Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 92
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 „Ég er að fást við mjög stórar spurningar, aðalglíman er að setja hugsanir mínar í sjónrænt form,“ segir Eirún Sigurðardóttir mynd- listarkona um sýningu sem hún opnar í dag kl. 16 í Listasafni ASÍ. Sýningin ber yfirskriftina „Gæfu- smiður“ og er tilvísun í eina af þeim stóru spurningum sem Eirún er að fást við, hvort það sé raun- verulega svo að hver sé sinnar gæfusmiður. „Það þarf að taka það með í reikninginn að það hafa ekki allir sömu tækifærin, það er ýmislegt í lífi fólks sem hefur áhrif á mögu- leika þess til gæfusmíða eins og kyn, heilsa, fjölskylda og fleira,“ segir Eirún og bætir við að öll séum við hluti af stærra samfélagi sem mótar okkur. Eirún vinnur mikið með hugmyndir um mót og mótun í sýningunni og má meðal annars sjá myndbandsverk af barnshöndum setja form í rétt göt á barnaleikfangi. „Strax frá unga aldri lærum við að láta allt passa í rétt mót, hvort sem það eru kubb- ar eða hlutverk kynjanna,“ segir Eirún. Verkin á sýningunni eru mörg hver búin til úr Doka-plötum eða mótatimbri sem vísar til þess hvernig samfélagið mótar okkur og við mótum samfélagið. „Við sjáum samt aldrei þessi mót, þau bara eru þarna,“ segir Eirún. Doka-plöturnar sem notaðar eru í sýninguna koma hvaðanæva að, sumar eru nýjar en aðrar hafa verið notaðar til að móta fjölmörg hús og heimili rétt eins og síendur- tekin hugmyndakerfi samfélagsins um hlutverk kynjanna móta okkur. Inngangsverk sýningarinnar tengist bæði kynjamyndum og formum en það kallast Skráargöt. Líkami sýningargesta er í raun lykill þeirra að sýningunni og þeir þurfa að gera það upp við sig að hvaða skrá þeir ganga eða hvort þeir passa yfir höfuð í þessi mót. „Áður en við fæðumst er farið að hugsa um hvors kyns við erum, munur kynjanna er ýktur í sam- félaginu miðað við hversu lítill hann er í raun líffræðilega,“ bætir Eirún við. Í lok árs mun koma út bókverk í tengslum við sýninguna. Eirún mun standa að því sjálf og leggja til myndir, texta og teikningar en auk þess fær hún til liðs við sig fjóra einstaklinga, listfræðing, skáld, arkitekt og akademískan kynjafræðing sem munu skrifa um sýninguna út frá sinni upplifun. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga milli kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis. - kbj Um byggingarefnið í gæfusmiðjunni Eirún Sigurðardóttir opnar sýninguna Gæfusmiður í Listasafni ASÍ í dag. Þar má sjá vangaveltur Eirúnar um val, mótun og samfélagið út frá kynjafræðilegum vinkli. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-17, ókeypis aðgangur. EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR Veltir fyrir sér möguleika mannsins til að vera eigin gæfu smiður, meðal annars með tilliti til kyns, heilsu, fjölskylda og fleira. Áður en við fæðumst er farið að hugsa um hvors kyns við erum, munur kynjanna er ýktur í samfé- laginu miðað við hversu lítill hann er í raun líf- fræðilega. Þegar ég var unglingur, árið 1981, las Dagný Kristjánsdóttir þýðingu sína á Praxis eftir Fay Weldon í útvarpinu. Lesturinn olli fjaðrafoki meðal teprulegra hlustenda og lesendadálkar bókstaflega fylltust af kvörtunum yfir klámi og sóðalegu orðbragði. Bókin, sem kom fyrst út í Englandi 1978 og var tilnefnd til Booker- verðlaunanna, fjallar um ævi konu frá æsku til fullorðinsára. Söguna má lesa sem frásögn um lífshlaup konunnar í karlasamfélagi 20. aldar. Hún hefst í Brighton um 1920 og aðalpersónan er Praxis Duveen, sem einnig gengur undir mörgum öðrum nöfnum á lífsleiðinni og leikur líka mörg hlutverk, hún er m.a. skólastúlka, vændiskona, móðir og stjúp- móðir, ástkona og eiginkona, starfsmaður auglýsingastofu, morðingi, leiðtogi, fyrirmynd kvenna og farlama einstæðingur, en sögu hennar lýkur á áttunda áratug síðustu aldar. Praxis hafði djúpstæð áhrif á mig, fyrst í lestri Dagnýjar og síðan las ég bókina sjálfa mörgum sinnum. Margir telja þessa bók til lykilverka kvennabókmennta síðustu aldar og mér finnst hún bera af öllum öðrum bókum höfundarins, sem ég sá löngu síðar á Bók- menntahátíð í Reykjavík. Praxis eft ir Fay Weldon BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Þórdís Gísladóttir, rithöfundur FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓRA RAGNARSDÓTTIRH Á R S N Y R T I & F Ö R Ð U N A R S T O F A Hef hafið störf á hársnyrtistofunni LaBella, Furugerði 3, sími 517 3322. Verið velkomin. AF ENGU TILEFNI ÆTLA 3 KARLAKÓRAR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS AÐ LEIÐA SAMAN RADDIR SÍNAR OG GLEÐJAST SAMAN Í SÖNG. KÓRARNIR FLYTJA SÉR OG SAMAN, NÝ OG GÖMUL LÖG ÚTSETT FYRIR KARLAKÓRA. KARLAKÓR KÓPAVOGS 50 SÖNGMENN STJÓRNANDI GARÐAR CORTES WWW.KARLAKOR.COM KARLAKÓR KJALNESINGA 50 SÖNGMENN STJÓRNANDI ÖRLYGUR ATLI GUÐMUNDSSON WWW.KARLAKOR.IS KARLAKÓR REYKJAVÍKUR 70 SÖNGMENN STJÓRNANDI FRIÐRIK S. KRISTINSSON WWW.KKOR.IS LANGHOLTSKIRKJA 23. FEBRÚAR 2013, KL. 17.00 MIÐAVERÐ 3.000,- MIÐAR ERU SELDIR Í GEGNUM HEIMASÍÐUR KÓRANNA OG VIÐ INNGANGINN. „Ég kalla tónleikana Á leið til Barselóna því við erum með nokk- ur spænsk verk í tilefni þess að kórinn er á leið til Barselóna í júní. Það ríkir mikil eftirvænting og dagskráin annað kvöld tekur mið af því,“ segir Jón Stefánsson, stjórnandi Gradualekórs Lang- holtskirkju. Hann svarar símanum úti í móa, nýkominn af hestbaki og er að fara í maðkaveitu. Hann ræktar nefnilega hvítmaðk til að nota í beitu þegar hann veiðir gegnum ís. Samt er hann með á nótunum! „Við verðum með tónleika í kirkjum á Spáni og því erum við með mörg Maríuverk. Meðal þeirra er Nigra sum, eða Svört er ég, sem Pablo Casals samdi fyrir drengja- kórinn í Montserrat-klaustrinu, í nágrenni Barselóna, þar sem kór- inn mun syngja en þar er hin fræga mynd af svörtu Maríu. En eins og alltaf þegar við förum til útlanda er meirihluti verkanna íslenskur, svo sem Maríuverk eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Atla Heimi og Báru Grímsdóttur og svo bara klassík sem verður alltaf að vera með, eins og Maístjarnan, sem fólk fellur alltaf í stafi yfir því það er svo flott lag.“ Þess má geta að undirleikari á orgel og píanó í Langholtskirkju á morgun verður Tómas Guðni Egg- ertsson. Aðgangseyrir er 2.000 kr en 1.500 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn og ókeypis fyrir börn. - gun Á leið til Barselóna Gradualekór Langholtskirkju heldur tónleika í Lang- holtskirkju á morgun, 17. febrúar klukkan 20. FERÐAGLAÐUR GRADUALEKÓR Hér er kórinn staddur við minnismerkið um stóra Skeiðarárhlaupið 1996. MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.