Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 11

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 11
STRAUMHVÖRF 41 hættulegt eins og nú er komið að- stöðunni. í löndum bandamanna er engin aðdróttun alvarlegri en að vera kallaður nazisti. Mér virtist það þrautalendingin í kosningahríðunum, að tala utan að því, að andstæðing- urinn væri ekki tryggilegur, hann hefði áður fyrri verið kunnur fyrir samúð með Hitler, hann væri m. ö. o. svikráðamaður við málstaðinn, sem bandamenn fórna nú öllu fyrir. Gestirnir svo kölluðu, sem hér dvelja, hafa ekki fengið glæsilega mynd af íslenzkri stjórnmálabaráttu. Við höfum ekki búið þá vel undir það, að meta þroska okkar til sjálf- stjórnar. Við höfum ekki lagt þeim í hendur heppilegar forsendur fyrir dómi um okkur, hvaða þýðingu sem það kann að hafa fyrir viðskipti okk- ar við þá eða afskipti þeirra af okkur í framtíðinni. Við þyrftum að gera okkur ljóst, að sú þjóð, sem ekki virðir sannleikann, getur ekki vænzt þess að njóta sannmælis. Sú þjóð, sem ekki ræktar réttlætið með sjálfri sér, getur ekki krafizt réttlætis af öðrum. Ef við erum sjálfir sekir við réttlæti, sanngirni, sannleika og drengskap, hvert ætlum við þá að skjóta málum okkar, hvar ætlum við þá að leita trausts í framtíðinni? IV. Við eigum baráttu framundan, ís- lendingar, sjálfstæðisbaráttu. í þess- ari fullyrðingu felst ekki nein að- dróttun að nokkurri annarri þjóð. Þetta er ályktun, dregin af gjör- breyttri aðstöðu landsins, —- úr því að maður býst ekki við, að heimur- inn verði fullkominn eftir stríð. Við eigum framundan baráttu fyrir líf- inu, andlega, ef ekki stjórnmálalega. Vonandi verður heimurinn ekki svo vondur, að við þurfum að búast við neinum fantatökum. En eftir stríð hefst okkar stríð. Við vildum verða menn til þess að mega leggja málstað frelsisins og þjóðabræðralagsins lið. En við viljum, að sá sannleikur sé ekki véfengdur að því er okkur snert- ir, að þjóð skal verja lífsrétt sjálfr- ar sín, helgi lands síns og verðmæti menningar sinnar. Það er frujnskylda hennar við Skapara sinn. Þjóð, sem þetta gerir, er ekki smá. Hún er sjálfri sér trú og það er skilyrði þess að vera settur yfir meira. 6/4 ’43 FURÐULEGAR FRAMAVONIR Framavonir manna eru oft vænlegar til afreka. En menn eru mis- glöggir á tækifærin og aðstæðurnar. Margan dreymir glæsta drauma um hylli fjöldans, en hún er oft torunnin. Stundum virðast óhappaverk ein geta aflað hennar. En fleira er til. Framsýnum manni varð t. d. að orði: „Þegar allt hrynur (en svo er mörgum gjarnt að hugsa), fylgir fólkið þeim, sem getur gefið því mat“. -— Þessi hugsunarháttur hefir jafnan skapazt, þegar þjóðfélög hafa riðað á barmi glötunarinnar og er löngu kunnur. Getum við því verið örugg um merkingu hans, ef reynslan á eftir að stað- festa ofangreind ummæli.

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.