Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 16
8. mars 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og nátt- úrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórn- málanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðana- töku og stefnu mótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöð- um, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeð- ferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröf- una um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin lík- ama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunn- ugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er barátt- unni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars! Áfram stelpur til framtíðar JAFNRÉTTI Svandís Svavarsdóttir umhverfi s- og auðlindaráðherra ➜Enn minnir 8. mars okkur á enda- lausa vegferð kvenna á öllum tím- um. Kröfur um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Til sölu er gott safn ferðabóka og Íslandslýsinga, m.a. frumútgáfa af Voyage en Islande eftir Paul Gaimard með öllum myndunum og eru textabindin óuppskorin og eins og út úr prenstmiðju. Um er að ræða einstakt eintak í glæsilegu alskinnbandi; frumút- gáfur af Eggert og Bjarna á dönsku, þýsku, ensku og frönsku, de Kerguelen Trémarec, Horrebow, Olavius, de Reste og margar fleiri. Einnig safn af erlendum ferðabókum frá 18. og 19. öld frá ýmsum löndum Evrópu. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 692-5105 og einnig er hægt að senda tölvupóst á bh@vigri.is . Bárður G. Halldórsson Veltur á einum þingmanni Vantrauststillaga Þórs Saari verður tekin til afgreiðslu á mánudag. Stjórnarliðar eru uppteknir af því að telja stuðninginn út, enda hefur stjórnin ekki þingmeirihluta. Eftir að Jón Bjarnason yfirgaf þingflokk Vinstri grænna eru ellefu þingmenn þar eftir. Þingmenn Samfylkingar- innar eru 19 og því eru 30 af 63 þingmönnum í stjórnarliðinu. Guð- mundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka en í Bjartri framtíð, hefur sagt að hann ætli sér að sitja hjá og reikna má með að kollegi hans Róbert Marshall geri slíkt hið sama. Þá er 31 atkvæði eftir, sem dugar til að fella 30 ríkisstjórnaratkvæði. Líf ríkisstjórnar- innar veltur því á atkvæði eins þingmanns, sem þarf að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn vantraustinu til að stjórnin sitji áfram. Fyrirmæli til forsetans Tillaga Þórs er í þremur liðum. Sá fyrsti lýtur að því að Alþingi lýsi yfir vantrausti, annar að þing verði rofið og efnt til kosninga og að endingu segir að fram að kjördegi sitji ríkis- stjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi. Nú er það svo að þegar ríkis- stjórn nýtur ekki trausts biðst for- sætisráðherra lausnar hjá forseta Íslands. Það er síðan hans að ákveða hverjum hann felur umboð til stjórnarmyndunar. Nýtt umhverfi– ný skoðun Björgólfur Jóhannesson, nýr for- maður Samtaka atvinnulífsins, skýrði frá því í gær að hann vildi ljúka aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið. Kveður þar við nokkuð nýjan tón hjá Björgólfi, en hann var eitt sinn formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Í kveðjuræðu sinni þar, sem reyndar var haldin 2008, áður en Ísland sótti um aðild, sagðist hann algjörlega andvígur aðild að ESB. LÍÚ hefur verið fremst í flokki andstæðinga aðildar en Björgólfur hefur greinilega skipt um skoðun með nýju stöðunni. kolbeinn@frettabladid.is K atrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórn- in hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auð- legðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðar- skatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sér- staklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eign- unum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. For- stjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn“ eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitt- hvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjár- málaráðherrann eigi svar við því? Verðskuldar eignafólk að vera órétti beitt? Ranglátur skattur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.