Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 100

Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 100
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 68 BÍÓ ★★★★★ Kon-Tiki Leikstjórn: Joachim Rønning, Espen Sandberg. Leikarar: Pål Sverre Valheim Hagen, Anders Baasmo Christiansen, Odd-Magnus Williamson, Agnes Kittel- sen, Gustaf Skarsgård, Jacob Oftebro, Tobias Santelmann. Hin sannsögulega Kon-Tiki er norsk og segir frá fífldjarfri flekasiglingu landkönnuðarins Thors Heyerdal frá Perú til Pólý- nesíu árið 1947. Þetta er gríðar- lega íburðarmikil framleiðsla og sú allra dýrasta sem ráðist hefur verið í á Norðurlöndunum. Sagan af Thor Heyerdal er vissulega dramatísk að mörgu leyti en hér er meiri hlátur en grát- ur. Það er eitthvað bráðfyndið við hið norska fas leikaranna og mynd- in fattar það og spilar með. Aldrei er farið út í djúpu drama laugina og fyrir vikið verður hún meira í ætt við Indiana Jones en t.d. Aguirre, reiði Guðs, snar brjálaða fleka- mynd Werners Herzog. Ég hef verið svo heppinn að sjá Kon-Tiki tvisvar, en hún var sýnd á RIFF síðasta haust. Tvö áhorf þolir hún vel og jafnvel fleiri. Þessir krúttlegu Norðmenn á flekanum verða á skömmum tíma bestu vinir manns en Heyerdal er magnaður persónuleiki sem er misauðvelt að skilja. Stundum er sem skynsemi hans sé af skornum skammti en ástríðan er smitandi og ég vil trúa því að ég hefði sjálf- ur fylgt honum alla leið á flekan- um. Flekamennin komast þó reglu- lega í hann krappann og þegar fjörið stendur sem hæst eru bók- staflega tekin andköf. Listræn stjórnun er fyrsta flokks og myndatakan hreint ótrúleg. Útkoman er „sannkallað augnakonfekt“, frasi sem er ef til vill orðinn þreyttur en á engu að síður fullkomlega við hér. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Ógleymanleg mynd um hreint út sagt ótrúlegan atburð. Meiri hlátur en grátur KON-TIKI „Það er eitthvað bráðfyndið við hið norska fas leikaranna, og myndin fattar það og spilar með.“ Sænska hljómsveitin First Aid Kit, sem er skipuð systrunum Jóhönnu og Klöru Söderberg, vann Norrænu tónlistarverðlaunin fyrir plötuna The Lion´s Roar. Í niðurstöðu dómnefndar segir að allir hafi hrifist af kraftinum í plötunni. „Lagasmíðarnar eru framúrskarandi, melódíurnar sígildar og harmóníurnar einstaklega fallegar,“ sagði dómnefndin. Dómararnir komu m.a. frá The Guardian, plötufyrir- tækjunum Rough Trade, Domino Records og Columbia Records. Ell- efu plötur voru tilnefndar, þar á meðal Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta og Retro Stefson með Retro Stefson. First Aid Kit verðlaunuð SIGUR- VEGARAR Sænska hljómsveitin First Aid Kit vann Norrænu tónlistar- verðlaunin. NORDICPHOTOS/GETTY Vænt og vel grænt Hönnunarfyrirtækið Pantone hefur svipt hulunni af lit ársins en það er sma- ragðsgrænn. Litinn er því tilvalið að hafa í huga ef á að fl ikka upp á heimilið á árinu. Fatahönnuðir virðast vera sammála um lit ársins en grænir tónar hafa hingað til verið áberandi í sýningum helstu hönnuða á tískuvikunni í New York. FRÁ TOPPI TIL TÁAR Græni liturinn var áberandi í sýningu Philips Lim, 3.1, fyrir haustið. LITUR ÁRSINS Kaffi- bolli frá Pantone í smaragðs- grænum lit. KÖFLÓTT Marc Jacobs klæddist grænköflóttum buxum og skyrtu við lok sýningar sinnar í New York. GRÆNIR TÓNAR Sófinn Polder frá hönnunarfyrirtækinu Vitra smell- passar inn í græna þemað. FYLGIHLUTIR Græn taska frá Marc by Marc Jacobs. KVENLEGT Oscar de la Renta sýndi marga græna tóna í þessum klæðnaði í fatalínu sinni fyrir haustið. Tónlistarmennirnir Chris Brown og Drake hafa lögsótt hvor annan vegna slagsmála sem þeir áttu í á næturklúbbi í New York í júní síðast liðnum. Rifrildið, sem endaði með högg- um og flöskukasti á báða bóga, mun hafa byrjað vegna Rihönnu, unnustu Chris Brown. Tónlistar- mennirnir benda hvor á annan þegar þeir eru inntir eftir ástæð- um slagsmálanna á skemmti- staðnum W.i.P. í New York. Eigendur staðarins höfðuðu mál á hendur Brown og Drake í ágúst og sögðust hafa orðið af stórum auglýsingasamningum vegna slagsmálanna. NBA-leikmaðurinn Tony Parker, sem mun hafa hlotið augnskaða í hamaganginum, hefur einnig lögsótt skemmtistaðinn. Popparar lögsækja hvor annan CHRIS BROWN Tónlistarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar. NÁMSKEIÐ UM SKÓLAGÖNGU BARNA MEÐ ATHYGLISBREST OG OFVIRKNI FYRIR KENNARA OG ANNAÐ STARFSFÓLK GRUNNSKÓLA Fimmtudagur 28. febrúar 2013 Kl. 8:30-14:50 Almennt yfirlit um athyglisbrest og ofvirkni: Páll Magnússon sálfræðingur. Athyglisbrestur og nám: Haukur Örvar Pálmason sálfræðingur. Kennsla nemenda með ADHD og teymisvinna: Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennsluráðgjafi. Föstudagur 1. mars 2013 Kl. 12:30-16:30 Líðan barna með ADHD í skólanum: Urður Njarðvík sálfræðingur. Samskipti skóla og heimila barna með ADHD: Bóas Valdórsson sálfræðingur. Fundarstjóri: Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Að námskeiðinu stendur samstarfshópur fulltrúa frá ADHD samtökunum, Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Félagi grunnskólakennara, SAMFOK, Heimili og skóla, Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Kennarafélagi Reykjavíkur og sérfræðingum. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu ADHD samtakanna: www.adhd.is/is/fraedsla-og-namskeid/namskeid/namskeid-um-skolagongu-barna- med-athyglisbrest-og-ofvirkni Verð fyrir félagsmenn kr. 10.900 en 14.900 fyrir aðra. Innifalið í námskeiðsgjöldum eru gögn og nýútkomin handbók fyrir kennara: ADHD og farsæl skólaganga. Námskeiðið er haldið í Háskólanum í Reykjavík og með fjarfundi í Háskólanum á Akureyri. FIMMTUDAGINN 28. FEB RÚAR OG FÖSTUDAGINN 1. MARS 2013 samtökin Háaleitisbraut 13, 108 Reykjav ík, sími 581-1110, w ww.adhd.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.