gert af meiri framsýni en annað, nema síður sé. Það getur hver sagt sér, hvernig fara muni um heimili þess manns, sem vart hefir getað séð fyrir sjálf- um sér, og á ekki bót fyrir rassinn á sér, þegar hann festir ráð sitt. Það vita allir, sem reynt hafa, að menn verða að leggja í mikinn stofnkostn- að á fyrstu búskaparárum sínum, ef heimilið á að geta heitið því nafni. En það er nú ekkert, þótt menn verði að stofna bú í einhverri skuld, ef þeir eiga í sér fólgna framtíðarmöguleika, svo sem menntun til munns eða handa, traust manna, vilja og atorku. En þegar bú er sett saman í skuld án allra möguleika, þá er ekki von á góðu. Oft virðist það sækja á þessa fyrirhyggjulausu menn að hrúga nið- ur börnum, en það margfaldar erf- iðleikana og kemur niður á saklaus- um börnunum. Að vonum reynir oft á samkomulagið í hjónabandinu, þeg- ar út í þetta basl er komið, og bíta þessir heimilisfeður ekki ósjaldan höfuðið af skömmunni, með því að hverfa að fyrri óreglu, sem þeir hafa myndazt við að minnka á fyrstu hjónabandsárunum. Niðurstaðan verður ekki ósjaldan sú, að þessir menn verða að leita á náðir hins op- inbera með allt sitt. Sumum þykir þeim þetta mátulegt. En það er ekki rétt. Þessa menn er réttara að aumka en dæma. Jafnvel þótt þeir séu alltaf svo sljóir og á- byrgðarlausir, að engar sjálfsásak- anir trufli sálarró þeirra, eru þeir þó aumkunarverðir. Þeir eyðileggja oft líf sitt og sinna. Ekki er nú hægt að neita þessum mönnum um hjálp af almannafé, þeg- ar þeir þarfnast hennar með stóran barnahóp. Ekki tekur heldur nokkru tali að skera þá hjálp um of við negl- ur sér, eða telja hana eftir, þegar hennar er þörf. En er þá þjóðfélagið algerlega

x

Straumhvörf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.