Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 34
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Yfirheyrslan og helgarmaturinn.
HELGAR MATURINN
Hvern faðmaðir þú síð-
ast? Þegar þetta er skrifað þá
var það dóttir mín sem gaf mér
knús þegar ég setti hana í leik-
skólann í morgun.
En kysstir? Stefanie Esther
Egilsdóttur, kærustuna mína.
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig? Kærast-
an mín laumaði litlum miða
með orðsendingu í kortaveskið
mitt þegar ég sá ekki til og svo
næst þegar ég notaði kortið
þá blasti miðinn við mér. Mjög
krúttlegt. Svo kom Keli vinur
minn hjá Ölgerðinni með bjór
til mín á bjórdaginn, sem kom
hressilega á óvart.
Hvaða galla í eigin fari
ertu búinn að umbera
allt of lengi? Ég á það til
að gleyma mér og syngja í
sturtu og þegar ég geri það er
ég alltaf mismunandi karakter.
Stundum er það kántrísöngv-
arinn sem verður fyrir valinu,
stundum syng ég með pólskum
hreim (eða eins og ég held að
pólskur hreimur sé) og stundum
eins og teiknimyndapersóna.
Hljómar oft eins og við séum
margir í sturtunni.
Dansarðu þegar enginn
sér til? Já, það geri ég svo
sannarlega. Söngur og dans er
ein mesta og besta útrásin fyrir
tilfinningar og svo hef ég líka
gaman af því að dansa. Við
Eva Björk, þriggja ára dóttir
mín, hækkum oft helling í tón-
list og dönsum saman bara tvö
ein. Hún er samt töluvert betri
dansari en ég.
Hvenær gerðirðu þig síð-
ast að fífli og hvernig? Ég
reyndar sá ekki um það sjálfur.
Kærastan mín tók upp mynd-
band af mér þegar ég var að
syngja í sturtu og póstaði því á
Facebook án þess að ég vissi
af því. Reyndar geri ég mig
reglulega að fífli.
Hringirðu stundum í
vælubílinn? Verandi stuðn-
ingsmaður Liverpool þá hef ég
og margir aðrir stuðningsmenn
hringt oft og mörgum sinnum í
Vælubílinn. Vonandi fer þeim
símtölum samt fækkandi, ann-
ars þurfum við bara að kaupa
okkar eigin Vælubíl.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig? Ég nota svitalyktar-
sprey undir hendurnar sem er
ætlað konum en mér er alveg
sama af því að lyktin er svo fá-
ránlega góð. Svo er ég líka
óeðlilega loðinn á tánum og
á báðum ristum. Skrítið að ég
hafi ekki fengið hlutverk í Hob-
bitanum. en minn tími hlýtur
að koma.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina? Ég
ætla alls ekki að ganga á fjöll,
þar sem ég er lítið í því.
Heiðar Austmann
Dagskrárstjóri fm957
ALDUR 36 ÁRA
Alma Hrönn
Káradóttir
snyrtipinni og
ástríðukokkur
deilir hér afar
einfaldri uppskrift
að einstaklega
hollum og bragð-
góðum rétti.
...spjörunum úr
laxaflök
salt og pipar
ferskur ananas
teriyaki
kúskús
Kryddið laxinn með maldon-
salti og pipar. Skerið ferskan
ananasinn í sneiðar og legg-
ið ofan á og því næst örlitla
teriyaki-sósu yfir. Pakkið lax-
inum inn í álpappír og setjið
inn í ofn.
Sjóðið kúskús eftir leiðbein-
ingum – mér finnst best
að nota Zesty Lemon, fæst í
Bónus.
Blandið svo saman kúskús,
spínati, kirsuberjatómötum,
avókadósneiðum, döðlu-
bitum, kasjúhnetum og
paprikubitum.
Berið fram með grískri
jógúrt með skvettu af
agavesírópi.
Fljótlegt, ferskt og gott.