Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 48
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32
„Þetta hefur verið talsverð vinna
við að kortleggja svæðin og slíkt,
en það starf hefur verið unnið í
góðu samstarfi við fulltrúa menn-
ingarráða um allt land,“ segir Þ.
Tjörvi Þórsson, verkefnastjóri
hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Í tilefni af hækkun framlaga í
Kvikmyndasjóð Íslands ætlar
íslenskt kvikmyndagerðarfólk,
í samstarfi við Kvikmyndamið-
stöðina, að bjóða landsmönnum í
bíó helgina 22. til 24. mars næst-
komandi.
Sýndar verða íslenskar kvik-
myndir á tuttugu stöðum víðs
vegar um landið og segir Tjörvi
stefnuna vera að hafa úrvalið
sem fjölbreyttast. „Að sjálfsögðu
höfum við úr mjög djúpum potti
að velja, enda mun úrvalið spanna
megnið af íslenskri kvikmynda-
sögu, en myndirnar verða valdar
í samráði við staðarhaldara á
hverjum stað fyrir sig. Þannig
verður mismunandi dagskrá, sem
ræðst meðal annars af aðstöð-
unni, í hverjum bæ. Upphaflega
hugmyndin var að dreifa þessu
yfir nokkrar helgar en við ákváð-
um frekar að gera þetta að einni
stórri sprengju,“ útskýrir Tjörvi
og bætir við að hann hafi fundið
fyrir miklum áhuga á framtakinu,
ekki síst úti á landi þar sem bíó-
sýningar eru fátíðar og eins frá
fólki innan kvikmyndabransans.
Enn hefur ekki verið neglt
niður hvaða myndir verða sýnd-
ar um þessa helgi, en ljóst er að í
einhverjum tilfellum verða leik-
stjórar eða aðrir aðstandend-
ur viðstaddir sýningar og svara
spurningum að þeim loknum.
Bjóða fólki um allt land í bíó
Íslensk kvikmyndahelgi með fj ölbreyttu úrvali verður haldin síðar í mánuðinum.
VERKEFNASTJÓRI Þ. Tjörvi Þórsson hjá Kvikmyndamiðstöð segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á framtakinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reykjavík (Bíó Para-
dís og Háskólabíó)
Akranes
Ólafsvík
Hvammstangi
Sauðárkrókur
Blönduós
Ísafjörður
Patreksfjörður
Ólafsfjörður
Akureyri
Laugar
Raufarhöfn
Vopnafjörður
Egilsstaðir
Seyðisfjörður
Höfn í Hornafirði
Kirkjubæjarklaustur
Hvolsvöllur
Vestmannaeyjar
Sýningarstaðir á íslenskri kvikmyndahelgi:
ÓSKARSVERÐLAUN
M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS
DANIEL DAY-LEWIS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
-EMPIRE
IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12
21 AND OVER KL. 10.10 14
THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L
THIS IS 40 KL. 6 12
DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16
DJANGO KL. 9 16
HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L
- H.S.S., MBL
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
THIS IS 40 KL. 8 - 10.40 12
LINCOLN KL. 6 - 9 14
LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
V I P
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
R.EBERT
ENTERTAINMENT WEEKLY
K.N. EMPIRE
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTABLAÐIÐ
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
****- Rás 2
****- Fréttablaðið
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinnHVELLUR
*****-Morgunblaðið
HITCHCOCK
HÁTÍÐ!
8.-10. MARS
THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10
BEYOND THE HILLS (16) 21:30
KON-TIKI (12) 22:10
HVELLUR (L) 19:00
ST. SIG: STRIGI OG FLAUEL (L) 17:45, 20:15
HITCHCOCK: REAR WINDOW (L) 20:00ST. SIG:
STRIGI OG
FLAUEL
OZ GREAT AND POWERFUL 5, 8
IDENTITY THIEF 8, 10.20
21 AND OVER 10.40
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D 4, 6
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D 4
VESALINGARNIR 6, 9
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
ÍSL TAL!
5%
Eins og flestir vita ber Kim Kard-
ashian barn þeirra Kanye West
undir belti. Hún slapp með skrekk-
inn í vikunni þegar hún var flutt
á spítala í skyndi, vegna gruns
um fósturlát. Kim var nýlent
aftur í Los Angeles eftir að hafa
sótt tískuvikuna í París ásamt
barnsföður sínum þegar hún fór
að finna fyrir miklum verkjum.
Heimildarmaður The New York
Post sagði því til stuðnings að
stjarnan stundaði líkamsrækt
sjö daga vikunar og hefði miklar
áhyggjur af breyttu vaxtarlagi
sínu. Læknar hafa þó skipað henni
að taka því rólega það sem eftir
lifi meðgöngunar.
Flutt á spítala
MIKIÐ AÐ GERA Kim hefur verið ski-
pað að taka því rólega á meðgöngunni.
NORDICPHOTOS/GETTY
Söng- og leikkonan Miley Cyrus
úr Hannah Montana-þáttunum
bar á dögunum til baka þann orð-
róm að hún og unnusti hennar,
leikarinn Liam Hemsworth úr
Hungurleikunum, hefðu skilið
að skiptum. Parið hefur gefið út
að brúðkaup sé á næsta leiti, en
sama dag og Cyrus neitaði téðum
sögusögnum á Twitter sást hún
úti á lífinu í Los Angeles án trú-
lofunarhringsins. Hefur uppá-
tækið vakið mikla furðu slúður-
þyrstra, eins og gefur að skilja.
Verður ekkert
brúðkaup?
HÆTT SAMAN Miley Cyrus neitar
sögusögnum.
David Bowie hefur bannað Morr-
issey að nota gamla ljósmynd
af tónlistarmönnunum tveimur
saman framan á nýja smáskífu
hins síðarnefnda. Morrissey
endur útgefur lagið The Last of
the Famous International Play-
boys í næsta mánuði og hafði
hugsað sér að nota áður óbirta
ljósmynd af þeim Bowie, sem
var tekin í New York árið 1992,
framan á umslagið.
Bowie skipaði útgáfufyrirtæk-
inu EMI, sem hefur útgáfu-
rétt á flestum verkum
hans, að neita fyrir-
spurninni. Fyrrverandi
söngvari The Smiths
hefur því ákveðið að
skipta Bowie út fyrir
eitís-hetjuna Rick Ast-
ley, en þeir tveir voru
myndaðir saman við
upptökur á þættinum
Top of the Pops árið
1989.
Bowie neitar
Morrissey
MORRISSEY Skiptir
Bowie út fyrir Rick Astley.