Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 4
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
NEYTENDUR Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði
nýlega athugasemdir við merkingar á meira en sex-
tíu vörum í verslun Iceland. Eigendur verslunarinnar
fengu frest til að gera úrbætur en sumar vörur voru
teknar strax úr umferð. Aðgerðin er hluti af reglu-
bundnu eftirliti stofnunarinnar á merkingum matvæla.
Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur, segir að þrátt fyrir þennan mikla
fjölda vara sé ógerlegt fyrir eftirlitsstofnanir að finna
allar þær vörur sem séu vitlaust merktar á markaðn-
um.
„Ég ætla mér ekki að heilbrigðiseftirlitin nái utan
um allt, það væri voðalega erfitt,“ segir hann. „Ég hefði
gjarnan viljað auka eftirlit en það er pólitísk spurning
hvort það sé hægt þar sem eftirlitið kostar peninga.“
Ábendingar um matvörur berast til heilbrigðiseftir-
litanna frá neytendum, samkeppnisaðilum og fyrir-
tækjunum sjálfum, en langstærsti hluti þeirra er reglu-
bundið eftirlit með vörum í verslunum og á markaði. Að
sögn Óskars eru ekki haldnar tölur yfir heildarfjölda
þeirra vara sem skoðaðar eru, heldur einungis þær sem
gerðar eru athugasemdir við.
Hann bendir á að ekki eigi þó að beita innköllunum
nema þegar vara er ekki örugg á markaði eða innihald
ólöglegt.
„Þó eru matvæli hér á landi yfir höfuð mjög örugg
en við gætum auðvitað gert miklu betur ef fengist fjár-
magn til þess,“ segir hann.
Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Mat-
vælastofnun (MAST), tekur undir orð Óskars og segir
öruggt að áætla að heilbrigðiseftirlitin nái einungis
utan um brot af þeim vörum sem séu vitlaust merktar.
„Það er engin leið að vita hversu stórum hluta þau
ná,“ segir hún. „En það er engin leið til að ná yfir þetta
allt saman.“
Eftirlit með matvælum á landinu er tvíþætt. Annars
vegar annast heilbrigðiseftirlitssvæðin tíu skoðanir á
vörum á markaði og hins vegar annast MAST fram-
leiðslu á vörum. Samþætting með innköllunum og eftir-
liti stofnananna beggja er þó töluverð og er MAST iðu-
lega höfð með í ráðum ef ákveðið er að innkalla vörur
af markaði.
Ekki náðist í forsvarsmenn Iceland við vinnslu frétt-
arinnar. sunna@frettabladid.is
Meira en sextíu matvörur
í Iceland vitlaust merktar
Heilbrigðiseftirlitið gerði nýlega athugasemdir við meira en sextíu vörur í einni verslun Iceland. Ógerlegt að ná
að hafa eftirlit með öllum vörum, segja eftirlitið og MAST. Ritstjóri Neytendablaðsins segir eftirliti ábótavant.
Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, segir eftirlit með
merkingum matvæla ekki nægilegt.
„Eftirlitið er engan veginn að ná utan um allar þær vörur sem eru vit-
laust merktar. Það þyrfti vissulega að vera meira, en það kostar auðvitað,“
segir hún. „Sýnatakan sem er nú í gangi er í raun afleiðing hrossakjöts-
hneykslisins í Evrópu og ekkert víst að það hefði komið upp hér ef það
hefði ekki gerst. En þetta borga skattgreiðendur og það er rangt.“
Brynhildur segir brýnt að sekta þau fyrirtæki sem ekki standa sig í
merkingum. Ósanngjarnt sé að leggja alfarið kostnað við sýnatöku og
eftirlit á almenning og þau fyrirtæki sem standi sig vel.
Ósanngjarnt að rukka skattgreiðendur
VITLAUSAR MERKINGAR? Langstærsti hluti eftirlits með matvælum er reglubundnar skoðanir heil-
brigðiseftirlits í verslunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
222,6837
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,09 125,69
187,5 188,42
162,85 163,77
21,842 21,97
21,936 22,066
19,624 19,738
1,3278 1,3356
188,25 189,37
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
07.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
breyta
lífsstíl?
-
-
Heilsulausnir
Henta einstaklingum sem glíma við offitu,
hjartasjúkdóma og/eða sykursýki.
eilsulausnir hefjast mánudaginn 18. mars
ða á mottaka@heilsuborg.is
H
e
Kynningarfundur mánudaginn 11. mars
kl. 17:30 – Allir velkomnir!
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
Strekkingur allra syðst annars fremur
hægur vindur.
DREGUR ÚR VINDI um helgina en þó stormur allra syðst fram á morgundaginn.
Dálítil úrkoma í dag og þá einkum suðaustanlands. Heldur kólnandi og bjart eða bjart
með köflum víða um land um helgina.
1°
10
m/s
2°
12
m/s
4°
12
m/s
5°
23
m/s
Á morgun
Strekkingur S-lands og stormur allra
syðst, fremur hægur vindur N-lands.
Gildistími korta er um hádegi
0°
-1°
-1°
-5°
-5°
Alicante
Aþena
Basel
19°
17°
11°
Berlín
Billund
Frankfurt
2°
3°
16°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
14°
2°
2°
Las Palmas
London
Mallorca
23°
11°
18°
New York
Orlando
Ósló
5°
22°
-1°
París
San Francisco
Stokkhólmur
13°
13°
-3°
3°
10
m/s
2°
12
m/s
1°
10
m/s
0°
13
m/s
0°
8
m/s
2°
10
m/s
-2°
10
m/s
2°
0°
1°
-1°
-1°
VIÐSKIPTI Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur
komist að þeirri niðurstöðu að bann Íslands við
innflutningi á hráu kjöti standist ekki EES-
samninginn. Málið gæti endað fyrir dómstól-
um, en Íslendingar hafa frest til loka maí til að
gera betur grein fyrir afstöðu sinni.
Ríkisútvarpið skýrði frá þessu í kvöldfrétt-
um sínum í gær.
Deilan snýst um íslensk lög um innleiðingu á
reglugerðum Evrópusambandsins um matvæli
og fóður, sem skuldbinda Íslendinga til þess
að leyfa innflutning á hráu kjöti. Jón Bjarna-
son, þáverandi landbúnaðarráðherra, felldi
þessa skuldbindingu út úr frumvarpinu áður
en það varð að lögum. Árið 2011 sendu Samtök
verslunar og þjónustu kvörtun til bæði Eftir-
litsstofnunar EFTA og Umboðsmanns Alþing-
is vegna málsins. Umboðsmaður Alþingis
taldi ekki ástæðu til að fjalla um málið fyrr
en hugsanlega eftir að Eftirlitsstofnun EFTA
hefði komist að niðurstöðu.
Eftirlitsstofnunin hefur tvisvar áður krafið
íslensk stjórnvöld um skýringar á því hvers
vegna bannið er svo afdráttarlaust í íslenskum
lögum, í stað þess að gera ráð fyrir vægari tak-
mörkunum á innflutningi. - gb
Eftirlitsstofnun EFTA segir skýringar Íslendinga á innflutningsbanni á hráu kjöti ófullnægjandi:
ESA vill Íslendingar leyfi kjötinnflutning
HRÁTT KJÖT Skýringar íslenskra stjórnvalda á inn-
flutningsbanni þykja ófullnægjandi.
VIÐSKIPTI Rekstrarhagnaður
Landsbankans eftir skatta nam
25,5 milljörðum króna á síðasta
ári. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi bankans en í samanburði
var rekstrarhagnaðurinn árið
2011 sautján milljarðar króna.
Eiginfjárhlutfall bankans
eykst líka á milli ára og stendur
nú í rúmum 25 prósentum í sam-
anburði við 21,4% í lok árs 2011.
Heildareignir Landsbankans
námu 1.084 milljörðum í árslok,
sem er um 50 milljarða sam-
dráttur milli ára. Rekstrarkostn-
aður bankans jókst á árinu 2012
meðal annars vegna aukinnar
skattlagningar á laun. - þj
Ársuppgjör Landsbankans:
25,5 milljarðar í
rekstrarhagnað
PÁFAGARÐUR, AP Allir kardinál-
arnir 115, sem enn eru á kosninga-
aldri, eru nú komnir til Rómar. Sá
síðasti kom í gær frá Víetnam og
þar með er þeim ekkert að van-
búnaði að hefja páfakjör.
„Vonandi verður þetta stuttur
kjörfundur sem hefst mjög fljót-
lega,“ sagði þýski kardinálinn
Paul Josef Codes, einn þeirra sem
tekur þátt í kjörinu. „Ég myndi
líkja þessu við það að fara til tann-
læknis – maður vill að þetta taki
enda sem allra fyrst.“ - gb
Óðum styttist í páfakjör:
Allir kardinálar
komnir til Róm
KARDINÁLAR Einungis þeir sem ekki
eru orðnir áttræðir hafa kosningarétt -
og eru kjörgengir. nordicphotos/AFP