Fréttablaðið - 07.02.2013, Síða 62
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
„Uppáhaldsdrykkurinn minn er viskí
vegna þess að það vermir mann
eins og arineldur á góðu kvöldi.“
Árni Kristjánsson, leikstjóri og leikrita-
höfundur.
„Ég er búinn að henda gítar-
nöglinni,“ segir tónlistar maðurinn
Birgir Örn Steinarsson, oftast
kenndur við Maus.
Hann spilar á sínum fyrstu sóló-
tónleikum í rúm sex ár á Gamla
Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljóm-
sveit. Einnig koma Árstíðir fram.
Tónlistin er þjóðlagaskotin en með
skírskotanir í popp, tangó, vals og
polka.
Birgir hefur lítið haft sig í frammi
síðan hann starfrækti hljómsveitina
Krónu fyrir nokkrum árum. Hann
stekkur núna út í djúpu laugina eftir
að hafa eytt tveimur árum í að læra
betur á gítarinn sinn. Núna kann
hann listina að fingraplokka. „Ég
ákvað að vera ekki að trana mér
fram fyrr en mér fyndist ég hafa
upp á eitthvað að bjóða og ég gæti
staðið einn og óstuddur. Ég tók líka
ákvörðun um að spila ekki nema ég
væri beðinn um það og það hafði
ekki gerst lengi fyrr en núna fyrir
áramót,“ segir Birgir, sem tók þátt
í tónleikaröðinni Vinnslunni. „Ég
„koksaði“ alveg í byrjun og stamaði
og hikstaði. Síðan komst ég á flug og
komst að því að mér fyndist þetta
enn þá skemmtilegt,“ segir hann en
ný sólóplata er væntanleg í sumar.
Birgir gaf út sína fyrstu sóló-
plötu, Id, árið 2006 á meðan hann
var búsettur í London. Upptöku-
stjóri var Tim Simenon sem hafði
unnið með Depeche Mode og Sinéad
O´Connor. Allt kom fyrir ekki því
platan fékk miðlungsgóða dóma og
spilaði þar kannski inn í að hún var
undir áhrifum raftónlistar og allt
öðruvísi en það sem hann hafði gert
með Maus.
Hann semur núna lög ef þau koma
til hans á eðlislægan hátt án þess að
vera þvinguð fram. „Ég er búinn að
vera í þeirri frábæru aðstöðu að það
er enginn að bíða eftir neinu, sem
þýðir að það eru engar væntingar.
Það gefur mér færi á að koma fólki
á óvart,“ segir popparinn og held-
ur áfram: „Áður fyrr bjó maður
kannski til lag eða plötu og um leið
og maður kláraði lagið var maður
byrjaður að taka við Íslensku tón-
listarverðlaununum í hausnum. Ef
ég horfi til baka get ég ekki heiðar-
lega sagt að ég hafi verið að gera
tónlistina bara ánægjunnar vegna.
Ef þú ert ekki að semja tónlistina
frá hjartanu þá heyrir fólk það.
Það er kannski stærsti galli síðustu
plötu.“
Birgir einbeitir sér núna að sál-
fræðinámi sínu við Háskóla Íslands
og fjölskyldunni sinni. Einnig er
hann að vinna með geðfötluðu fólki
í Reykjavík í tengslum við nám sitt
og þykir það mjög gaman. Að auki
skrifaði hann handrit myndarinnar
Vonarstræti ásamt leik stjóranum
Baldvini Z og hefjast tökur 20.
febrúar. Aðspurður segist hann vera
búinn að þroskast mikið, sérstak-
lega eftir að hann varð fjölskyldu-
maður og varð að „kippa höfðinu út
úr rassgatinu á sjálfum sér“. Nýju
lögin hans eru öll á íslensku og
koma aðeins út á Íslandi. „Ég er ekk-
ert á leiðinni neitt. Mig langar bara
að vera hér og njóta þess að semja
íslenska texta aftur.“
freyr@frettabladid.is
BIRGIR ÖRN STEINARSSON Biggi spilar á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri
hljómsveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DRYKKURINN
„Mig langaði að setja rætur mínar
á mig, ef svo má segja, og fannst
frábært að geta sameinað Svíþjóð
og Patreksfjörð í einni mynd. Ég
bjó fyrstu ár ævi minnar í Sví-
þjóð og ber enn sterkar taugar til
landsins. Hver hefur ekki gaman
af munntóbaki, íshokkíi og léleg-
um bröndurum?“ segir tónlistar-
maðurinn Smári Tarfur Jósepsson,
sem leikur með hljómsveitinni Ylju
um þessar mundir, um nýtt húðflúr
sem hann fékk sér á mánudag.
Húðflúrið er virðingarvottur
Smára við æskuslóðirnar og er
hannað af listakonunni Kristjönu
Elísabetu Sigurðardóttur í sam-
starfi við húðflúrarann Gunnar
Sigurð Valdimarsson, sem er jafn-
framt góðkunningi Smára.
„Við Gunni erum vinir til margra
ára og að koma til hans í flúr er sér-
stök stemning fyrir mig. Við dett-
um í gott spjall og förum út um
víðan völl. Áður en ég veit af er ég
staðinn upp með nýtt húðflúr og
skil ekki neitt í neinu.“
Húðflúrið er fiðrildi í sænskum
litum og lýsir Smári því á eftir-
farandi hátt: „Þetta er Vestfjarða-
kjálkinn, réttsælis og svo spegl-
aður, inni í fiðrildi. Þannig að
kjálkinn myndar í raun vængina.
Minningar mínar frá Svíþjóð eru
mjög tengdar fiðrildum.“
Húðflúrið er staðsett á vinstri
framhandlegg Smára og er það
ellefta sem hann fær sér. Smári
kveðst vera með ákveðið þema á
hvorum handlegg fyrir sig; á þeim
hægri er tónlistarmaðurinn Smári
og á þeim vinstri er persónu leikinn.
„Á vinstri handlegg er ég með
sjálfsmynd af mér, mynd af litlum
Smára og sitthvað fleira. Á vinstri
handlegg er ég sem sagt mjög sjálf-
miðaður,“ segir hann að lokum og
hlær. - sm
Virðingarvottur við æskuslóðirnar
Smári Tarfur Jósepsson er með ellefu húðfl úr. Nýtt fl úr bættist við á mánudag.
ÆSKUSLÓÐIRNAR Á HANDLEGGINN Smári Tarfur Jósepsson er kominn með einn
eitt húðflúrið. Í þetta sinn kaus hann að flúra á sig virðingarvott við æskuslóðirnar.
MYND/KRISTJANA ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR
Bókmenntaborgin Reykjavík og
bókaforlagið Rúnatýr bjóða upp á
hrollvekjandi dagskrá í Bíó Para-
dís í kvöld í tilefni Vetrar hátíðar
í Reykjavík. Dagskráin hefst
klukkan 20.30 og lýkur með sýn-
ingu á kvikmyndinni Nosferatu
eftir F.W. Murnau.
Kvöldið nefnist Með blóði vætt-
an góm og meðal þeirra sem fram
koma eru Brynhildur Heiðar-
og Ómarsdóttir, Þorsteinn Mar,
Jóhann Þórsson og Einar Leif
Nielsen, sem les upp úr nýútkom-
inni vísindaskáldsögu sinni. Að
bókmenntadagskránni lokinni
hefst kvikmyndasýningin og
kostar ekkert inn á hana.
Blóð í Paradís Lærði fi ngraplokk og
er laus við væntingar
Birgir Örn Steinarsson heldur sína fyrstu sólótónleika á Íslandi í rúm sex ár í
kvöld. Hann vonast til að koma fólki á óvart enda laus við allar væntingar.
Birgir hefur stundum verið gagnrýndur fyrir söngrödd sína og eitt sinn
sagði Bubbi Morthens hann lélegan söngvara eftir að Birgir hafði skrifað
umdeildan pistil um rokkkónginn er hann ritstýrði tímaritinu Monitor.
Ummælin fóru á forsíðu DV. „Ég held að ég sé eini íslenski söngvarinn
sem hefur endað á forsíðu blaðanna út af söngrödd sinni. Við erum
með marga aðra söngvara á Íslandi sem eru með skrítnar raddir, eins og
Megas og Björn Jörund, en ég hef einhvern veginn lent í þessu og ég er
ekki viss um að það sé endilega sanngjarnt. Söngröddin mín böggar mig
ekki neitt,“ segir Birgir, sem er búinn að sættast við Bubba. Það var Birgir
sjálfur sem sendi pistilinn sinn á bloggsíðu Bubba í von um að hann
tjáði sig um hann og svo sendi hann ummæli Bubba á DV. Þannig vildi
hann kynna Monitor betur en segja má að þetta „plott“ hafi sprungið í
andlitinu á honum.
Búinn að sættast við Bubba Morthens
NAOMI WATTS
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
100/100
„Ógnvænlega vel gerð.“
100/100
„Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir
sem fólk verður að sjá á árinu.“
100/100
„Einstaklega raunveruleg stórslysamynd,
sem lætur engan ósnortinn“
„Ein af betri myndum ársins 2012.“
Mbl.
Komin í bíó