Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 32
62
STRAUMHVÖRF
í meðferð fjármuna hins vegar. Við
virðumst hafa gleymt þeim forna
sannleik, að þeir, er áttu fullar grind-
ur fjár, urðu oft að grípa vonarvöl.
Við getum beðið hamingjuna að
hrekja álit þeirra, er sjá sult niðj-
anna búa í hinum gildu sjóðum föru-
nautanna. En ekki hefir enn reynzt
farsælt til frambúðar að brjóta boð-
orðið um að neyta brauðsins í sjálfs
sveita.
Ef við drögum saman það, er að
ofan greinir, kemur í ljós, að þús-
undir ungmenna eiga ekki fullgilt
heimili. Því valda margar sakir.
Fjöldi barna er óskilgetinn, og virð-
ist stefnan í því efni mjög alvarleg,
ef ekki eru gerðar gagnráðstafanir,
er tryggja félagslegt öryggi ung-
menna. Atvinnuhættir. ráða því, að
samvistir barna og foreldra eru rofn-
ar að miklu leyti. Sakir ósamræmis
um starfstíma manna eru skilyrði
heimilisins til hollrar félagsþroskun-
ar að verulegu leyti trufluð, og hefir
það einnig áhrif á heilbrigt félagslíf
í heild. Vegna skilningsleysis á gildi
heimilisins og oftrú á „menntuninni",
hefir upeldisstofnunum landsins ver-
ið ætlað að leysa af höndum hlutverk,
sem heimilið eitt er umkomið að
sinna, svo að við megi una. Að öðr-
um kosti veröur að koma upp fjölda
nýrra uppeldisstofnana, en vandkvæði
á því eru mörg og mikil. Vegna ó-
sæmilegra efnalegra kjara, fátæktar
annars vegar og spillandi sóunar hins
vegar, vex upp þorri manna, sem
munu reynast blóðlitlir einstaklingar
og ónýtir þegnar.
Ýmis iagafyrirmæli, svo sem
skattalöggjöf og ákvæði um meðlag
með börnum ógiftra kvenna, er ganga
vilja í hjónaband, vinna beinlínis
gegn æskilegri heimilisstofnun. Hús-
næðisvandamálin eru mjög mikilvæg
í þessum efnum, ekki einungis vegna
þess, að nú um skeið er frjálst og far-
sælt heimilislíf beinlínis lokað úti,
heldur fyrst og fremst sakir þess, að
ungri bæjarmenningu gleymist oft,
að ekki þarf einungis að reisa verk-
stæði, heldur verður vaxandi æskan
að eiga einhvers staðar heima í fjöl-
menninu.
Nokkub þeirra atriða, er hér hafa
verið talin, verða rökstudd nánar, en
þó ætti hverjum athugulum manni að
vera ljóst, að friðhelgi heimilisins er,
að verulegu leyti, ekkert annað en
hugarburður. Menningarhlutverki
þess verður brátt lokið, ef svo stefnir
sem nú horfir. Góðir menn hafa oft
talið það sérstakt merki um dóm-
greind og víðsýni að vita sem minnst
um aðrar þjóðir. En jafnvel þær fé-
lagslegu kenningar, sem talið hafa
einkaheimilið hindra frámkvæmd rik-
ishugsjónarinnar, virðast ekki hafa
reynzt hagfelldar; þegar tii fram-
kvæmda hefir komið. En þeim, sem
mörg verkefni eiga óleyst, er ekki
óhollt að kynna sér, hvað öðrum hef-
ir tekizt og einnig, hvað þeim hefir
mistekizt.
Þess er oft getið, að þörf sé marg-
víslegra gerviheimila, og eru gerðir
þeirra mjög margar. Þessar kröfur
eru yfirleitt réttmætar, því að ávallt
verða einhver olnbogabörn í þjóðfé-
laginu, sem það verður að veita sóma-
samlega forsjá. En hitt er annað mál,