Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 44
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 „Við nýtum allt húsið. Eftirlík- ing af kjól Vivienne Westwood mun verða á svifi niður úr lofti bókasafnsins, það verða mynd- ir í anddyrinu og sýningarsöl- unum og það verður hægt að fá hljóðleiðsögn um sýninguna því á bak við hverja mynd eru mikl- ar sögur.“ Þannig lýsir Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins, sýningu ljós- myndaranna Söruh Cooper og Ninu Gorfer sem verður opnuð þar 9. mars. Hún segir að um umfangsmestu sýningu Norræna hússins sé að ræða til þessa. „Sýningarsalirnir hafa tekið á sig dulúðuga mynd, þykk teppi eru á gólfunum, vegg- irnir eru dumbrauðir og myrkur og ljós spila skemmtilega saman. Fyrir þann sem þekkir til hér er þetta algerlega ný upplifun,“ segir hún. Listakonurnar kalla sig Coopers & Gorfers. Sögur sem þær safna við gerð mynda sinna eru stór hluti af sýningunni, að sögn Ilmar. „Þarna eru til dæmis myndir frá Kirgisistan og meðan þær myndir eru skoðaðar fær maður magnaðar sögur í eyrað af lífinu þar, þannig að upplifun- in verður sterk,“ lýsir hún. „Allt er þetta alvöru fólk á myndunum en engin módel.“ Ástæða þess að listakonurnar Coopers & Gorfers koma hingað er sú að þær verða sýningarstjór- ar norræna tískutvíæringsins í Frankfurt 2014 sem íslenskir, grænlenskir og færeyskir fata- hönnuðir taka þátt í og Norræna húsið er aðili að. Það er ljós- myndasýning sem þær vinna mjög náið með hönnuðunum. „Norræni tískutvíæringurinn er alltaf haldinn annars staðar en á Norðurlöndunum og þar eru ávallt aðfengnir sýningarstjórar. Þannig verður myndin af löndun- um og einkennum tískunnar þar mjög skýr,“ segir Ilmur. Listakonurnar tvær hafa komið hingað áður og þekkja landið. „Coopers og Gorfers hafa gert mjög fallega bók um Ísland sem fékk verðlaun árið 2005 sem fal- legasta bók Svíþjóðar,“ upplýsir Ilmur Dögg. „Bókin verður í sér- útgáfu á sýningunni hér í Norræna húsinu, það er frumsýning mynd- anna á Íslandi.“ gun@frettabladid.is Dulúðugar myndir og magnaðar sögur Stærsta listsýning Norræna hússins til þessa verður opnuð á laugardaginn. Sarah Cooper og Nina Gorfers sýna þar ljósmyndir með hljóðleiðsögn. LISTAKONURNAR Sarah Cooper og Nina Gorfers. Myndin er tekin við opnun sýningar í Hasselblad-stofnuninni í Gautaborg sem styrkir sýninguna í Norræna húsinu, ásamt Dunkers Kulturhusi í Helsingjaborg. EIN MYNDANNA Kjóll eftir tískuhönnuðinn Vivienne Westwood. KONA Í KIRGISISTAN Þessi braust úr ofbeldissambandi og hafði með sér eitt barn en varð að skilja annað eftir. SNÚNINGUR Portrett af stúlku. KOMIN Í KILJU! Ég kem að þessari ráðstefnu sem móðir lesblinds barns og ætla að segja frá reynslu minni af því og hvað ég hef gert til að hleypa honum inn í heim bókanna,“ segir Kristín Eva Þórhallsdóttir útvarpskona spurð um innihald erindis hennar á ráðstefnunni. „Svo mun ég auðvitað líka fjalla um það sem ég hef lært í leiðinni.“ Sonur Kristínar Evu er þrettán ára og hún segist hafa lært ýmislegt af lesblindu hans. „Til dæmis að hans hugsun er allt öðruvísi en mín. Ég hef alltaf verið að berjast við það að láta hann hugsa eins og ég geri og láta hann sjá hlutina sömu augum og ég. Það gekk engan veg- inn þannig að ég fór að reyna að hugsa eins og hann og sjá hlutina með hans augum. Það gekk ekki heldur og ég uppgötvaði að lykill- inn að erfiðleikum hans er einmitt sá að það er hægara sagt en gert að breyta því hvernig maður hugs- ar. Eftir að ég skildi það fór þetta að ganga betur hjá okkur báðum.“ Auk erindis Kristínar Evu fjallar Katrín Jakobsdóttir, bókmennta- fræðingur og mennta- og menn- ingarmálaráðherra, um áhuga á bókum og innihaldi þeirra í erindi sem hún kallar Sögur í þátíð, nútíð og framtíð. Bára Elíasdóttir og Rannveig Möller grunnskóla- kennarar segja frá tilraunaverk- efni í notkun lesbretta í Voga- skóla og Kjartan Yngvi Björnsson, annar höfunda verðlaunabókarinn- ar Hrafnsauga, veltir upp spurn- ingunni hvort fantasían sé bók- menntaform framtíðarinnar. - fsb Reynsla móður lesblinds barns Árleg Barna- og unglingabókaráðstefna verður haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugar- dag. Meðal fyrirlesara er Kristín Eva Þórhallsdóttir. HUGSAR ÖÐRUVÍSI Á ráðstefnunni mun Kristín Eva Þórhallsdóttir tala um lærdómana sem hún hefur dregið af lesblindu sonarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.