Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTABLAÐIÐ
4 • LÍFIÐ 8. MARS 2013
Heimili , hönnun, tíska og hugmyndir. Snæfríður Ingadóttir. Heilsa, matur og hamingja. Yfirheyrslan og helgarmaturinn.
Helstu mistök fólks eru þau að troða
of miklu í bókahillurnar og þá skap-
ast óreiða á heimilinu og það kemur illa
fyrir sjónir.
Þrátt fyrir að safn þitt af bókum og
tímaritum sé stórt og mikið eru til marg-
ar leiðir til að koma því fallega fyrir, en
það þarf ekki endilega að sýna allt bóka-
safnið.
Raðið heldur og sýnið uppáhaldsbæk-
urnar og -blöðin og geymið rest í lokuð-
um skáp. Hér eru nokkur dæmi:
1 Skemmtileg lausn
Notaðu herðatré til að geyma nýjustu
tímaritin þín, það er svo hægt að breyta
til þegar næsta blað kemur.
2 Allar uppáhalds á einum stað
Raðaðu öllum uppáhaldsbókunum þínum
í stofuna og settu með því persónulegan
stíl á rýmið.
3 Margar mjóar
Settu upp mjóar hillur á vegginn, þar
getur þú raðað upp eftirlætisbókunum,
-tímaritunum og -myndunum þínum.
4 Skreyttu borðið
Bækur geta verið hið fallegasta borð-
skraut.
5 Raðað eftir litum
Flokkaðu bækurnar eftir litum. Ókost-
urinn við það er hins vegar sá að bóka-
flokkarnir ruglast. Strengdu upp borða á
vegginn.
6 Einfalt er stundum best
Staflaðu bókunum snyrtilega upp.
7 Partur af puntinu
Bækurnar taka sig vel út með blómum og
öðru punti.
8 Flott tískublöð eru á við mublur
Einfalt, látlaust og stílhreint.
9 Töff lausn á skrifstofuna
Útfæra má hugmyndina um herðatrén á
margvíslegan hátt.
HEIMILI SKARTAÐU AÐEINS
UPPÁHALDSBÓKUNUM ÞÍNUM
Fólk á það til að safna bókum og blöðum með árunum en lendir svo gjarnan í vandræðum
með að koma þeim fallega fyrir á heimilinu.
1
4
2
6
3
5
8
9
7
Bækur og
blöð geta
verið hið
fallegasta
heimilis-
skraut.
Sandra Dís
Sigurðardóttir
innanhúsarkitekt