Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 26
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Hjónin Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl hafa komið sér fyrir í fallegu húsi í mið-bænum sem þau
hafa tekið á leigu til 18 mánaða.
Eftir þann tíma er stefnan tekin
aftur á San Francisco en þau hafa
búið í Kaliforníu undanfarin átta
ár. „Við leigðum þetta hús hér
með húsgögnum og langflestu.
Við fluttum ekkert með okkur og
eigum ekki búslóð í Bandaríkj-
unum, við nennum ekki að eiga
hluti,“ útskýrir Steinunn Ólína.
Stefán Karl lagar kaffi á meðan
og svo er sest að voldugu borð-
stofuborði, hjarta heimilisins
þar sem bæði er unnið og spjall-
að. „Við erum reyndar bæði með
skrifstofur núna úti í bæ en við
erum mjög vön því að vinna
heima, það höfum við gert meira
og minna í Bandaríkjunum,“
segir Steinunn Ólína.
En hvað dregur þau heim eftir
svo langa fjarveru? „Okkur
fannst kjörið tækifæri að koma
heim þegar Stefán Karl fékk boð
um að taka upp þrjár þáttaraðir
af Latabæ, og kenna krökkunum
íslensku aftur. Þau minnstu eru
fædd og uppalin í Bandaríkjun-
um og hin eru líka orðin ansi hag-
vön þar eftir þessa löngu dvöl,“
segir Steinunn Ólína. „Börnin
eru fjögur, við eigum saman þau
Júlíu og Þorstein sem eru 4 og
5 ára og svo átti ég fyrir Elínu
11 ára og Bríeti 18 ára. Og það
gengur bara stórvel að aðlagast
á Íslandi.“
Læknaðist af leikhúsbakteríunni
Og aðlögunin gengur ekki síður
vel hjá Stefáni Karli og Steinunni
sem bæði hafa margvísleg verk-
efni á sinni könnu.
Steinunn Ólína hefur ásamt
vinkonu sinni Soffíu Steingríms-
dóttur rekið samfélagsmiðlaþjón-
ustuna PoPpeople fyrir fyrir-
tæki um nokkurn tíma. „Þetta
er mjög mikilvægur vettvang-
ur fyrir fyrirtæki í dag þegar
svo mikill hluti samskipta fer
fram á netinu. Einhliða auglýs-
ingaherferðir duga ekki lengur
til að tryggja viðskiptavild, fólk
spyr bara vini sína á samfélags-
miðlum um vörur og þjónustu og
því mikilvægt fyrir fyrirtæki að
hafa ásýnd og að sinna samskipt-
um við viðskiptavini á samfélags-
miðlunum og koma rétt fram þar.
Það er alltaf verið að henda fyrir-
tækjum út af Facebook því þau
fara ekki eftir reglum þeirra um
viðskiptasíður. Það er synd því
samfélagsmiðlar eru frábært
markaðstæki,“ segir Steinunn
Ólína sem er sjálflærð í markaðs-
málum sem hún segir hafa mik-
inn snertiflöt við sitt gamla fag,
leiklistina.
„Í leiklistinni er maður alltaf
að skoða persónur og samskipti
fólks. Ég hef alltaf haft mjög
mikinn áhuga manneskjum og
samskiptum og hefði líklega átt
mjög vel heima í námi í mann-
fræði. Ég tel það hafa verið skort
á ímyndunarafli þegar ég fór í
leiklist á sínum tíma. Mamma
var leikkona, pabbi þýddi fyrir
leikhús og mér datt bara ekkert
annað í hug en að fara í leiklist.“
Steinunn Ólína segir ekki standa
til að endurnýja kynnin við leik-
húsið. „Það er eins og ég hafi
læknast af leikhúsbakteríunni.
Og það var ekkert dramatískt
við það. Löngunin til að standa
á sviði er bara horfin. Ég hafði
verið að þreifa fyrir mér utan
leikhússins áður en ég fór út,
stýrði þáttum í sjónvarpinu og
var byrjuð að skrifa. Þessi vinna
við markaðsmál er í raun eðlilegt
framhald af því.“
Of föst í kerfinu
Stefán Karl hefur löngum verið
þekktur fyrir baráttu sína gegn
einelti. Hann stofnaði fyrir
nokkrum árum samtökin Regn-
bogabörn til að berjast gegn ein-
elti og um þessar mundir er það
hans aðalstarf að sinna starfi
þeirra meðan hann bíður þess
að tökur hefjist á Latabæ á ný í
byrjun maí. „Ég hef farið í fjöl-
marga skóla í vetur, haldið fyrir-
lestra og skoðað skólana og þann
aðbúnað sem við búum börnunum
okkar.“ Stefán Karl bætir við að
hann sé ekki alls kostar ánægð-
ur með það sem hann hefur séð.
„Mér finnst við alltof föst í kerfi-
svæðingu vandamála, þar með
talið eineltis. Við notum kerfi til
að greina vandann, eigum fínar
áætlanir á borð við Olweusar-
áætlunina en það vill gleymast
að á bak við tölur og prósentur
eru einstaklingar, börn. Ég hef
haft á tilfinningunni að það séu
nánast innbyggðar niðurstöður
í svona kannanir og því miður
finnst mér hin hraklega skýrsla
UNICEF um börn á Íslandi sem
kynnt var í vikunni, og sýndi að
hátt hlutfall barna verður fyrir
ofbeldi, styðja það.“
Stefán Karl segir að hæglega
megi gera breytingar á íslensku
skólakerfi sem yrðu til batnað-
ar fyrir íslensk börn. „Af hverju
afnemum við ekki frímínútur til
dæmis, hvað eru þær nema tími
fyrir þá sem leggja aðra í einelti
til þess að athafna sig? Við erum
svo fámenn þjóð að það ætti ekki
að vera neitt mál að breyta kerf-
um og gera tilraunir, það skort-
ir kannski stundum áræðnina.
Svo má ekki gleymast að þegar
kemur að því að hlúa að börn-
um og ala upp góða einstaklinga
þá er fjölskyldan það mikilvæg-
asta, samverustundir barna og
foreldra eru ótrúlega dýrmætar.“
Mikið með börnunum
Þau Stefán Karl og Steinunn
Ólína eru sammála um að langur
vinnudagur Íslendinga hljóti að
koma niður á börnum. „Við erum
svo heppin að hafa unnið mikið
heima alla okkar tíð í Bandaríkj-
unum. Þannig höfum við getað
verið mikið í kringum börnin
okkar. Börn kunna bara vel að
meta að hafa mann nálægt sér,“
segir Steinunn Ólína. „Og það
þarf alls ekki stöðugt prógramm.
Oft er alveg nóg bara að allir
Engin tímasóun að tala
Þunglyndi er úr sögunni og sólarhringurinn hefur lengst hjá þeim Stefáni Karli og Steinunni Ólínu eftir að þau hættu
bæði að drekka. Þau eru flutt til Íslands eftir átta ára dvöl í Bandaríkjunum og hafa fjölmörg verkefni á prjónunum.
SAMRÝMD OG HUGMYNDARÍK HJÓN Þau Steinunn Ólína og Stefán Karl vaka stundum fram á nótt til að ræða hugmyndir sínar og drauma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sigríður
Björg Tómasdóttir
sigridur@frettabladid.is
En bara við það að taka
áfengi út úr mínu lífi varð
sú breyting að þunglyndis-
einkennin hurfu eins og
dögg fyrir sólu.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir