Fréttablaðið - 05.03.2013, Qupperneq 34
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26
FRJÁLSAR Sveinbjörg Zophonías-
dóttir úr FH sigraði um helgina
á fjölþrautamóti sem fór fram í
Joenssun í Finnlandi. Hún keppti
í flokki 22 ára og yngri og hlaut
alls 3.927 stig, sem er hennar
næstbesti árangur í fimmtar-
þraut innanhúss. Íslandsmetið í
greininni er 4.298 stig, en Helga
Margrét Þorsteinsdóttir setti það
á móti í Tallinn í fyrra.
Sveinbjörg hefur nú undirbún-
ing sinn fyrir Evrópumeistara-
mót 22 ára og yngri sem fer fram
í Finnlandi í sumar. - esá
Sigraði á móti
í Finnlandi
SPORT
FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir, fyrir-
liði íslenska kvennalandsliðs-
ins, fer fyrir íslenska landsliðinu
í Algarve-bikarnum sem hefst í
Portúgal á morgun. Katrín stendur
á tímamótum því hún er flutt frá
Stokkhólmi norður til Umeå þar
sem hún spilar með heimaliðinu
í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það
var ljóst að hún yrði ekki áfram
hjá Djurgården sem féll í fyrra.
„Síðasta tímabil var rosalega
erfitt og það er frábært fyrir mig
að fá tækifæri til að spila áfram í
þessari deild og þá með svona góðu
liði,“ segir Katrín.
Langelst í liðinu
„Gengi liðsins í fyrra var undir
væntingum og fólk var svekkt
yfir því. Núna í ár er sett stefnan á
það að berjast í efri hluta deildar-
innar,“ segir Katrín, sem er lang-
elst í liðinu. „Þetta er mjög ungt
lið. Það eru nokkrar fæddar 1988
og þá eru þær nú allavega orðnar
25 ára,“ segir Katrín létt, en hún
verður 36 ára í lok maí.
Katrín er nýflutt norður til
Umeå en fram að því átti hún
góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin
að vera að æfa með kvennaliði
Djurgården og 17 ára strákaliði
Brommapojkarna. Djurgården
var almennilegt að leyfa mér að
æfa með þeim til að byrja með
og svo var það Magni Fanndal,
sem er að þjálfa 19 ára karla-
liðið hjá Brommapojkarna, sem
kom mér í samband við sautján
ára þjálfarann,“ segir Katrín en
hvernig er að æfa með strákunum?
„Það var mjög fínt og ég hefði
viljað æfa oftar með þeim. Það var
rosagott að geta fengið smá tempó-
æfingar og nauðsynlegt fyrir mig.
Það var ekkert mál að halda sér í
formi í ræktinni og byggja þar
upp styrk og hlaupaform. Hlaupa-
formið var orðið mjög fínt en til
þess að halda fótboltaforminu
verður maður að vera í fótbolta.
Það er gott að prófa eitthvað nýtt
því það þýðir ekki bara að hlaupa
eða lyfta. Það þarf að sparka í
bolta líka,“ segir Katrín.
Augu, háls, nef og eyru
Katrín er læknir en notar nú tæki-
færið til að bæta við sig menntun á
meðan hún klárar fótbolta ferilinn.
„Ég mun halda áfram sérnámi
mínu í heimilislækningum. Hér
er það þannig að helmingurinn
af sérnáminu fer inn á spítala og
maður þarf að redda sér plássi inni
á spítala. Ég ákvað að taka augn-
og háls-, nef- og eyrnalækningar
meðan ég er hér,“ segir Katrín.
„Ég mun bara vera í fimmtíu
prósenta stöðu þannig að þetta
verður miklu minna álag en á síð-
asta ári. Það þarf samt að vera
eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djur-
gården var ég ekki að vinna. Það
er ekkert mál í smá tíma en eftir
smá tíma er það bara mannskemm-
andi að vera bara í fótbolta. Maður
þarf að vera í einhverju öðru til að
örva heilann,“ segir Katrín.
Algarve -bikarinn skiptir
íslenska landsliðið miklu máli
enda mikilvægur fyrir Evrópu-
mótið næsta sumar. Katrín þekkir
þetta mót vel enda mætt til Portú-
gal í níunda skiptið á ferlinum.
Fáum virkilega að reyna á okkur
„Þetta er frábært mót fyrir okkur.
Þetta eru margir leikir og það eru
margir leikmenn sem fara með.
Margir leikmenn fá tækifærið og
ná sér í reynslu. Við fáum virki-
lega að reyna á okkur og sjá hvar
við stöndum, sem er gríðarlega
mikilvægt og þá sérstaklega á EM-
ári. Það munu verða gerð mistök
á þessu móti og við munum reyna
að laga það og vera búnar að bæta
það þegar við komum á EM. Það
uppgötvar maður ekki með því að
spila við lélegan mótherja,“ sagði
Katrín að lokum.
ooj@frettabladid.is
Fékk að æfa með strákaliði
Katrín Jónsdóttir er á leiðinni á sitt níunda Algarve-mót, en íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í
fyrsta leik á morgun. Katrín er á fyrsta ári með Umeå auk þess að vera í sérnámi í heimilislækningum.
32 LEIKIR Í ALGARVE-BIKARNUM Katrín Jónsdóttir segir árlegt æfingamót í
Portúgal skipta íslenska kvennalandsliðið miklu máli. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Ein af stórviðureignum
ársins í knattspyrnuheiminum fer
fram í kvöld þegar Manchester
United tekur á móti Real Madrid
í síðari viðureign liðanna í 16 liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Þeirri fyrri lauk með 1-1 jafntefli
á Spáni.
Augu flestra munu beinast að
Cristiano Ronaldo, leikmanni Real
Madrid, sem lék með Manchester
United í sex ár við góðan orðstír.
Hann fór til Madrídar árið 2009
og hefur ekki spilað á Old Trafford
síðan.
„Helstu áhyggjur mínar snúast
um hvernig hann muni standa sig,“
sagði Alex Ferguson, stjóri United,
en Ronaldo skoraði mark Madríd-
inga í fyrri viðureign liðanna. „En
við eigum ekki að óttast hann. Ef
við höfum of miklar áhyggjur af
honum gleymum við hvað við erum
sjálfir færir um að gera.“
Ferguson hefur staðfest að Ryan
Giggs muni koma við sögu í kvöld
og því ljóst að kappinn mun spila
sinn þúsundasta leik á ferlinum.
Langflestir leikjanna hafa verið
í búningi Manchester United en
aðrir fyrir landslið Wales og
Ólympíulið Bretlands.
„Ég er stoltur af því að hafa spil-
að svo marga leiki,“ sagði Giggs.
„Maður setur sér ýmis markmið
en þau fyrstu snúast um að koma
sér í liðið og svo vill maður halda
sæti sínu þar. En maður stefnir
aldrei á að spila þúsund leiki á ferl-
inum.“ - esá
Ronaldo snýr aft ur á
Old Traff ord í kvöld
Ryan Giggs spilar sinn þúsundasta leik á ferlinum.
MÆTTUR TIL MANCHESTER Real Madrid æfði á Etihad-leikvanginum í Manchester
í gær, en þar spilar Manchester City heimaleiki sína. NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Gunnar Sverrisson
var í gær rekinn úr starfi
aðstoðar þjálfara körfuboltaliðs
KR. Finnur Freyr Stefánsson,
þjálfari kvennaliðsins, tekur við
starfinu.
Helgi Magnússon er spilandi
þjálfari KR og mun stýra æfing-
um í samstarfi við Finn, sem mun
alfarið sjá um að stýra leikjum
liðsins.
„Helgi þarf að einbeita sér
100 prósent að því að vera leik-
maður í leikjunum,“ sagði
Böðvar Guðjónsson, formaður
körfuknattleiks deildar KR. Þetta
væri nauðsynlegt í ljósi árangurs
liðsins, en KR er í sjötta sæti
Domino‘s-deildar karla.
„Félagið er stærra en einstak-
lingurinn og stundum þarf að taka
svona ákvarðanir, þótt það sé erf-
itt,“ sagði Böðvar. - esá
Skipt um að-
stoðarþjálfara
Miðvikudaginn 6. mars kl. 12.00–14.00
Laugardalsvöllur í sal KSÍ 3. hæð
Aðgangur ókeypis. Skráning á phs@getspa.is
BARÁTTAN GEGN HAGRÆÐINGU
ÚRSLITA Í ÍÞRÓTTUM – MÁLÞING
ÍSÍ og Íslenskar getraunir efna til málþings um baráttu gegn hagræðingu úrslita
í íþróttum
DAGSKRÁ
12:00 Setning – Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna
12:10 Heildstætt yfirlit – Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og FIBA Europe
12:45 Hagræðing úrslita, hættumerki á Íslandi – Þórir Hákonarson,
framkvæmdastjóri KSÍ
13:00 Kaffi
13:10 Hagræðing úrslita í íþróttum sem viðfangsefni lögreglu og réttar-
kerfisins – Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari
höfuðborgarlögreglu
13:25 Umfang og eðli vandamálsins – Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri
getraunadeildar
13:45 Umræður og niðurstöður – Sigurður Elvar Þórólfsson, fundarstjóri
og formaður Samtaka íþróttafréttamanna
14:00 Ráðstefnulok