Fréttablaðið - 08.03.2013, Page 30

Fréttablaðið - 08.03.2013, Page 30
FRÉTTABLAÐIÐ 8 • LÍFIÐ 8. MARS 2013 Heilsa, matur og haming ja. Yfirheyrslan og helgarmaturinn. Um daginn fór ég með foreldrum mínum að hitta Höllu frænku, en hún og Svenni, maðurinn hennar, eru nýbúin að byggja sér risastórt hús í Garðabænum. Mamma heldur ekki vatni yfir þessu húsi og nefndi strax við pabba að það væri eitt hús til sölu í sömu götu. Ég heyrði pabba kyngja hátt enda kosta þessi hús hálfa veröld- ina að hans sögn. Þegar við keyrðum svo inn göt- una skildi ég ekkert í því að öll húsin voru nán- ast eins. Af hverju skyldi Halla frænka, sem var nú ný- útskrifaður arkitekt, vilja byggja sér alveg eins hús og hinir í götunni? Ég hélt alltaf að arkitekt- ar færu sínar eigin leiðir og gerðu ekki eins og allir hinir en því hefur Halla frænka gjörsam- lega gleymt þegar hún teiknaði húsið sitt. Nú, eða kannski voru það bara hinir páfagaukarnir í götunni sem hermdu eftir henni og gat hún þá kannski lítið gert í því. Ég horfði ýmist til hægri eða vinstri en það skipti ekki máli á hvaða hús ég leit, það var eng- inn sjáanlegur munur á þeim. „Úff, hvað þetta er litlaus gata,“ sagði ég upphátt og gerði mér ekki grein fyrir því að mömmu gæti sárnað fyrir hönd systur sinnar. „Ji, Vera – ertu ekki að grínast, þetta er alveg geggjuð gata,“ gall þá í henni um leið og hún lofsamaði kosti nýbygg- inga. Pabbi gjóaði augunum til mín í baksýnis- speglinum og ég sendi honum lítið og stríðnis- legt bros. Ég var ekki sammála mömmu og velti því alvarlega fyrir mér hvernig börnin í götunni ættu að rata heim til sín þegar öll húsin voru grá, með flötum þökum og hvítum gardínum í stórum gluggum. En fólk hefur auðvitað mis- munandi smekk og á að fá að hafa hlutina eins og það vill. Ekki ætla ég að dæma aumingja Höllu frænku fyrir að búa í svona óspennandi götu. Hún er hæstánægð með húsið sitt og það er það sem skiptir mestu máli. Alveg eins og ég elska húsið okkar, sem mér finnst vera eitt fallegasta húsið í Hafnarfirði. Það er fagurgult, á fjórum hæðum og með fallegu risi, en þar á ég herbergi með útsýni yfir tvær kirkjur, tjörn og hafið. Geri aðrir betur! Þar er röndótt og litríkt vegg- fóður og blátt loft með hvítmáluðum skýjum. Ég málaði loftið með hjálp pabba og mömmu sem var pínu erfitt og því skil ég ekki alveg hvernig Michaelangelo fór að því að mála Sixtínsku kap- elluna í Vatíkaninu, það hefur aldeilis reynt á aumingja kallinn. Það besta við herbergið mitt er samt stóra og breiða gluggakistan sem ég sit oft í, einungis til að hugsa. Það er svo gott að hugsa þegar maður er svona hátt uppi, alla leið á fjórðu hæð. Þá er maður líka miklu nær Guði en þegar maður er á jörðinni og sér hlutina í svo skýru ljósi. Í glugga- kistunni minni hef ég sáð eplafræjum í bleik- an pott og þar geymi ég líka sílin mín, A og B, í krukku sem og kóngulóna Mura í eldgömlu jóla- boxi. Stundum geri ég tilraunir með að syngja þau í svefn á kvöldin og spila þá fyrir þau á raf- magnspíanóið mitt, munnhörpuna eða falska gít- arinn hans pabba – það gengur samt misvel. Mig langar reyndar líka til að læra á fiðlu og fara í Sinfóníuna svo ég geti spilað í Hörpu og orðið fræg eins og Sigrún Eðvalds. Það er svo margt sem mig langar að gera þegar ég verð stór, hugsa sér alla möguleikana sem eru í boði og hvað það bíður mín mikið og stórt ævintýri í framtíðinni! FRAMHALD Í NÆSTU VIKU VERULEIKI FRAMHALDSSAGA SAGA AF VERU, RAUNUM HENNAR OG HUGLEIÐINGUM Anna Rún Frímannsdóttir íslenskufræðingur og rithöfundur skrifar Í Japan er sushi-gerð tekin alvarlega og kröfurnar miklar til þeirra sem það vilja læra. „Þar er mikil virðing fyrir sushi-gerð og menn eru aldrei útskrifaðir. Þeir eru kannski í heilt ár að þvo hrísgrjón áður en þeir fá að gera nokkuð annað. Heimspekin á bak við það er að ef þú hefur ekki þolinmæði þá áttu ekki að vera sushi-kokkur,“ segir Snorri sem lærði að gera sushi í Danmörku og í Tokyo. Þá rak hann einnig sushi-staðinn Sticks´n´Sushi um árabil. „Á námskeiðinu verður farið yfir atriði eins og hvað sé í lagi að nota í sushi og hvað beri að varast. Indónes- ískar sojasósur eru til dæmis ekki málið með sushi og Tilda basmati hrísgrjón ganga alls ekki,“ segir Snorri og hlær. Þeir sem þekkja sushi vita að grjónin eru stærsti hluti þess og því mikilvægt að þau séu í lagi. „Grjón- in þurfa að vera stutt japönsk hrísgrjón. Þau þarf að þvo og sjóða og að lokum marinera eftir kúnstarinnar reglum. Ef grjónin eru ekki í lagi verður sushi-ið ekki gott.“ Snorri fjallar um meðhöndlun á fiski, hvernig sé best að skera hann og hvaða tegundir séu best- ar í sushi. „Við förum yfir það hvernig á að gera maki-rúllur og nigiri-bita. Ég legg mikið upp úr því að allir prófi að skera fisk- inn, móta grjónin og fleira. Það skilar sér mun betur heim með fólki.“ Á námskeiðinu verður allt til alls og það eina sem þarf að hafa meðferðis er blað og penni. „Eftir námskeiðið er mikilvægt að fólk hafi þor til að byrja strax að búa til sushi.“ Námskeiðið er haldið í Víkinni á Granda- garði þar sem Snorri sér um mat- argerð. „Víkin í sjóminjasafninu er án efa best geymda leyndarmál- ið í bænum. Hér er alltaf ferskur fiskur beint af markaði í hádeginu og heimabakað bakkelsi um miðj- an daginn.“ Á heimasíðu Klifsins www.klifid.is og á Facebook má sjá nánari upp- lýsingar um námskeiðið. SUSHI-NÁMSKEIÐ HJÁ KLIFINU FRÆÐSLUSETRI Hinn 12. mars næstkomandi mun Klifið halda sushi-námskeið á Sjómannasafninu Vík á Grandagarði. Snorri Birgir Snorrason kokkur á Víkinni mun fræða þátttak- endur um leyndardóma sushis en hann hefur margra ára reynslu af sushi-gerð. Í lokin fá allir veglegan Blue Dragon byrjendapakka frá Innes og Klifinu til að taka með heim. Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr því að þátttakendur séu virkir og fái að prófa sjálfir. AUGLÝSING: KLIFIÐ KYNNIR Sjá nánar á visir.is/lifid Það er mikilvægt að gefa sér tíma til að vera með barninu og finna því verkefni við hæfi sem glæða bæði áhuga þess og þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Einn liður í því getur verið að kynna því sögu og menningu þjóðarinnar. Börn eru fróðleiksfús að eðlis- fari og því mikilvægt að ýta undir þann eiginleika. Meðal þess sem öll börn ættu að þekkja eru söfnin sem við eigum. Með því að heimsækja safn fléttum við saman skemmtun og fróðleik. Það er því engin ástæða til að láta sér leiðast um helgina. Áður en lagt er af stað er ágætt að hafa myndavél til taks til að fanga skemmtilegar minningar. Sjóminjasafnið í Reykjavík er spennandi safn fyrir alla fjöl- skylduna. Sýningin, sem sett er fram á skemmtilegan hátt, gefur gestum innsýn í líf sjómanna á árum áður. Sem dæmi, þá er búið að innrétta eitt herbergi sem skip og bryggju. Á efri hæðinni mega börn príla upp í árabát og klæða sig í gömul sjóklæði. Einnig er hægt að fá leiðsögn um ævin- týraheim varðskipsins Óðins sem liggur við bryggju fyrir utan safnið. Kaffitería er á staðnum. Þjóðminjasafn Íslands er fræð- andi og skemmtilegt safn fyrir börn. Fjölskyldan getur skoð- að muni frá hinum ýmsu tímum og einnig er hægt að taka þátt í safnleikjum, svo sem ratleik og fræðsluleik, sem gerir heim- sóknina líflega. Á annarri hæð er stórt herbergi sem höfðar til barna. Þar eru búningar sem börn mega máta og hlutir eins og sverð, hjálmur og brynja sem þau geta prófað. Einnig er hægt að láta fara vel um sig á dýnu og hlusta á þjóðsögur. Veitingastofa er á staðnum. Hlúum vel að börnunum... Lára G. Sigurðardóttir lækn- ir og Sigríður A. Sigurðardótt- ir hjúkrunarfræðingur, höfund- ar bókarinnar Útivist og afþrey- ing fyrir börn og heimasíðunnar www.fyrirborn.is. BÖRNIN FLÉTTUM SAMAN SKEMMTUN OG FRÓÐLEIK Lítill drengur sagði við mömmu sína; „Mamma, mér leið svo vel í dag af því að ég gerði eins og þú sagðir mér, að fara glaður inn í daginn.“ Þessi orð segja svo mikið um áhrifi n sem þú hefur á barnið þitt. Egilssaga. Áhugasöm börn í Þjóðminjasafninu. Sjóminjasafnið í Reykjavík, Granda- garður 8. NAFN: Margeir Steinar Ingólfsson ALDUR: 38 ára STARF: Ég starfa við hluti sem mér finnast skemmtilegir. Starfsheit- ið? Ég veit ekki hvað þetta kallast? Kannski er ég ráðgjafi af því að ég get gefið ráð við öllu. Þó þau séu mis- munandi góð. ÁHUGAMÁL: Hústónlist, hreyf- ing, hollusta, hlutbundin forritun, hugleiðsla, heilsa, hugbúnaðar- gerð – bara eiginlega allir hlutir sem byrja á h. HVAÐ STENDUR UPP ÚR Í VIKUNNI? Það ber hæst að haft var samband við okkur fé- lagana í hljómsveitinni Gluteus Maximus og við beðnir um að sitja fyrir í erótískri mynda- töku hjá BUTT Magaz- ine. Hversu viðeigandi er það? Við erum báðir ævintýragjarnir ungir menn og þykir þetta mjög spennandi. HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA? Ég mun eyða helginni í að setja saman tónlist fyrir kisugönguna á Reykjavik Fashion Festival sem fer fram um miðjan mánuðinn í Hörpu. EITTHVAÐ AÐ LOKUM: Já. Ég held baráttunni áfram, díla við gleði og drama á öllum vígstöðv- um og bíð eftir að komast að hjá ofnæmislækni og sálfræðingi. HVER ER MAÐURINN? MARGEIR STEINAR INGÓLFSSON, PLÖTUSNÚÐUR OG TÓNLISTARMAÐUR Sér um tónlistina á RFF

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.