Straumhvörf - 15.03.1943, Page 33

Straumhvörf - 15.03.1943, Page 33
STRAUMHVÖRF 63 að engin tæknileg né fræðileg tök verða á því að fullnægja þessum kröf- um, ef fela á „opinberum" aðilum ein- um allt uppeldi og forsjá ungmenna, en vanrækja einkaheimilið. Hver stefna, sem mestu kann að ráða um stjórnmál á íslandi á næstu árum, er fullvíst, að „opinber" afskipti af fé- lagsmálum munu fara mjög ört vax- andi. Skipun atvinnulífsins krefst þess, og verður ekkert við því gert. Hitt er annað mál, hvort þessi af- skipti falla í hlut fárra einstaklinga, er til þess hafa fengið séraðstöðu, eða þorri manna hefir þar fulla hönd í bagga. Þessi þróun er því eðlilegri sem „opinber", en mjög sundurleit, skipulagning er viðurkennd á flest- um sviðum atvinnu- og menningar- lífsins. Ætti það ekki að saka okkur, þó að við gerðum upp við okkur að- stæðurnar í þeim efnum. En allir hlutir eiga sín takmörk, einnig verk- STRAUMHVÖRF Rit um þjóðfélags- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Emil Björnsson. Ritið kemur út 6 sinnum á ári. Askriftarverð kr. 15.00 árgangurinn. Heftið kostar í lausasölu kr. 3.00. Afgreiðsla: Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstr. 19, Reykjavík. Sími 4179. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. svið „opinberrar" skipulagningar. Ef íslenzk heimili geta ekki lengur leyst hlutverk sitt af höndum sem frum- stofnun þjóðfélagsins, mun innan fárra áratuga vaxa upp meðal okkar fjölmennur hópur auðnulausra ó- menna, því að við eigum enga stofn- un, er komið gæti í staðinn. Framh. Há eru viðsfáBir fiimar! Gætið þess að hafa allar eigur yðar, fastar og lausar, að iullu vátryggðar gegn eldtjóni. „Eigi veldur sá, er varir“. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Umboðsmaður í hverjum hreppi og kaupstað.

x

Straumhvörf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.