Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 46
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30
Velsk hjúkrunarkona hefur verið
ákærð fyrir að brjóta reglur
breska heilbrigðiskerfisins með
því að vinna nítján klukkustunda
vinnudaga í tólf ár. Með þessu
framferði sínu er konan talin hafa
stofnað sjúklingum sínum í hættu.
Hjúkrunarkonan, Diane Davies,
sinnti tveimur störfum samhliða
í þessi tólf ár. Hún vann nætur-
vaktir í stálverksmiðju frá tíu
á kvöldin til sjö á morgnana og
þaðan hélt hún í dagvinnuna sína
sem hjúkrunarkona á Morriston-
spítalanum í Swansea. Vinnuvika
Davies var því á bilinu 77 til 82
klukkustundir. Þannig jukust laun
hennar um rúmar fimm milljónir
á ári ofan á launin fyrir dagvinn-
una á spítalanum.
Davies lét yfirmenn sína á
spítalanum ekki vita af nætur-
vinnunni sinni en heldur því fram
að hún hafi haldið að þeir vissu af
henni.
Davies vinnur ekki lengur á
spítalanum og réttarhöld yfir
henni standa yfir í Swansea.
Hjúkrunarkona vann
19 tíma á dag í 12 ár
Talin hafa stefnt sjúklingum sínum í hættu.
Á SPÍTALA Vinnustundafjöldi hinnar velsku Diane Davies var ekki til eftirbreytni.
Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar
sem andsetið fólk, draugar og
djöflar hræða líftóruna úr bíó-
gestum njóta síaukinna vinsælda í
Hollywood. Margar slíkar myndir
eru væntanlegar í bíó vestanhafs á
næstu mánuðum og má þar nefna
The Last Exorcism Part II, The
Conjuring og endurgerðina Evil
Dead.
Fyrr á árinu komu út Dark Skies
og Mama en sú síðarnefnda náði
óvænt efsta sætinu yfir aðsóknar-
mestu myndirnar. Hún fjallar um
konu sem neyðist ásamt manni
sínum til að taka að sér tvær mun-
aðarlausar frænkur sínar sem
hafa búið einar og yfirgefnar í
kofa úti í skógi.
Góðar hrollvekjur ala á ótta
áhorfenda við myrkrið og hið
ókunna. Þær byggja upp spennu,
láta þeim bregða og reyna almennt
séð að draga þá út úr þæginda-
hringnum. Ekki skemmir fyrir ef
hryllingurinn er byggður á sann-
sögulegum atburðum. Hægt er
að notast við gamaldags aðferða-
fræði til að ná réttu áhrifunum
fram, þó svo að tæknibrellur fái
oftast vænan sess í nútímahroll-
vekjum.
Yfirleitt eru þetta ódýrar
myndir á mælikvarða Hollywood
og þar krossleggja menn fingur í
þeirri von að úr verði ábatasöm
hryllingsmyndasería sem getur
lifað áfram um ókomin ár. Til að
mynda eru miklar vonir bundnar
við Mama og nú þegar er fram-
hald hennar í undirbúningi.
Dæmi um vel heppnaða seríu
eru Paranormal Activity-mynd-
irnar. Sú fyrsta kom út 2007 og
fjallaði um fjölskyldu sem flyt-
ur í hús í úthverfi þar sem yfir-
skilvitlegir atburðir eiga sér stað.
Hún kostaði aðeins fimmtán þús-
und dollara en sló rækilega í gegn
um heim allan. Tekjurnar í miða-
sölunni námu hátt í 200 milljón-
um dollara og að sjálfsögðu var
strax ráðist í gerð framhalds-
mynda. Sú fimmta í röðinni er
einmitt væntanleg í bíó í haust.
Hver framhaldsmyndanna um
sig hefur kostað fimm milljónir
dollara en tekjurnar hafa allar
verið á bilinu 140 til 200 milljónir
dollara á heimsvísu. Sannarlega
mikil mjólkurkýr, sem verður án
efa mjólkuð áfram svo lengi sem
áhorfendur láta sjá sig í bíó.
Önnur vinsæl hrollvekjusería er
The Grudge en þrjár slíkar mynd-
ir hafa verið framleiddar. Saman-
lagður kostnaður hingað til er 35
milljónir dollara en miðasölutekj-
urnar nema um 260 milljónum
dollara. Þetta er meira en sjöfald-
ur hagnaður.
Hvort Mama, The Conjuring,
Evil Dead, The Last Exorcism, eða
jafnvel Paranormal Activity halda
áfram að hrella bíógesti um ókom-
in ár í hverri framhaldsmyndinni
á fætur annarri á eftir að koma í
ljós. Allt snýst þetta auðvitað um
gæði myndanna og vilja áhorfenda
til að láta „sömu“ myndirnar kalla
fram gæsahúðina. freyr@frettabladid.is
Draugar og djöfl ar
draga til sín bíógesti
Yfi rnáttúrulegar hrollvekjur hafa aldrei verið vinsælli í Hollywood.
MAMA Náði efsta sætinu.
PARANORMAL ACTIVITY Fimmta
myndin er væntanleg í haust.
THE GRUDGE Framleiðendur The Grudge græddu sjöfalt á myndinni.
Ein frægasta hrollvekja allra tíma er The
Exorcist í leikstjórn Williams Friedkin
frá árinu 1973. Hún er byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir William Peter
Blatty frá árinu 1971. Myndin fjallar um
unga stúlku sem er andsetin og tilraunir
móður hennar til að láta særa djöfulinn
úr henni með hjálp presta. Myndin
kostaði 15 milljónir dollara en náði inn
rúmum 440 milljónum dollara í miðasöl-
unni. The Exorcist hefur iðulega komist
á lista yfir bestu hrollvekjur allra tíma.
Hún var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna
og hlaut tvenn. Hún var fyrsta hryllings-
myndin sem var tilnefnd til Óskarsins
sem besta myndin.
Ein frægasta hrollvekja allra tíma
Körfuboltastjarnan LeBron
James, leikmaður Miami Heat í
NBA-deildinni, og unnusta hans,
Savannah Brinson, hafa ákveðið
stað og stund fyrir brúðkaupið sitt
og sent út boðskort þar að lútandi.
Það gæti komið gyðingum í
vinahópi parsins óþægilega á
óvart að brúðkaupið fer fram
helgina 13. til 15. september í
borginni San Diego í Kaliforníu-
ríki, en 13. september
er einmitt upphafs-
dagur Yom Kippur,
helgustu hátíðar
gyðinga. Meðan Yom
Kippur stend-
ur yfir fasta
gyðingar í
stað þess
að raða í
sig brúð-
kaups-
kræs-
ingum.
Brúðkaup Le-
Bron ákveðið
LEBRON JAMES
Kvænist unnustu
sinni meðan Yom
Kippur-hátíðin
stendur yfir.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
9
5
9
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
ks
tu
r
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala
Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
Sölumenn okkar eru komnir í páskagírinn og bjóða
margar gerðir af sparneytnum fjórhjóladrifnum bílum
á spennandi páskatilboði
Verið velkomin í reynsluakstur og látið sölumenn
okkar gera ykkur spennandi tilboð í nýjan
fjórhjóladrifinn bíl – fyrir páska.
SPENNANDI TILBOÐ
SHIFT_
SKYNSAMLEG KAUP
Hrikalega gott verð
SKEMMTILEGASTI KOST
URINN
Ef þú vilt góðan jepplin
g með öllu
DACIA DUSTER – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr.
NISSAN X-TRAIL – 4x4
Dísil, sjálfskiptur. Verð 6.690 þús. kr.
Eyðsla:
5,1 l/100 km*
Eyðsla:
7,1 l/100 km*
SHIFT_
VINSÆLASTI SPORTJEPPINNSamkvæmt Umferðarstofu 2012
NISSAN QASHQAI – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr.
Eyðsla:
4,6 l/100 km*
SPARNEYTINN
SUBARU
Ný vél, aukinn
bensínsparna
ður
SUBARU XV – 4x4
Bensín, beinskiptur. Verð 5.590 þús. kr.
Eyðsla:
6,6 l/100 km*