Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 07.02.2013, Qupperneq 58
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 JEPPADEKK ÚRSLIT ÚRSLIT SPORT SÍMABIKAR KVENNA Í HANDBOLTA ÁTTA LIÐA ÚRSLIT GRÓTTA - HK 25-23 (14-8) Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Arndís María Erlingsdóttir 4, Harpa Baldursdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórunn Friðriksdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 9, Sóley Ívarsdóttir 5, Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1. Undanúrslitaleikirnir fara báðir fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 9. mars en í pottinum verða Fram, ÍBV, Valur og Grótta. DOMINOS KVENNA Í KÖRFU KEFLAVÍK - VALUR 78-97 (42-48) Keflavík: Jessica Ann Jenkins 21, Sara Rún Hinriksdóttir 18, Birna Valgarðsdóttir 16 (11 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 10 (5 frák./5 stoðs./5 stolnir), Bryndís Guðmundsdóttir 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 6. Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 31, Jaleesa Butler 24 (16 frák./6 stoðs./7 varin), Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 7. KR - HAUKAR 73-54 (34-21) KR: Shannon McCallum 38 (14 frák./9 stolnir), Helga Einarsdóttir 15, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 frák./5 stoðs.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 2. Haukar: Siarre Evans 20 (31 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 11, Dagbjört Samúelsdóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2. NJARÐVÍK - SNÆFELL 61-78 (28-43) Stigahæstar: Lele Hardy 35 (16 frák.), Svava Ósk Stefánsdóttir 7, Ásdís Vala Freysdóttir 6 - Kieraah Marlow 24 (15 frák.), Hildur Björg Kjartansdóttir 16, Berglind Gunnarsdóttir 13, Rósa Indriðadóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 6 (13 frák./5 stoðs.), Alda Leif Jónsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5. GRINDAVÍK - FJÖLNIR 90-64 (44-33) Stigahæstar: Crystal Smith 24 (10 frák./6 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 23 (8 frák./5 stoðs./5 stolnir), Berglind Anna Magnúsdóttir 12 - Bergdís Ragnarsdóttir 21, Britney Jones 19, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11 (11 frák.). Stig liða í deildinni: Keflavík 36, Snæfell 32, Valur 24, KR 24, Haukar 16, Grindavík 12, Njarðvík 10, Fjölnir 6 VINÁTTULANDSLEIKIR Í FÓTBOLTA ÍSLAND- RÚSSLAND 0-2 Mörk: 0-1 Roman Shirokov (43.), 0-2 Olge Shatov (65.) Tölfræðin í leiknum: Skot (á mark): 3-10 (0-4) Varin skot: Hannes 2, Akinfeev 0. Horn: 5-5. Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-5 Lið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarssonm, Hjálmar Jónsson, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Eiður Smári Guðjohnsen (79., Helgi Valur Daníelsson), Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson - Kolbeinn Sigþórsson (60., Jóhann Berg Guðmundsson), Alfreð Finnbogason (75., Arnór Smárason). KÝPUR* - SERBÍA 1-3 1-0 Constantinos Makridis (19.), 1-1 Dusan Tadić (33.), 1-2 Tadić (47.), 1-3 Dusan Basta (70.). SLÓVENÍA* - BOSNÍA 0-3 0-1 Vedad Ibisevic (33.), 0-2 Miralem Pjanić (41.), 0-3 Muamer Svraka (80.). NOREGUR* - ÚKRAÍNA 0-2 0-1 Mykola Morozyuk (17.), 0-2 Andriy Yarmolenko (42.). ALBANÍA* - GEORGÍA 1-2 GRIKKLAND - SVISS* 0-0 SPÁNN - ÚRÚGVÆ 3-1 1-0 Cesc Fabregas (16.), 1-1 Cristián Rodríguez (32.), 2-1 Pedro (51.), 3-1 Pedro (74.). MAKEDÓNÍA - DANMÖRK 3-0 1-0 Goran Pandev (8.), 2-0 Agim Ibraimi (17.), 3-0 Nikolce Noveski (24.). ENGLAND - BRASILÍA 2-1 1-0 Wayne Rooney (26.), 1-1 Fred (49.), 2-1 Frank Lampard (60.). Fyrsti sigur Englendinga á Brasilíumönnum síðan árið 1990. HOLLAND - ÍTALÍA 1-1 1-0 Jeremain Lens (33.), 1-1 Marco Verratti (90.+1). WALES - AUSTURRÍKI 2-1 1-0 Gareth Bale (21.), 2-0 Sam Vokes (52.), 2-1 Marc Janko (75.). BELGÍA - SLÓVAKÍA 2-1 1-0 Eden Hazard (10.), 1-1 Richard Lásik (87.), 2-1 Nicolas Lombaerts (90.) SVÍÞJÓÐ - ARGENTÍNA 2-3 0-1 Sjálfsmark Mikael Lustig (3.), 1-1 Jonas Olsson (17.), 1-2 Sergio Agüero (19.), 1-3 Gonzalo Higuaín (23.), 2-3 Rasmus Elm (90.) FRAKKLAND - ÞÝSKALAND 1-2 1-0 Matthieu Valbuena (44.), 1-1 Thomas Müller (51.), 1-2 Sami Khedira (74.). SKOTLAND - EISTLAND 1-0 1-0 Charlie Mulgrew (39.). Fyrsti leikur Skota undir stjórn Gordon Strachan. *MEÐ ÍSLANDI Í RIÐLI Í UNDANK. HM Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza hefja í kvöld leik í keppni um spænska Konungsbikarinn í körfubolta en þangað komast bara átta efstu lið spænsku deildarinnar. Jón Arnór er á sínu fimmta tímabili á Spáni en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í þessari sérstöku bikarkeppni sem er kláruð á fjórum dögum. CAI Zaragoza mætir liði Caja Laboral í 8 liða úrslitunum í kvöld. Caja er í 2. sæti deildarinnar en CAI er í 7. sæti. Sigurvegari úr þessum leik mætir sigurvegaranum úr leik Real Madrid (1. sæti) og Barcelona (4. sæti) sem fer einnig fram í kvöld. Undanúrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan spilaður daginn eftir. Jón Arnór keppir um Konungs- bikarinn í fyrsta sinn Kolbeinn Sigþórsson bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á móti Rússum í gær, aðeins 22 ára, 10 mánaða og 23 daga gamall. Hann er yngri en Aron Einar Gunnarsson þegar hann fékk fyrsta fyrirliðabandið á móti Frökkum í fyrra, þá bara 23 ára, 1 mánaða og 5 daga. Aron Einar gat ekki tekið þátt í leiknum í gær vegna meiðsla. Þegar Aron Einar fékk fyrirliðabandið frá Lars Lagerbäck í lok maí í fyrra var hann yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliða bandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn, en tveimur árum áður hafði hann sett metið, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Lars Lagerbäck er greinilega óhræddur að láta unga leikmenn taka við fyrirliðabandinu. Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með landsliðinu á ný í gær, bar fyrst fyrirliðaband landsliðsins í sigurleik á móti Færeyjum 7. júní 2003, þá 24 ára, 8 mánaða og 23 daga. Kolbeinn yngsti fyrirliðinn síðan 1977 Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 3-0 á móti Wales í vináttulandsleik í Wales í gær. Wales var sterkara liðið í leiknum en skoraði ekki mörkin sín fyrr en á síðustu ellefu mínútum leiksins. Þetta er áttunda tap íslenska 21 árs liðsins í röð undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar því liðið tapaði sjö síðustu leikjum sínum í síðustu undankeppni. Markatala íslenska liðsins í þessum átta leikjum er 2-23 mótherjunum í hag. Arnór Ingvi Traustason fékk besta færi íslenska liðsins í leiknum þegar hann slapp í gegn í stöðunni 0-0. Markatalan er 2-23 FÓTBOLTI Árið hefði getað byrj- að betur fyrir Lars Lagerbäck og lærisveina hans í íslenska landsliðinu. Eftir ágætt fyrsta ár hans í starfi sem einkenndist af almennri bjartsýni í garð liðsins í fyrsta sinn í langan tíma var fátt sem gladdi augað í 2-0 tapi Íslands fyrir Rússlandi í æfingaleik í gær. Lagerbäck tefldi þó djarft og bauð upp á ógnarsterka sóknar- línu. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson voru á köntunum og frammi voru þeir Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason – báðir miklir marka- hrókar. En því miður náðu þessir fjór- ir ekki að komast í gegnum vel skipulagðan rússneskan varnar- múr í gær. Rússarnir voru þolin- móðir, fóru sér að engu óðslegu og biðu þess að íslenska vörnin myndi sýna bresti – sem og varð raunin. Lagerbäck sjálfur hefur bent á að helsta vandamál íslenska landsliðs- ins sé varnarleikurinn og að efni- viðurinn sé ekki jafn mikill þar og í sóknarþenkjandi leikmönnum. Það sýndi sig í gær enda varnarleikur Íslands heldur vandræðalegur í báðum mörkum Rússa. Rússneska liðið, sem var ein- göngu skipað leikmönnum úr deildinni heima, spilaði afar skyn- samlega í leiknum og hélt íslensku sóknarmönnunum algerlega niðri frá fyrstu mínútu. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag,“ sagði Kolbeinn við Fréttablaðið eftir leik í gær, en hann var fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. „Við getum þó huggað okkur við að við spil- uðum ágætan varnarleik í fyrri hálfleik en Rússarnir voru þolin- móðir og nýttu sín færi vel. Þeir voru mjög yfirvegaðir og gerðu það sem þeir þurftu.“ Ísland fékk þó nokkur færi. Eiður komst í góða skotstöðu en hitti boltann illa og þá fékk Gylfi aukaspyrnu á hættulegum stað en náði ekki að lyfta boltanum yfir vegginn. Annars kom skammar- lega lítið úr þeim föstu leik atriðum sem Ísland þó fékk í leiknum. Kol- beinn segir að sóknarleikurinn hafi valdið sér vonbrigðum. „Það var erfitt að skapa eitthvað af viti,“ sagði hann. „Við viljum fá boltann í lappirnar og spila okkar leik en þeir náðu að loka vel á það. Það voru vonbrigði að ná ekki að skapa fleiri færi og spila betur. Þetta var þó æfingaleikur en við verðum að gera betur en þetta ef við ætlum okkur að vinna fleiri leiki í ár.“ eirikur@frettabladid.is Misheppnuð tilraun Ísland tapaði fyrir Rússlandi, 2-0, í vináttulandsleik á Marbella á Spáni í gærkvöld. Liðsuppstilling Íslands var sókndjörf en bar lítinn sem engan árangur. RÚSSARNIR STERKIR Roman Shirokov fagnar hér marki með félögum sínum en hann átti þátt í báðum mörkum Rússa. MYND/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.