Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 46
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
„Ég hef reynt að halda leikskólanum á lofti
í ýmsum miðlum gegnum tíðina, til dæmis
í gegnum blogg og fésbókarsíður. Síðan
Laupurinn er tileinkuð leikskólanum og
ég var að stofna síðu út frá Laupnum um
þróunarverkefni innan leikskólans,“ segir
Kristín Dýrfjörð nýkomin með viður-
kenningarskjal í hendur fyrir umfjöllun
um leikskólastarf. Hún bauð Sturlu Þór
Traustasyni, fimm ára sonarsyni sínum,
með á athöfnina enda kveðst hún hafa
bloggað mikið um hans þroskaskref og
viðfangsefni, séð með augum leikskóla-
kennarans.
Það er fóstrulykt
Kristín byrjaði að vinna á leikskóla árið
1978 á Landakoti og rifjar upp er hún fór
út á róló við Vesturgötu með börnunum að
horfa á Brúðubílinn og hitti þar starfsfólk
frá fleiri leikskólum. „Bryndís Zoëga, for-
stöðukona á Drafnarborg, ein af eldri leik-
skólakennurum landsins og þekkt persóna,
settist við hlið mér á sandkassabrún og við
röbbuðum saman um stund. Þar kom að
hún spurði: „Ertu fóstra?“ „Nei, nei,“ svar-
aði ég, sannleikanum samkvæmt. „Þú átt
eftir að verða fóstra, það er fóstrulykt af
þér,“ sagði sú gamla og svo var hún rokin.“
Eftir stúdentspróf kveðst Kristín hafa
farið í Fóstruskólann, þá komin með tvö
börn. „Ég horfði á ítalskan framhaldsþátt
í sjónvarpinu þegar ég var um fermingu
sem hafði sterk áhrif á mig. Hún fjallaði
um kennara í fátækrahverfi í Róm sem
fór með krakkana út fyrir skólastofuna
og tengdi samfélagið og skólann saman.
Ég á bókina Dagbók kennara sem myndin
er byggð á. Þessi mynd hafði sterk áhrif á
mig og varð til þess að ég ákvað að þetta
vildi ég leggja fyrir mig. Mér fannst að
hver dagur í leikskóla væri ný áskorun.“
Leikskólinn alltaf staðið mér nærri
Sem útskrifuð fóstra fór Kristín að vinna
á leikskólanum Hlíðarenda við Laugarás-
veg. Í næsta húsi var vöggustofa á vegum
Thorvaldsen. Eftir tvö ár sótti hún um
leikskólastöðu innan Thorvaldsen og fékk
hana og varð strax þátttakandi í félags-
málum stéttarinnar, meðal annars fyrsti
formaður Reykjavíkurdeildar. „Ég fékk
strax áhuga á sögu leikskólans, málefni
hans og leikskólabarna hafa alltaf staðið
mér nærri,“ segir hún.
Kristín var leikskólastjóri í tíu ár en þá
fór hún að kenna við Háskólann á Akur-
eyri og er þar dósent. „Ég kenni verðandi
leikskólakennurum og í háskólanum fæ
ég tækifæri á að skoða hluti í nýju ljósi,
hef tök á að stofna heimasíður og ástunda
rannsóknir,“ lýsir hún. En hver telur hún
stærstu skrefin í framþróun leikskólans
á þeim tíma sem hún hefur fylgst með
honum?
„Það eru nokkrar vörður á þeirri leið.
Í fyrsta lagi stofnun leikskóla Sumar-
gjafar. Svo þegar fyrsta uppeldisáætlunin
á vegum Menntamálaráðuneytisins 1985 er
gefin út sem Valborg Sigurðardóttir skóla-
stjóri Fóstruskólans skrifaði. Þá fengum
við okkar fyrstu aðalnámsskrá, fræðilega
umgjörð um leikskólastarfið. Þá tel ég það
hafa haft mikið að segja fyrir okkur leik-
skólakennara að við stofnuðum okkar eigið
stéttarfélag 1988. Árið 1991 voru sett lög
um leikskólastigið og við lentum í því að
það var bitist um okkur í ráðuneytunum.
Svavar Gestsson menntamálaráðherra og
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála ráðherra
vildu bæði fá málaflokkinn. Við vildum til-
heyra menntamálum og gerum það. Í lögun-
um er leikskólinn skilgreindur á for sendum
barnsins, ekki foreldra. Að það sé réttur
barnsins að vera í leikskóla. Það hefur mér
alla tíð fundist afar mikilvægt.“
Kristín segir það hafa haft mikil áhrif
á starf leikskólanna þegar settur var
peningur í þróunarsjóð sem styrkt hafi
innra starf og fagvitund. „Góð þróunar-
verkefni smita út frá sér og þessi verkefni
hafa áhrif á að ýta faglegu starfi í leik-
skólunum áfram.“
Vill að stolt stétt útskrifist
Að lokum er Kristín spurð hvað hún sé
ánægðust með af því sem hún hefur áork-
að og eftir smá umhugsun nefnir hún fyrst
þátt sinn í að skrifa aðalnámsskrár leik-
skólanna en víkur svo talinu að kennsl-
unni á Akureyri. „Ég var leikskólastjóri í
stórum leikskóla 1997 þegar ég var beðin
að sækja um stöðu á Akureyri. Var með
skóla í uppbyggingu og gott samstarfs-
fólk og sá fram á að við gætum búið til
gott módel sem ég væri stolt af sem leik-
skólakennari. En svo hugsaði ég: „Hvernig
hef ég mest áhrif á aðstæður allra barna
í íslenskum leikskólum?“ Og ákvað að það
væri við nýja menntastofnun. Kannski
er ég ánægðust með það skref að fara
inn í háskólann og koma ástríðu minni
fyrir málefnum barna og leikskóla áfram
til nýrra leikskólakennara. Ég þreytist
aldrei á að hvetja þá til að vera fag legir,
að hlusta eftir rannsóknum og nýjum
kenningum og vera alltaf tilbúnir að gera
betur. Einnig að efla stolt þeirra því ég vil
að það sé stolt stétt sem útskrifast.“
gun@frettabladid.is
Hver dagur í leikskóla ný áskorun
Dagur leikskólans var í gær. Þá veitti menntamálaráðherra í fyrsta skipti viðurkenninguna Orðsporið þeim sem hafa skarað fram úr og
unnið ötullega í þágu leikskólans og leikskólabarna. Kristín Dýrfj örð, leikskólakennari og dósent, var ein þeirra sem hlutu þann heiður.
KRISTÍN MEÐ SONARSONINN STURLU ÞÓR TRAUSTASON „Ég horfði á hans þroskastig öðru vísi en ég gerði með mín börn, sem dæmi var hann bara nokkurra
mánaða þegar hann var búinn að uppgötva valdatækið á heimilinu, réttu fjarstýringuna,” segir hún glaðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
29
07
0
2/
13
15%
afsláttur
gildir út febrúar
Mixtúrur og Paratabs
Lægra
verð í
Lyfju