Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 44
FÓLK| HÆFILEIKARÍK „Tónlistarhæfileikinn kemur ekki frá pabba en mamma hefur rödd þótt hún vilji ekki gangast við því. Amma sagðist hafa sungið og frændi minn samdi dægurlagið Fiskinn minn. Því eru smávegis tónlistarhæfi- leikar í ættinni.“ MYND/VALLI „Ég hef samið eigin tónlist síðan ég var smástelpa en er enn svo ung að ég vil þróast áfram sem tónlistarmaður áður en ég læt lögin mín heyrast,“ segir Sylvía sem æfir sig heima í bíl- skúr. „Pabbi byggði bílskúr fyrir bílana sína en var svo góður að eftirláta mér skúrinn fyrir söngaðstöðu. Ég hef alltaf verið óhrædd við að koma fram og veit ekki hvaðan það sjálfstraust og hugrekki kemur. Þetta snýst um að trúa á sjálfan sig. Þá getur maður allt.“ Sylvía hefur háleit markmið þegar hún lítur til framtíðar sinnar sem listamanns. „Ég vil nota rödd mína til að bæta heiminn og að fólk muni eftir mér fyrir að hafa látið gott af mér leiða. Ég verð oft brjáluð yfir því óréttlæti og eymd sem ég sé í fréttum og hefur alltaf langað að hjálpa til í heiminum því svo fáir gera það. Ég vil feta í fót- spor Michaels Jackson og Bítlanna sem sungu um frið og lít upp til fólks sem axlar ábyrgð,“ segir Sylvía sem ætlar einnig að stofna sjóð fyrir les- blind börn á Íslandi. „Ég er lesblind og veit að það skiptir sköpum fyrir lesblind börn að geta sótt aukatíma. Ég er líka með- vituð um að það eru ekki öll börn jafn heppin og ég að eiga þess kost. Því vil ég að lesblind börn geti sótt í sjóðinn því skólinn dugar þeim ekki einn til að vinna á lesblindunni.“ ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Sylvía verður sautján þann 27. febrúar. „Þann daginn fæ ég bílpróf og get ekki beðið. Ég hlakka mikið til frelsisins og að þurfa ekki lengur í strætó eða biðja um skutl,“ segir Sylvía sem hefur augastað á nýrri Volkswagen-bjöllu sem fyrsta bíl. „Mamma er svo forsjál. Frá því ég var lítil hefur hún lagt allan pening sem ég hef fengið í gjafir inn á banka- bók. Því á ég nú orðið fyrir nýjum bíl en reikna með að vinna baki brotnu í ár til viðbótar vegna þess að bjallan er svo dýr. Í millitíðinni fæ ég kannski lánaðan bíl hjá mömmu og pabba,“ segir Sylvía brosmild. Um helgina eru tvö ár síðan Sylvía og kærastinn, Róbert Freyr Saman- iego, byrjuðu saman og upp á það ætla þau að halda. „Ég elska Róbert meira en allt og við ætlum alltaf að eiga hvort annað. Það var ást við fyrstu sýn þegar ég sá hann fyrst. Okkur þykir skemmti- legast að fara í bíó, út að borða og að spila í hópi góðra vina.“ Um helgina ætlar Sylvía líka að lesa undir próf. „Ég læri mikið vegna lesblindunnar. Það á eftir að koma sér vel í fram- tíðinni því þá kann ég betur að leggja hart að mér. Lesblindan kom í ljós í níunda bekk. Þá fékk ég yfir átta í meðaleinkunn en sá fram á að komast ekki í Versló því þar er krafist níu í meðaleinkunn,“ segir Sylvía sem tók ákvörðun um að taka sig verulega á til að ná takmarki sínu. „Mig hafði dreymt um að komast í Versló síðan ég var sex ára og barnapían okkar var í Versló. Les- blindan hafði aldrei háð mér en þegar ég hugsaði til baka átti ég oft erfitt með að muna hvað ég las og muna hvað við mig var sagt í fyrirmælum. Lesblinda er miklu erfiðari en fólk gæti grunað en með mikilli vinnu eru allir vegir færir.“ ■ thordis@365.is 10.000 dúnsængur Settu nafnið þitt í pott í verslun og þú getur unnið sæng fyrir alla fjölskylduna Við fögnum 10.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á öllum dúnsængum. GUNNAR NELSON Í BEINNI GUNNAR NELSON TILBOÐ Á BJÓR GREIFARNIR Í KVÖLD            HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.