Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 16
16. febrúar 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Framsóknarflokkurinn rær nú einn á báti með þá ófrá-víkjanlegu afstöðu að ræða ekki aðra kosti í gjaldmiðils- málum en krónuna. Fyrir ári boðaði Samfylkingin ein upptöku gjaldgengrar mynt- ar. Nú benda fleiri stefnumótandi einingar á að krónan er Þrándur í Götu frjálsra viðskipta, einka- framtaks, hagvaxtar og velferðar. Þannig blasir við breytt pólitískt landslag í þessum efnum þó að skoðanakannanir segi aðra sögu um afstöðu kjósenda. Á liðnu sumri samþykkti VG í ríkisstjórn, án fyrirvara gagn- vart Evrópusambandinu, að Ísland stefndi markvisst að því að innleiða evruna. VG getur ekki horfið frá þessari stefnu fyrir kosningar nema segja sig úr ríkis stjórninni. Björt framtíð er nýtt umtals- vert stjórnmálaafl. Hún vill halda möguleikanum á upptöku evru opnum. Þá lagði efnahagsnefnd Sjálfstæðisflokksins nýverið til að ýmsir kostir varðandi einhliða upptöku á gjaldgengri mynt yrðu kannaðir því krónan nýttist ekki í alþjóðaviðskiptum. Þetta þýðir að fjórir af fimm stærstu flokkunum ýmist stefna að upptöku annarrar myntar eða fjalla um þann möguleika. Þótt spyrja megi hvaða hugur fylgi máli í hverju falli sýnir þetta athyglisverð umskipti á einu ári. Einir á báti Þegar hér er komið í spurn-ingum og svörum má reikna með að forystumenn Fram- sóknarflokksins bendi á að þeir vilji auka svo verðmætasköpun atvinuveganna að unnt verði að lækka skatta og hækka laun á Landspítalanum og öðrum stofn- unum ásamt því að endurgreiða heimilunum efnahagshrunið. Svör af þessu tagi eru stundum gild. En eins og þetta mál er vaxið reynir það verulega á þolrif trúgirninnar. Spurningin er: Kemur eitthvað fram í samþykktum Framsókn- arflokksins sem vekur vonir um að hér verði þær grundvallar- breytingar á efnahagsumhverf- inu að reikna megi með þeim ofurhagvexti sem nauðsyn legur er til að standa undir lof orðunum? Hagfræðingar geta dæmt um það. En veikleikinn frá sjónarhorni almenns kjósanda er sá að þetta verður alltént ekki ráðið af text- anum. Menn þurfa þá að trúa á eitthvað sem gæti leynst á milli línanna. Enginn annar stjórnmála- flokkur hefur gefið slíkt loforð um almenna endurgreiðslu húsnæðis- lána. Framsóknarmenn eru þó ekki einir á báti. Áhrifamiklir frambjóðendur sjálfstæðismanna og Samfylkingar tala með sama hætti án þess að svara hvernig það skuli gert. Þeirra bíður sama trúverðugleikaklípa að kosningum loknum. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, Samfylkingarinnar og VG vara við yfirboðum af þessu tagi. Svo virðist sem enginn þeirra vilji taka þá áhættu að þurfa að standa utan ríkisstjórnar til þess eins að komast hjá því að svíkja óraunhæf kosningaloforð. En má treysta á þá varfærni þegar kemur að stjórnar- myndun og Framsóknar flokkurinn verður kominn í aðstöðu til að setja skilyrðin? Ekki alveg einir á báti Það er kostur við sam-steypustjórnir að við myndun þeirra eru þeir flokkar sem gefa óraun- hæf kosningaloforð oft stoppað- ir af. Stór kosningaloforð líta því stundum strax út eins og vísir að miklum málefnasvikum. Þetta er þó ekki algilt. Framsóknarflokkurinn á nú vaxandi fylgi að fagna og sýn- ist standa nær ríkisstjórnar- borðinu en aðrir eftir kosningar. Um síðustu helgi ítrekaði hann eitt stærsta kosningaloforð allra tíma. Það er almenn endurgreiðsla og eftirgjöf verðbreytinga á hús- næðislánum fimm ár aftur í tím- ann. Hitt var nýtt að gera fullar efndir á þessu loforði að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Forsætisráð- herra og innan- ríkisráðherra gáfu sams konar loforð ef t i r mikil mótmæli á Austurvelli eins og allir muna. Samstarfsmenn þeirra í báðum stjórnarflokkunum leiddu þær yfirlýsingar í jörð með hringekju - fundum sérfræðinga. Allir vissu að ráðherrarnir höfðu lofað upp í ermina á sér, enda geymir hag- sagan engin dæmi um að nokkurri þjóð hafi tekist að endurgreiða verðbólgu aftur í tímann. Nú staðhæfir formaður Fram- sóknarflokksins að ekkert slíkt muni endurtaka sig fái hann lyklavöld í Stjórnarráðinu. Því til sönnunar segir hann að kok- hraustum mönnum séu allir vegir færir enda hafi kjarkur hans fært þjóðinni sigurniðurstöðu EFTA- dómstólsins, sem hann treysti þó alls ekki fyrir málalyktum fyrr en eftir á. Þrátt fyrir sjálfs traustið getur þetta þó orðið snúið. Tvær leiðir eru til að efna þetta loforð allra loforða. Önnur er að láta elli- og örorkulífeyris- þega borga brúsann í gegnum lífeyris sjóðina með því að snið- ganga stjórnarskrárvarin réttindi þeirra. Hin er að hækka skatta sem nemur loforðakostnaðinum. Flækjan er sú að Framsóknar- flokkurinn lofar líka að bæta vel- ferðarkerfi aldraðra og öryrkja og lækka skatta. Stór loforð vísa oft á mikil svik S eðlabankinn greindi frá því nýverið að alls hefðu um 76 milljarðar króna komið inn í íslenskt hagkerfi í gegnum hina svokölluðu fjárfestingarleið, eða 50/50-leið, á síðasta ári. Hún gengur út á að þeir sem eiga erlendan gjald- eyri geta keypt íslenskar krónur með miklum afslætti ef þeir koma með sömu upphæð inn í hagkerfið (og höftin) og skipta henni í krónur á gengi Seðlabankans. Seljendur, heildar- salar krónunnar, eru aflandskrónueigendur. Seðlabankinn er hins vegar kjörbúðin sem býður upp á viðskiptin. Samtals fá þeir sem koma þessa leið um 20 prósenta virðis- aukningu á peningana sína. Ef öllum evrunum þeirra hefði verið skipt á seðlabankagenginu hefðu fengist um 62 milljarðar króna fyrir þær. Því er virðis- aukningin sem fékkst vegna leiðarinnar um 14 milljarðar króna. Greining Íslandsbanka fjallaði um 50/50-leiðina í Morgunkorni sínu nýverið. Þar sagði að „vísbendingar [eru] um að verulegur hluti þess fjár sem kemur inn í gegn um 50/50 leiðina séu krónu- eignir Íslendinga sem hugsanlega myndu skila sér að stórum hluta inn í hagkerfið óháð útboðum Seðlabankans […] til upprifj- unar var það tekið fram í áætlun um losun gjaldeyrishafta […] að markhópur fyrir 50/50 útboðsleiðina væru erlendir aðilar sem hefðu áform um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi“. Þetta rímar við það sem aðilar innan bankakerfisins segja í einkasamtölum. Að gamlir útrásarvíkingar og íslensk útflutn- ingsfyrirtæki nýti sér þessa leið grimmt til að fjölga krónunum sínum. Að Íslendingar sem búi erlendis taki jafnvel lán hjá erlendum bönkum til að flytja peninga heim og kaupa sér fast- eignir eða aðrar eignir með miklum afslætti. Að íslensk fjármála- fyrirtæki bjóði líka upp á „lausnir“ fyrir þá kúnna sem eiga gjaldeyri til að koma með hann inn í landið með þessum hætti. Seðlabankinn brást við þessari umræðu með greiningu á síðasta útboði sem fór fram 5. febrúar. Niðurstaða hennar var sú að innlendir fjárfestar ættu einungis 17 prósent af fjárhæðunum. Erlend félög í eigu innlendra aðila voru talin með. Vert er að taka fram að sú upphæð sem skipt var í krónur í þessu uppboði er um tíu prósent af heildarupphæðinni sem komið hefur til landsins í gegnum 50/50-leiðina. Fulltrúi Seðlabankans sagði enda í samtali við Fréttablaðið að ekki væri hægt að fullyrða að síðasta útboð gæfi greinargóða mynd af öllum fyrri útboðum. Þegar leitað var frekari upplýsinga um þau var lítið um svör. Slíkar upplýsingar lægju einfaldlega ekki fyrir. Það er öllum ljóst sem vilja sjá að á Íslandi er ekki allt vaðandi í erlendri fjárfestingu. Útlenskir fjárfestar eru því ekki að flytja hingað peninga í bílförmum. Með lækkun lágmarksfjárhæða í útboðunum, úr 8,6 milljónum í 4,3 milljónir, er líka ljóst að mun fleiri „venjulegir“ Íslendingar sem fá laun erlendis eða eiga þar eignir geta flutt peninga heim með miklum ágóða. Það er því hægt að segja að til séu tvær þjóðir á Íslandi. Sú fyrri býr hérlendis, þiggur laun í íslenskum krónum og lýtur gervigengi gjaldmiðilsins sem höftin búa til. Sú síðari þénar í gjaldeyri eða á erlendar eignir. Hún getur keypt í íslenskum fyrirtækjum, fasteignir eða bara fjárfest á 20 prósentum lægra verði en fyrri hópurinn. Nú, þegar fyrir liggur að gjaldeyrishöft verða ótímabundin, mun eignamyndunarbilið á milli þessara tveggja hópa breikka. Hratt. Fjárfestingarleiðin gefur hluta Íslendinga forskot: Tvær þjóðir Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.