Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 07.02.2013, Qupperneq 50
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitar- innar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í band- inu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðar- sveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamynd- in Lawless sem Cave samdi hand- ritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áber- andi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman’s Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóð- verinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakk- lands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. „Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómót- uðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitt- hvað töfrandi,“ sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. „Við erum búnir að gera einhverj- ar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir,“ sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrif- uðum textum og myndum. Mynd- diskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjór- um tónleikum í fjórum mismun- andi borgum, London, París, Berl- ín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar. freyr@frettabladid.is Óskilgreind fegurð Nick Cave & the Bad Seeds sendir frá sér sína fi mmtándu hljóðversplötu, Push the Sky Away, í næstu viku. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári. Í spilaranum My Bloody Valentine - MBV Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu bak- sviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari … Á safnplötunni Ace‘s Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablús tónlist og fín útgáfa. Einn af þeim villtari TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson STUTTUR FERILL Hryggilegur dauðdagi batt enda á feril Johnny Ace. FIMMTÁNDA PLATAN Nick Cave og félagar í The Bad Seeds gefa út sína fimmtándu hljóðversplötu í næstu viku. NORDIPCHOTOS/GETTY Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 2 Valdimar Yfir borgina 3 Moses Hightower Háa C 4 Retro Stefson Julia 5 Bruno Mars Locked Out of Heaven 6 Frank Ocean Lost 7 Justin Timberlake / Jay-Z Suit and Tie 8 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá 9 Asaf Avidan One Day 10 Rihanna / Mikky Ekko Stay Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir Söngvakeppnin 2013 2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 3 Retro Stefson Retro Stefson 4 Moses Hightower Önnur Mósebók 5 Valdimar Um stund 6 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf 7 Hjaltalín Enter 4 8 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 9 Raggi Bjarna Dúettar 10 Skálmöld Börn Loka 31.1.2013 ➜ 6.2.2013 ÁSGEIR TRAUSTI SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS 2013 Bloodgroup - Tracing Echoes Eels - Wonderful, Glorious hlustið trúið hlýðið HARMAGEDDON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.