Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 21

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 21
STRAUMHVÖRF 51 ur því innan að. Engu að síður er það rangt að draga af þessu þá ályktun, að lýðræðisskipulagið sé orðið úrelt. Hitt væri sönnu nær, að telja það á undan tímanum, vegna þess, að þjóð- ina skorti þann þroska og það sið- gæði, sem það í eðli sínu grundvall- ast á. Ég ætla ekki að lengja þessa grein um of, með því að gera hina margnefndu spillingu sjálfa að um- ræðuefni. Samt er ég þess fullviss, að tiltölulega fáir hafa áttað sig á því, hvað hún er komin á hátt stig, því flest hin verstu verk eru ávallt unn- in bak við tjöldin og þola ekki dags- ins Ijós. En sá, sem hefur opin augun, sér þó nægilega mikið til þess að vita, að stefnan er óheillavænleg og nauð- synlegt er að spyrna við fæti, ef ekki á illa að fara. Ég vil því snúa mér beint að því, sem þýðingarmest er, en það er að leita orsaka meinsins og ráða til að lækna það. Aðalorsakirnar til þess niðurlæg- ingartímabils lýðræðisins, sem nú er yfirstandandi, tel ég vera tvær. Önn- ur er sú, að skipting þjóðarinnar í stjórnmálaflokka mótast að alltof miklu leyti af ábyrgðarlausri og ein- strengingslegri hagsmunabaráttu, sem tekur svo lítið tillit til heildar- innar, að ætla mætti, að þjóðholl- usta væri þar óþekkt hugtak. Hin er sú, að sjálfir stjórnmálaflokkarnir hafa í skipan mála sinna inn á við varpað lýðræðinu fyrir borð og tekið upp einræði í staðinn. Flokksfélög eru fá og yfirleitt fremur fámenn, en all- ur þorri kjósenda stendur utan við þau. Samband þeirra við flokksstjórn- ina er mjög lauslegt og fundir sjald- an haldnir, nema þá helzt skemmti- fundir. Jákvætt félagslíf og félags- starf er þar ekki fyrir hendi. Þó að þessi félög sendi stöku sinnum full- trúa á flokksþing í Reykjavík, verður hlutverk fulltrúanna ekki að bera fram tillögur eða ráða fram úr vanda- málum. Þeir eiga aðeins að hlusta á speki foringjanna og rétta upp hend- ina til samþykkis. Vilji þeir eitthvað málda í móinn og láta til sín taka, er þeim sýnt fram á það, að andstaða við foringjana sé hættuleg fyrir flokkinn og komi andstæðingunum einum að gagni. — Hlutskipti mikils hluta alþingismanna er lítið veglegra, því það er á valdi fiokksstjórnar- innar, hvort þeir eru í kjöri eða ekki. Þannig hafa nokkurs konar einræðis- herrar eða fámennar valdaklíkur náð í sínar hendur öllum völdum í flokk- unum og öllum blaðakosti þeirra. Úr hásæti sínu skipa þeir svo fyrir um, hvað flokksmennirnir eigi að hugsa, segja og gera, en blöðin og flokks- þingin eru tækin, sem þeir nota til að kunngera vilja sinn. Þessi mein eru bæði slæm og lækning þeirra erfið, en ef hún tekst, þá er stjórnarfarinu borgið. En hvernig má það verða? Þess munu fá dæmi í veraldarsög- unni, að valdhafar hafi ótilneyddir látið völdin sér úr greipum ganga. Þess vegna er þýðingarlaust að ganga fyrir foringja stjórnmálaflokkanna og segja hæversklega: „Breytið þið nú til, virðið lýðræðið, verið hrein- skilnir, berjist drengilegri baráttu og sýnið þjóðhollustu, eða leggið niður völdin, svo að betri menn geti tekið við“. Þeir mundu kannske svara þvi

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.