Straumhvörf - 15.03.1943, Page 9
STRAUMHVÖRF
39
SR. SIGURBJÖRN EINARSSON:
Vori brugðið?
i.
Apríldagur með frosti og byl. Fyr-
ir fáum dögum var vorið komið,
frostlaus heiðríkja, sumarsól. Þröst-
urinn söng við sunnanverðan Laufás-
veg, og lóan var komin í Vesturbæ-
inn. Nú er aftur hávetur, hríð og
kuldi.
Ekkert í náttúrufari þessa lands
er hvikulla en vorið. Hér getur vet-
urinn orðið að vori. En mörg vorin
snerust í vetur. Þó var hvert vor fyr-
irheit um sumar. Og sumarið hafði
eins mikla þýðingu fyrir líf fólksins
hér eins og annars staðar. En stund-
um brást íslenzka sumarið. Það
haustaði án þess að komið hefði sum-
ar.
Við töluðum um vortíma íslenzks
þjóðlífs. Einhvern tíma sungum við
um vormenn íslands. Sú var okkar
köllun að vinna vorverkin á íslandi.
Sumarið var í nánd, — loksins eftir
langan vetur. Það voru vorannir í
landi í tuttugu ár. Ekki fylgdi lífgun
hverri leysingu, ekki sáning hverri
plægingu. En eitt var víst: Það var
eitthvað að gerast á Islandi. En
manni virtist meira vera eftir. Sjálft
andrúmsloftið var mettað af mögu-
leikum. Landið beið, eins og mold á
vordegi, sem er að verða móðir lífs.
Við væntum þess, að upp af frelsuð-
um moldum landsins myndi spretta
mikill gróður.
Við viljum ekki að vorið sé farið.
Við viljum ekki að sumarvon íslands
bregðist. Hver svo sem niðurstaða
þessarar styrjaldar verður, þá vilj-
um við ekki, að sú verði afleiðing
hennar fyrir Island. Það er málstað-
ur íslands, hvað sem öðru líður: ís-
land á að vera f jálst land. Það er eng-
um mönnum heimilt til afnota, nema
okkur, niðjum þeirra manna, sem það
nærði — og kvaldi — í þúsund ár.
n.
Ekki skyldum við gylla fyrir okk-
ur tuttugu ára skeið sjálfstæðisins.
Það var gelgjuskeið. Við vorum ó-
sjálfstæðir í hugsun þó við værum
stjórnskipulega sjálfstæðir. Við
göptum við heimsmenningunni eins
og kolbítur nýrisinn úr ösku. Við
reyndum að fylgja takti æðasláttar-
ins utan úr Evrópu, vitandi ekki það,
að menning meginlandsins var sjúk
eftir síðasta stríð. Ýmiskonar dýr
arfur frá öldum armæðunnar var í
fullkomnum voða vegna þess, að við
héldum það okkar mestu smán, að
vera öðruvísi en aðrir. Við vorum
ekki búnir að finna sjálfa okkur. Við
mændum á útlendinginn eins og
hundur á húsbónda sinn og spurðum:
Hvað lízt þér? Smæðarvitundin og sú
reynsla, að oft vár á okkur logið í út-
löndum, heimsku og óupplýstu fólki