Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 10

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 10
40 STRAUMHVÖRF til gamans, hefir teymt okkur býsna langt út á þá braut að vilja sýnast annað en við erum, — og það er ill braut og óþroskavænleg, bæði fyrir einstaklinga og þjóðir. Það er mann- legt að vilja leyna göllum sínum. En augnaþjónusta við kreddur annarra manna er ómennska. Það er ekki til neins að dyljast þess, að spurningin: Hvað segja þeir um okkur — í Ame- ríku og annars staðar, er komin á heilann á okkur íslendingum. Við er- um allra manna orðsjúkastir, allra manna sníknastir í ódýra gullhamra. Okkur dettur jafnvel í hug að leggja óbætanleg verðmæti í hættu til þess að friða móðursjúkar áhyggjur ein- hverra, sem höfðu sjálfsagt ekki heyrt ísland nefnt fyrir tveim árum, um það, að við höfum ekki mannleg- ar tilfinningar. Það er sjálfsagt, að rekin sé upp- lýsingastarfsemi um land og þjóð. En við megum ekki gera okkur ámátlega og ekki vera svona skelfilega upp- næmir fyrir öllu útlendu lausaþvaðri, hvort sem það á að heita lof eða last um okkur. Svo stórir þurfum við að vera að heyra ekki nema það, sem við viljum heyra. Við þurfum að þekkja takmörk smæðarinnar, en líka, hver styrkur okkar er. Við á- vinnum okkur ekki neina varanlega virðingu með því, sem við sýnumst vera. Hitt dæmir okkur, sem við er- um, það fellir okkur eða frægir. HI. Við höfum nú um sinn lifað í nán- um kynnum við erlenda menn. Af ýmsu má álykta, að atferli okkar sé athygli veitt af gestum landsins og húsbændum þeirra í öðrum löndum. Það má með nokkrum rétti segja í því sambandi, að sá hafi höggið er hlífa skyldi. Við höfum á síðastliðnu ári flett eins rækilega ofan af okkur og tök voru á, berað vanþroska okk- ar í stjórnmálum alveg inn að skinni. Þar höfum við einskis dulizt. Þar lét- um við allt koma fram á einu ári, sem við áttum til verst. Við höfðum þrennar kosningar á ár- inu sem leið, þegar með eru taldar bæjarstjórnarkosningarnar í Reykja- vik 35. marz, en umræðurnar í blöð- um og útvarpi til undirbúnings þeim kosningum var eðlilegur inngangur þess, sem síðar kom. Sá sem fylgdist með umræðunum um íslenzk stjórn- mál sem hlutlaus maður, sá sem fylgdist sem áhorfandi með hand- leiðslu forustumanna okkar á al- menningi um svið landsmálanna, sá sem hefði látið sér verða það á að trúa því, að blöðin segðu satt, eða að það væri þó a. m. k. verulegur sann- leikskjarni í því, sem þau fluttu um þá menn, sem að opinberum málum starfa, og sá sem hefði lagt þennan vitnisburð hinna opinberu málgagna saman, — sá hinn sami hefði hlotið að draga þá ályktun, að meiri hluti allra þeirra, sem fást við opinber mál á íslandi, væru allt að því ærulausir níðingar og fantar. Það var ekki, að heitið gæti, tutla eftir af eiginleik- um heiðarlegra manna á neinum, sem nokkuð verulega hefir látið sig lands- málin skipta. Flokkarnir létu sig hafa það, að vegast á með svo gífurlegum ásökunum, að það var beinlínis þjóð-

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.