Fréttablaðið - 08.03.2013, Page 29

Fréttablaðið - 08.03.2013, Page 29
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 8. MARS 2013 • 7 Uppáhalds MATUR: Hnetusteik með öllu til- heyrandi. DRYKKUR: Vatn. VEIT- INGAHÚS: Elska alla „græna staði“. TÍMARIT: Gør det selv. VEFSÍÐA: HomeExchange.com og tannstra.is. VERSLUN: Spaksmanns- spjarir og Rauði krossinn. HÖNN- UÐUR: Systir mín Björg Ingadótt- ir hjá Spaksmannsspjörum. HREYF- ING: Göngutúrar um götur Akureyrar með góðum konum. DEKUR: Nudd frá eiginmanninum. GULLKORN: Ef það er vilji þá er vegur. fór oft út þegar ég var yngri og klippti niður strá sem við not- uðum sem tannstöngla á mínu æskuheimili. Ég kynnti hug- myndina á atvinnu- og nýsköp- unarhelgi fyrir ári hér fyrir norðan og þar var henni mjög vel tekið, sem hvatti mig til að fylgja henni eftir. Það má sjá mynd af föður þínum, Inga Ragnari, aftan á pökkum Tannstráanna, er hann ekki stoltur af verkefninu? Hann hefur lúmskt gaman af þessu öllu saman. Þú hlaust nýsköpunarstyrk frá Landsbankanum í byrjun árs – hversu mikilvægt er það að fá slíkan styrk í svona framleiðslu- ferli? Svona styrkveiting hefur mikla þýðingu fyrir verkefni í startholunum og gefur manni hvatningu til þess að halda áfam. Það kom sér auðvitað vel að fá þessa peninga til að eiga fyrir útlögðum kostnaði. Hvar munu tannstráin fást? Eins og er fást þau í Eymunds- son, ATMO, Viking og Islandia- verslunum. Íslenska konan Þú hefur skrifað þrjár bækur fyrir erlenda ferðamenn; 50 crazy things to do in Iceland, 50 crazy things to taste in Iceland og svo 50 crazy romantic things to do in Iceland – er sú nýjasta sem kemur út í vor líka hugsuð fyrir ferðamenn? Já, en ég held reynd- ar að Íslendingar hafi ekki síður gaman af henni. Þema bókarinn- ar er „íslenska konan“ og er hún full af fróðleik og upplýsingum um íslensku konuna. Tæpt er á sögulegum staðreyndum, athygli vakin á konum sem allir verða að kannast við, íslensk fegrunarráð tíunduð o.s.frv. Ég vinn þetta með Þorvaldi Erni Kristmunds- syni ljósmyndara, en við erum orðin sjóuð í samstarfi því þetta er fi mmta bókin sem við vinnum að saman. Þú ert með mörg járn í eld- inum og brátt fjölgar í fjölskyld- unni. Hvernig gengur þér að sameina móðurhlutverkið og allt hitt sem þú ert að vinna að? Það hefur hingað til gengið ágætlega og ég reikna með því að það verði eins með þriðja barnið. Börn hafa ótrúlega aðlögunarhæfni og það virðist alveg sama hvað ég er að brasa, stelpurnar taka því alltaf sem sjálfsögðum hlut. Megum við eiga von á fl eiri skemmtilegum verkefnum frá þér í nánustu framtíð? Já, alveg pottþétt, ég hef lært það með aldrinum að láta leiðinleg verk- efni eiga sig. Gerir jóga með dótturinni Hvernig er þér búið að líða á þessari meðgöngu miðað við þær fyrri? Þetta er í grunninn svipað, nema þá helst hvað líkaminn bregst fljótt við í þriðja sinn. Ég var viss um að ég gengi með tvíbura, svo ört stækkaði kúlan í byrjun. Hvað gerirðu helst til að hugsa um heilsuna á meðgöngunni? Ég geri jógaæfingar með eldri dótturinni á hverjum morgni. Eitthvað að lokum? Ég hvet alla til að prófa tannstráin. Þau nýtast ekki bara vel sem tann- stönglar heldur er ótrúlega gott að vera með strá í munnvikunum þar sem þau gefa bragð af ís- lensku sumri. Pabbi átti hugmyndina Snæfríður ásamt hugmyndasmiðnum föður sínum og við vinnslu á tannstönglunum. 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM ÁÐUR 14.800 NÚ 7.400

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.