Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 110

Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 110
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 78 Hermann og Hreiðar fá lóðir Stracta Construction, félag feðg- anna Hreiðars Hermannssonar og Hermanns Hreiðarsonar knatt- spyrnumanns, hefur nú fengið úthlutað lóðum fyrir hótel á Hellu og í Reykholti. Rangárþing eystra hefur hins vegar hafnað beiðni Stracta um hótellóðir á Hvolsvelli því það falli ekki að deiliskipulagi. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu ætla feðgarnir að reisa og reka hótel víða um land og stefna að því að keðja þeirra geti boðið gistingu í yfir 1.001 herbergi fyrir vorið 2014. - gar „Ég elska að snerta. Ég er alltaf að snerta fólk.“ LEIKARINN JEREMY IRONS LÉT HAFA ÞETTA EFTIR SÉR Í VIÐTALI VIÐ THE TIMES ER HANN VAR SPURÐUR ÚT Í HJÓNA- BANDIÐ OG HVORT EIGINKONA HANS, SINEAD CUSACK, VÆRI AFBRÝÐISÖM. FORSKOT Á SÆLUNA Ingibjörg Birgisdóttir hlaut tvær tilnefningar fyrir plötuumslag ársins og Magnús Leifsson einnig tvær fyrir besta tónlistarmyndbandið á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tilkynnt var um tilnefningarnar í gær en úrslit verða kynnt í Kastljósi RÚV á næstu dögum. Fagnefndin sem valdi umslögin sem keppa var skipuð Dr. Gunna, Dögg Mósesdóttur og Goddi en verð- launahátíðin fer fram í Hörpu miðvikudaginn 20. febrúar. - kg ÓHUGNANLEGA HEILLANDI Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom nýlega út í Noregi og stökk beint í 14. sæti norska metsölulistans. Í blaðinu Dagsavisen segir að Yrsu takist að halda spennunni allt til síðustu blaðsíðu og því bætt við að hún muni örugglega slá í gegn. „Og það er alls óvíst að maður myndi þiggja far með skútu til Íslands eftir að hafa siglt með Brakinu,“ segir gagnrýnand- inn. Trönder avisen segir að Brakið sé óhugnanlega heillandi tryllir sem ógjörningur sé að leggja frá sér. Brakið kom út árið 2011 á Íslandi og varð söluhæsta bók ársins. - fb „Það er mjög fín lína á milli þess að gera snafsa og gera ilmvatn,“ segir Snorri Jónsson hjá Reykja- vík Distillery. Fyrirtækið setti nýverið á markað rakspíra unninn úr íslenskum jurtum. Rakspírinn ber nafnið Landi og kom fyrst á markað í Leifsstöð í haust. Nú má finna ilminn í Herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar og Kraumi og hefur honum verið vel tekið. Ilmvatnsgerðin er hlið- arverkefni Snorra og Reyjavik Distillery sem hingað til hefur einbeitt sér að framleiðslu líkjöra og eimaðra snafsa úr íslensku hrá- efni. „Rakspírinn byggir á sömu hugmyndafræði og líkjörarnir okkar. Hann er unninn úr íslensk- um jurtum á borð við kúmen, eini- ber, fjallagrös, bláber, rabarbara, sóley, trékvoðu og blóðberg. Við vildum vera trú upprunanum og notum raunverulegar ilmolíur, sem er orðið sjaldgæft nú til dags þar sem framleiðendur freistast til að nota gerviilm í ábataskyni,“ segir Snorri, sem fékk til liðs við sig frægan ilmhönnuð í verkið. „Fyrst ætluðum við að gera þetta allt sjálf en komumst að því að það eru djúp fræði á bak við ilmvatns- framleiðslu sem eru ekki á allra færi. Þess vegna fengum við til liðs við okkur algeran gúrú í þessum geira sem meðal annars sá um að hanna brúðkaupsilm í konunglega breska brúðkaupinu hjá Katrínu og Vilhjálmi.“ Nafn rakspírans, Landi, vekur athygli og segir Snorri að þeim hafi þótt nafnið þjóðlegt og flott með skemmtilega tengingu. „Nafnið er með gamansömum tóni og vísar í líkindin á milli áfengis og ilm- vatns. Heimagerður Landi er, að okkar mati, líkur rakspíranum á þann hátt að báðir eru síður ákjós- anlegir til drykkjar.“ Á næstunni er áætlað að rakspírinn Landi fáist á nokkrum fleiri stöðum á land- inu og fari jafnvel í sölu erlendis í framtíðinni. alfrun@frettabladid.is Rakspíri úr íslenskum jurtum Íslenskir karlmenn geta nú sprautað á sig Landa frá Reykjavik Distillery en ilmurinn er gerður úr íslenskum jurtum á borð við kúmen og fj allagrös. Fyrir- tækið er þekktara fyrir áfengisframleiðslu, sem útskýrir nafnið á rakspíranum. LANDI Nafn rakspírans má rekja til líkinda áfengis og ilmvatns en framleiðsluferli beggja er í rauninni nauðalíkt, segir Snorri Jónsson hjá Reykjavik Distillery. Hér er hann ásamt Judith Orlishausen, hluthafa í fyrirtækinu. Vetrar- og útivistarhátíðin Élja- gangur hófst á Akureyri í gær og lýkur á morgun. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram og að henni standa meðal annars Vetrar- íþróttamiðstöð Íslands, Hlíðar- fjall, Skíðafélag Akureyrar og Akureyrar stofa, auk fjölda ann- arra. Ætlunin er að kynna ólíkar vetraríþróttir fyrir fólki. Fjölbreytt og skemmtileg dag- skrá er í boði um helgina fyrir hvern þann sem hefur unun af útiveru, snjó og hreyfingu. Meðal þess sem boðið er upp á eru bretta- keppni, sleðaspyrna, snjóflóðanám- skeið, hundasleðakynning, vél- sleðaferðir og þyrluskíðamennska í Hlíðarfjalli. „Þetta hófst með vélsleða- mönnum sem héldu hér til margra ára vetrarsportsýningu, en hátíðin er nú haldin í þriðja sinn undir for- merkjum Éljagangs,“ segir Birkir Sigurðsson, talsmaður Éljagangs. Hátíðin hefur lagt miðbæ Akur- eyrar undir sig og hefur torg- inu meðal annars verið breytt í stærðarinnar stökkpall, auk þess sem mótorkrosshjól munu þeysast um ísilagða tjörnina í dag. Birkir segir norðanmenn vera mikið úti- vistarfólk og adrenalínfíkla enda blómstra vetraríþróttirnar þar í bæ. „Ég held það sé borðliggjandi. Það standa allir bæjarbúar að þess- ari hátíð,“ segir hann að lokum. Dagskrá Éljagangs má finna á vefsíðunni www.eljagangur.is. - sm Vetraríþróttir vinsælar fyrir norðan Vetraríþróttahátíðin Éljagangur er haldin í þriðja sinn á Akureyri um helgina. BLÓMSTRANDI ÍÞRÓTT Þessi mynd var tekin af ungum snjóbrettakappa er atti kappi í Brettakeppninni á Ráðhús- torgi í fyrra. MYND/ÞÓRIR TRYGGVASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.