Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 23

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 23
STRAUMHVÖRF 53 og starfa. En það er ekki nóg að marka sér stefnu í stórum dráttum, við þurfum líka að kynna okkur eftir beztu föngum sem flest þjóðfélags- leg vandamál, sem bíða úrlausnar, og þó við komumst að annari niðurstöðu um eitthvert mál en flokkurinn, sem við fylgjum, þá hvikum við hvergi, því flokksagi er einhver versti óvin- ur lýðræðisins. En ef við á annað borð höfum skipað okkur í flokk, þá blasa verkefnin við, því þar er svo ótalmargra umbóta þörf. Þriðja skyldan, sem ég vil nefna, er — að vera skoðun sinni trúr. Það er eðlilegt, að fjárhagsleg af- koma, starfssvið og önnur aðstaða okkar í lífinu eigi sinn þátt í að móta hugsanir okkar og skoðanir, en ef við móti betri vitund skipum okkur í flokk vegna eiginhagsmuna, þá erum við annað hvort aumkunarverðir vesalingar eða samvizkulausir þorp- arar. Skyldur okkar við lýðræðið eru vafalaust miklu fleiri og víðtækari en hér greinir, en ef við uppfyllum þess- ar þrjár, þá er ég ekki í neinum vafa um það, að við þurfum engu að kvíða, en getum horft hugdjörf fram á við til bjartari tíma. „Foringjarnir“ munu vakna við þann vonda draum, að „háttvirtir kjósendur" eru ekki lengur fénaður, sem smalað er á kjör- stað, og þeir sjálfir eru ekki lengur „herrar", heldur þjónar, sem verða annað hvort „að breyta til eða víkja“. Ef þeir eru góðum hæfileikum búnir og hafa borið gæfu til að fylgjast með æðaslögum samtíðarinnar, má vera, að veldissprotinn verði áfram í höndum þeirra, en hann liggur laus í hendi og verður af þeim tekinn, ef þeir misbeita valdi sínu. Sá möguleiki er því fyrir hendi, þó ólíklegur sé, að hægt sé að nota gamla syndaseli í þágu góðra mála í heilbrigðu þjóð- félagi. En höfuðstyrkleiki lýðræðis- ins á að vera fólginn í því, að aðhald f jöldans verði þess valdandi, að hæf- ustu mennirnir veljist til forustu í öllum málefnum þjóðfélagsins. Að lokum vil ég segja þetta: Ef svo illa tekst til, að lýðræðið bíði lægra hlut og einræðið setjist í valda- sessinn, þá er það sönnun þess, að við séum lítilsigld og vanþroska þjóð, sem ekki er fær um að njóta þess stjórnarforms, sem veitir mest frelsi og réttindi, og sýnir okkur þá virð- ingu að gera til okkar kröfur. En ég vil trúa því í lengstu lög, að við séum menn til að sanna það gagn- stæða.

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.