Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 16
46
sætt, að réttmætt sé, að þjóðfélagið
í heild bæti bændastéttinni í ein-
hverju markaðstöp þau, er hún hefir
orðið fyrir. Ég geri ráð fyrir, að deil-
urnar um verðlag landbúnaðarafurða
á innlendum markaði stafi að miklu
leyti af því, að menn geri sér ekki
almennt grein fyrir framleiðslukostn-
aði þessara vara. Að vísu er nokkrum
örðugleikum bundið að finna réttan
mælikvarða til að meta framleiðslu-
kostnaðinn, en ég hygg, að sá grund-
völlur, sem Búreikningaskrifstofa rík-
isins hefir fundið í þessu efni, sé það
traustur, að óhætt sé að byggja á nið-
urstöðum hennar.
Forstöðumaður Búreikningaskrif-
stofunnar hefir komizt að þeirri nið-
urstöðu, að ef reiknað er með kaupi
kr. 4,00 á vinnustund karla og kr.
2,00 á vinnustund kvenna og liðlétt-
inga, er vinna að bústörfum, þá hefðu
bændur þurft að fá sem hér segir
fyrir hvert kg.: af mjólk kr. 0,92, af
kjöti, ull og gærum kr. 6,80 að meðal-
tali. Kr. 12,00 fyrir slátur og mör úr
kind, og kr. 88,00 fyrir tunnuna af
garðávöxtum.
Þessar tölur eru háar, en þó verð-
ur vart með sanngirni ætlazt til, að
bændur vinni fyrir minna kaup en
um getur, miðað við kaup annarra
starfsveita landsins. Hins vegar mun
skorta nokkuð á, að bændur hafi
fengið þetta verð greitt fyrir vörur
sínar til jafnaðar á s. 1. ári. Þær
hefðu því orðið að vera nokkru dýr-
ari, að óbreyttri skipan vörudreifing-
arinnar, til þess að bændur hefðu
borið ofangreint kaup úr býtum. En
á hinn bóginn viðurkenna allir, að
STRAUMHVÖRF
æskilegast væri fyrir þjóðarheildina,
að landbúnaðarafurðir væru mun ó-
dýrari en þær eru nú. Til þess að unnt
sé að ráða bót á þessu, verða menn
að gera sér glögga grein fyrir hinum
einstöku þáttum, sem hafa áhrif á
verð landbúnaðarvaranna. Til hægð-
arauka má skipta þessum þáttum í
tvo flokka, þann, sem veit að neyt-
endum annars vegar, og hinn, er að
bændum snýr.
Ef útsöluverð á landbúnaðarafurð-
um í Reykjavík t. d. er borið saman
við greiðslur þær, er bændur fá í sinn
hlut, komumst við að raun um, að
þær eru stundum allt að helmingi
lægri. Okkur verður á að spyrja, hvað
valdi þessum mikla mun, og verða þá
fyrir okkur milliliðirnir. Þeir eru
flestir búsettir í bæjunum, og eru
því í hópi neytenda og taka laun sín
af mismun þeim, sem er á útsölu-
verði og verði því, er bændum er
greitt. Ég geri ekki ráð fyrir, að
þetta fólk fái hærri laun en því ber
fyrir vinnu sína, eða að það sé betur
launað en aðrir, svo að þar getur
naumast orðið um neina lækkun að
ræða, nema því aðeins, að kaup lækki
almennt. Hitt er svo annað mál, hvort
ekki væri hægt að lækka þennan
kostnaðarlið verulega með bættri
skipulagningu á vinnu og verzlunar-
háttum. Þetta þyrftu fróðir menn um
þessi efni að taka til athugunar.
Þá eru vinnulaun annar liður, er
miklu ræður um framleiðslukostnað-
inn. Það er augljóst af rannsóknum
þeim, er gerðar hafa verið á búnaðar-
háttum okkar, að þeir eru mjög
vinnufrekir. Vinnan hlýtur því alltaf