Fréttablaðið - 07.02.2013, Síða 30
FÓLK|TÍSKA
Blómatískan verður allsráðandi næstu mánuði og ber litskrúðugt úrvalið í íslenskum verslunum þess merki. Blómum skreyttar buxur, blómajakkar og blómakjólar eru á hverju strái. Því ýktara
sem munstrið er því betra, virðist vera.
Tískan er ekki gripin úr lausu lofti en hún hefur víða verið að ryðja
sér til rúms að undanförnu. Bresk-/tyrkneskættaði hönn-
uðurinn Erdem Moraliogu heldur henni sérstaklega á lofti
og hefur hver stjarnan á fætur annarri skartað blómakjól
frá honum á rauða dreglinum síðustu vikur. Má þar nefna
Siennu Miller, Marion Cotillard, Gemmu Arterton, Nicole
Kidman og Anne Hathaway, en hönnuðurinn hefur þrátt
fyrir ungan aldur skipað sér í sveit með tískuhönnuðum
á borð við Burberry, Christopher Baily, Marc Jacobs, og
Miuccia Prada.
Sjálfur segist hann ekki fylgja tískustraumum. Það
sem vakir fyrir honum er eingöngu að láta konur
skarta sínu fegursta. „Ég horfi á útlínurnar og að kon-
an samsvari sér vel. Litadýrð, glæsileiki og ljúft og
áreynslulaust yfirbragð er það sem vakir fyrir mér.“
BLÓMATÍSKAN
ALLSRÁÐANDI
SKARTA SÍNU FEGURSTA Það sem vakir helst fyrir tískuhönnuðinum Erdem
Moraliogu er að konur skarti sínu fegursta og að hans mati eru það blómin
sem fara þeim best. Hann er sá hönnuður sem notar blómamunstur hvað mest
um þessar mundir og hefur hver stórstjarnan á fætur annarri skartað blóma-
kjól frá honum síðustu vikur.
Nýr ilmur frá Andreu Maack verður kynntur í
dag klukkan fimm í Sparki að Klapparstíg 33.
Ilmurinn ber nafnið COAL og er innblástur-
inn sóttur til kolateikninga Andreu, tilfinn-
ingarinnar að vinna með kol, lyktarinnar og
hljóðsins sem þau gefa frá sér.
COAL er sjötti ilmurinn sem Andrea sendir
frá sér en áður hafa komið út ilmirnir
SMART, SHARP, CRAFT, SILK og DARK.
Allir eiga ilmirnir uppruna sinn í mynd-
listarverkum Andreu og í Sparki verða
einnig til sýnis og sölu þrjú ljósmynda-
verk hennar sem unnin voru út frá
kolateikningum í samvinnu við Vigfús
Birgisson.
COAL fæst nú í verslunum víðs vegar
um heiminn, meðal annars í Harvey
Nichols í London, Henri Bendel í New
York, Printemps í París og Storm í Kaup-
mannahöfn.
Sjá www.sparkdesignspace.com. ■ rat
NÝR ILMUR ANDREU Í SPARKI
COAL Andrea Maack kynnir nýjan ilm í Sparki í
dag. MYND/ARNÞÓR
ÞVÍ
MEIRA
ÞVÍ BETRA
Leikkonan
Gemma
Arterton
klæddist
kjól frá
Erdem á
frumsýningu
Hansel &
Gretel.
KVENLEGT Stjörnurnar
hafa margar hverjar
fallið fyrir Erdem en
hann leggur upp með
klæðileg snið. Nicole
Kidman er ein þeirra.
FRÁ TOPPI TIL
TÁAR Litadýrð
vakir fyrir Erdem.
Marion Cotillard
á BAFTA-verð-
launahátíðinni
í LA í skósíðum
blómakjól.
ÆPANDI
Leikkonan
Anne Hath-
away aðhyll-
ist blóma-
tískuna.
BLÓMA-
RÓS Sienna
Miller á
Golden
Globe-verð-
laununum
13. janúar
síðastliðinn.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
T
YEnskuskóli Erlu Ara - enskafyriralla.is
Enska í Englandi fyrir 13-16 ára
Tvær vikur i Kent School of English Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann.
Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Tæplega 1000 nemendur hafa
komið með frá árinu 2000 Nánari upplýsingar á enskafyriralla.is
Verð: ca 230 þúsund; allt innifalið.
myndir á facebook
Facebook, vertu vinur
facebook.com/enskafyriralla
Ferðaskipuleggjandi
Belladonna á Facebook
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Nýjar
vörur
í hverri
viku
Vor 2013
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR!
Skipholti 29b • S. 551 0770
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir