Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 52
sími: 511 1144
| ATVINNA |
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar óskar eftir
starfskrafti í fullt starf í sérhópadeild fyrirtækisins
Við leitum að jákvæðum og öflugum aðila til að sjá um
skipulagningu og úrvinnslu ferða fyrir erlenda ferðamenn,
með áherslu á þýskumælandi markað.
Hæfniskröfur:
• Mjög góð þýsku-, ensku- og íslenskukunnátta
• Reynsla og/eða menntun í ferðaþjónustu æskileg
• Góð þekking á landafræði Íslands
• Góð tölvukunnátta
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir og fyrirspurnir:
Sonja Magnúsdóttir: sonja@gjtravel.is
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar
Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511 1515
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði
Matráður óskast
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði óskar eftir matráð
eða vönum eldhússtarfskrafti. Viðkomandi þarf að vera
stundvís, heiðarlegur og ábyrgur. Um er að ræða hluta-
starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu
á þessu sviði. Barnaskólinn er 100 barna skóli sem hefur
verið starfræktur í tæplega sjö ár.
Nánari upplýsingar gefur
Hildur Sæbjörg – skólastýra í síma
8999633, netfang hildur@hjalli.is.
Umsóknir berist á þetta netfang
eða í gegnum heimasíðu
Barnaskólans
http://www.hjalli.is/bsk7610/.
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
SUMARSTÖRF 2013
Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.
Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf og afgreiðslu,
afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf.
• Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf
og afgreiðslu, í ræstingar og í veitingasölu.
• Lónsöræfi: Landvörður.
• Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í
upplýsingagjöf og afgreiðslu.
• Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í
upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og
í almenn störf.
• Askja og Ódáðahraun: Landverðir.
• Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir,
starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar.
• Snæfell: Landverðir.
• Kverkfjöll: Landverðir og skálaverðir í samvinnu
við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag
Húsavíkur.
• Hvannalindir: Landvörður.
• Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir.
Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní
til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí –
september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru
greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar
eru hvött til að sækja um.
Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað
starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs;
www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi
svæðum.
Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti
merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.
PO
RT
h
ön
nu
n
Læknablaðið – Auglýsingastjóri
Læknablaðið óskar eftir starfskrafti frá 15. mars.
Starfið er 50% og viðkomandi safnar auglýsingum
í blaðið, hefur vefumsjón og sinnir almennum
ritarastörfum. Vinsamlega sendið umsóknir um
starfið fyrir 25. febrúar nk. til blaðsins ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf, rafrænt:
vedis@lis.is – eða í pósti: Læknablaðið, v/
starfsumsóknar, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR6