Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 2

Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 2
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VINNUMÁL Hjúkrunarfræðingar segja boðaða launahækkun sam- kvæmt nýjum stofnanasamningi Landspítalans nema 65 króna hækkun á tímakaupi. Þannig segir Birgir Örn Ólafs- son skurðhjúkrunarfræðingur tómt mál að tala um að hækkun á mánuði nemi að jafnaði 25 þús- und krónum. „Það er í raun ekki rétt tala því eftir að búið er að taka launatengd gjöld frá þeim 370 milljónum sem ríkið veitir í samninginn eru ekki nema 296 milljónir eftir, eða 18.200 krónur að meðaltali.“ Af þeirri fjárhæð sé síðan greidd staðgreiðsla aftur til ríkisins þannig að eftir standi um 10.900 krónur. „Það gera 520 krón- ur á dag eða sem nemur 65 krónum á tímann.“ Birgir segir ljóst að bjóði ríkið stéttinni, sem hafi langt nám að baki og hafi lengi setið eftir í kjaramálum, ekki betur verði tölu- verð fækkun á meðal hjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum um mánaðamótin. Erna Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri mannauðssviðs Landspítal- ans og formaður kjara- og launa- nefndar spítalans, áréttar að samkvæmt nýjum stofnanasamn- ingi hækki laun hjúkrunarfræðinga mismikið og ráðist hækkunin bæði af menntun og vinnufyrirkomulagi. „Sumir fá meira og aðrir minna, en við höfum reiknað það þannig að laun hjúkrunarfræðinga hækki að meðaltali um 4,75 prósent.“ - óká Segja tímakaup hjúkrunarfræðinga ekki hækka um nema 65 krónur: Fækkun bjóði ríkið ekki betur FUNDUR Hjúkrunarfræðingar höfnuðu á mánudag tillögu að nýjum stofnana- samningi við LSH. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞJÓNUSTA Íslensk hótel leigja sum hver út herbergi frá morgni fram á síðdegi eins og færst hefur í vöxt á hótelum víða um heim. Þessi kostur er til dæmis í boði hér á landi á Radisson Blu Hótel Sögu, en starfsmaður þar segir ekki mikið sótt í slíkt. Á vef BBC er fjallað um þetta fyrirbæri og þess getið að dags- útleiga á herbergjum hafi verið litin hornauga og þeir sem sækt- ust eftir slíku taldir standa í ein- hverju lítt siðsamlegu. Flugvalla- hótel hafi þó verið undantekning lengi vel, en í dag bjóði hins vegar mörg hótel og jafnvel frægar alþjóðlegar keðjur upp á slíkt. Þessi þjónusta sé oft ekki til tekin á vefsíðum hótelanna en standi til boða ef hringt sé fyrir fram og beðið um hana. Útleigutíminn er milli átta á morgnana og sjö á kvöldin, en með því að leigja herbergin út á þessum tíma geta hótelin feng- ið tekjur af þeim eftir að nætur- gestir eru farnir og áður en næstu gestir koma um kvöldið. Þeir sem helst nýta sér þessa þjónustu eru, að sögn BBC, ferða- menn sem eru að bíða eftir kvöld- flugi eða þurfa hvíld milli funda, en þetta má einnig nýta sér til að geyma farangur. Meðal þeirra alþjóðlegu keðja sem minnst er á í frétt BBC eru tvær með starfsemi hér á landi; Hilton og Radisson. Hilton á Suðurlandsbraut býður ekki upp á þennan valkost, að sögn starfsmanns í bókunardeild, en á Radisson Blu á Hótel Sögu stendur slíkt til boða. „Við bjóðum upp á slíkt og verðið er um helmingurinn af verðinu fyrir venjulega nætur- gistingu,“ segir Gunnar Guð- mundsson, starfs maður í gestamóttöku, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ekki mikið sótt í þessa þjónustu en þá sé það yfir- leitt fólk sem hafi misst af flugi og sé að bíða eftir næstu vél. Spurður hvort fólki þyki feimnis mál að kaupa herbergi til svo skamms tíma segir Gunnar að sumir séu ekki lausir við það. „Fólk skýrir oft mjög vel út hvers vegna það þurfi slíkt, en við erum hins vegar ekkert að spá í það, heldur afgreiðum bara við- skiptavininn án athugasemda.“ thorgils@frettabladid.is Feimnismál að biðja um herbergi dagpart Færst hefur í aukana að alþjóðlegar hótelkeðjur bjóði upp á herbergi sem leigð eru út til skamms tíma að degi til. Þess háttar gistikostur stendur til boða á Radisson Blu á Hótel Sögu. Viðskiptavinum finnst oft feimnismál að biðja um slíkt. AÐ DEGI TIL Hótel Saga býður upp á herbergi til leigu að degi til, en sá valkostur hefur notið vinsælda hjá stórum alþjóðlegum hótelkeðjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fólk skýrir oft mjög vel út hvers vegna það þurfi slíkt, en við erum hins vegar ekkert að spá í það. Gunnar Guðmundsson starfsmaður gestamóttöku á Radisson Blu HAPPDRÆTTI Íslenskur Víkinga- lottóspilari datt heldur betur í lukkupottinn í gær, en hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur því allan pottinn, sem nam tæplega 127 milljónum króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að um langstærsta vinning í sögu félagsins sé að ræða. Þetta er í 22. skiptið sem Íslendingur vinnur fyrsta vinn- inginn í Víkingalottóinu. Miðinn góði var keyptur á heimasíðu Getspár, lotto.is. Sá stærsti í sögunni: Heppinn spilari fær 127 milljónir STJÓRNMÁL Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Sam- fylkingar innar, ætlar ekki að leggja til breytingar á ráð- herraliði flokksins fram að kosningum. Hann mun því áfram vera utan ríkisstjórnar. Árni segist hafa haft tvennt að leiðarljósi við þessa ákvörðun: „Hagsmuni þjóðarinnar af stjórnfestu og þá nauðsyn að finna fyrirheitinu um ný vinnu- brögð og hreinskiptin stjórnmál farveg í verkum Samfylkingar- innar við landsstjórnina.“ Hann muni engu að síður vera pólitískur talsmaður flokksins og leiða stefnumörkun hans. - sh Leiðir stefnumörkun: Árni Páll ekki í ráðherrastól GRÆNLAND Kuupik Kleist, for- maður grænlensku heima- stjórnarinnar, er ásamt fleiri grænlenskum stjórnmálamönnum og embættismönnum sakaður um að blanda saman stjórnmálum og persónulegum hagsmunum vegna tengsla sinna við námu iðnaðinn. Kuupik Kleist og Ove Karl Berthelsen auðlindaráðherra eru stofnendur námufyrirtækis- ins GreenGems sem þeir stjórn- uðu til 2009, samkvæmt frétt á vef Politiken. Nú eru eiginkonur þeirra stjórnendur fyrirtækisins. Berthelsen er einn stofnenda flutningafyrirtækis sem mun hagnast verulega ef fyrirhugað álver verður reist. - ibs Námuiðnaður á Grænlandi: Saka ráðherra um spillingu SPURNING DAGSINS Dóri, mun „Sandman“ ekki bara svæfa Gunnar Nelson? „Nei, ætli Gunni muni ekki syngja Bí bí og blaka fyrir hann þegar upp er staðið.“ Dóri DNA er sérfræðingur í MMA-bardögum. Hann spáir Gunnari sigri gegn Jorge „Sand- man“ Santiago. Í enskumælandi löndum er Óli lokbrá kallaður „Sandman“. NOREGUR Hæstiréttur í Noregi vís- aði skattsvikamáli gegn listamann- inum Odd Nerdrum aftur til milli- dómstigs í gær, en hann var í fyrra dæmdur í tæplega þriggja ára fang- elsi fyrir að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslum af sölu 32 málverka upp á fjórtán milljónir norskra króna, sem jafngildir rúmum 300 milljónum íslenskra, á árunum 1998 til 2002. Hæstiréttur fann hins vegar galla á málsmeðferð sem þóttu þess eðlis að málið þyrfti að taka aftur fyrir í heild sinni á neðri dómstigum. Málið er talið áfangasigur fyrir Nerdrum, sem var veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2003. Hann segir í samtali við norska fjölmiðla að norska ríkið hafi ofsótt hann allt síðan hann kom fram á listasviðið á sínum tíma. Þetta mál sé einung- is síðasta holdtekja þess. Það hefur staðið yfir frá árinu 2002, eftir að blaðið Dagens Næringsliv vakti athygli á því, en formleg rannsókn hófst eftir að listamaðurinn flutti til Íslands. - þj Skattsvikamáli gegn norsk-íslenskum listmálara vísað til neðri dómstiga: Áfangasigur fyrir Nerdrum SEGIST OFSÓTTUR Odd Nerdrum sakar norska ríkið um að ofsækja sig. Yfir- standandi skattamál sýni það gjörla. SKEMMDIR Hús í þorpinu Venga í Santa Cruz skemmdust mikið þegar flóðbylgjan reið yfir. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA, AP Margra er saknað og fjöldi heimila eyðilagðist eftir að öflugur jarðskjálfti olli flóðbylgju við strendur Salómonseyja í gær. Jarðskjálftinn mældist átta stig á Richter-kvarða en bylgjur skullu á vestanverða eyjuna Santa Cruz. Fjögur þorp urðu fyrir flóðbylgj- unni sem eyðilagði um 80 heimili. Fimm höfðu fundist látnir í gær en talan kemur eflaust til með að hækka, að sögn yfirvalda. Önnur svæði í kring eru talin hafa sloppið við meiri háttar skemmdir. - mlæ Jarðskjálfti um átta stig á Richter við Salómonseyjar: Margra er saknað eftir flóðbylgju

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.